Barcelona lagði Valencia 4-2 í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld á heimavelli.
Eliaquim Mangala kom Valencia yfir með skalla á 29. mínútu. Luis Suarez jafnaði metin á 35. mínútu eftir sendingu frá Neymar úr innkasti.
Lionel Messi kom Barcelona yfir á síðustu mínútu fyrri hálfleiks en Valencia tók miðju, brunaði í sókn og úr henni skoraði Munir og staðan í hálfleik 2-2.
Messi kom Barcelona yfir öðru sinni á 52. mínútu en það var svo á 89. mínútu að André Gomes gerði út um leikinn eftir góðan undirbúning Neymar.
Barcelona er í öðru sæti deildarinnar með 63 stig, tveimur stigum á eftir Real Madrid sem á leik til góða. Valencia er í 14. sæti með 30 stig.
