Byrjað verður að steypa upp byggingar í holunni við Hörpu innan fárra vikna Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2017 19:00 Uppsteypa á byggingum við Hörpu hefst loks innan nokkurra vikna og áætlað að fimm stjörnu Marriott hótel taki þar til starfa í byrjun árs 2019. Þegar framkvæmdum á svæðinu verður að fullu lokið verður byggingarmagnið meira en byggt hefur verið í allri Kvosinni á síðustu hundrað árum, eða um 205 þúsund fermetrar bæði ofan- og neðanjarðar. Nú sér loks fyrir endann á byggingaframkvæmdum í risavaxinni holu fyrir framan Hörpu. En hún hefur verið eins og opið sár í miðborginni frá því fyrir hrun. Þar eru uppi áform um miklar byggingar. „Já, hérna er gert ráð fyrir að verði þegar allt er yfirstaðið 205 þúsund fermetrar ofan- og neðanjarðar. Þar af 110 þúsund fermetrar ofan jarðar með Hörpunni. Það er til samanburðar eitthvað sem við höfum í fortíðinni byggt á hundrað árum í Kvosinni,“ segir Hrólfur Jónsson formaður samstarfshóps um framkvæmdirnar. Útboð vegna uppsteypu fimm stjörnu Marriott hótels og bílakjallara verða opnuð í lok næstu viku. Stefnt er að því að framkvæmdir við það geti hafist strax í næsta mánuði. Hrólfur fór með fréttamanni í holuna stóru og skýrði út hvað stendur til. „Beint fyrir framan okkur mun rísa þetta fimm stjörnu Marriott hótel þar sem gert er ráð fyrir 253 herbergjum. Síðan hér aðeins sunnan við það mun rísa íbúðarhús. Þar verða 76 íbúðir. Hér á bakvið okkur er síðan lóð sem er í eigu Landsbankans. Þar er þá gert ráð fyrir að rísi höfuðstöðvar Landsbankans,“ útskýrir Hrólfur.Þrýstingur eykst á Landsbankann Reiknað er með að hótelið verði opnað á fyrri hluta ársins 2019 en óvissa hefur hins vegar ríkt um áform Landsbankans. Þau einu svör fást frá bankanum að málið sé á könnu bankaráðs sem hafi málið til skoðunar. En Hrólfur segir gríðarlega mikilvægt að uppbygging allra lóðanna haldist í hendur. Enda er til að mynda sambyggður bílakjallari undir öllum byggingunum sem rísa eiga upp úr holunni sem teygi sig alla leið undir Geirsgötuna og húsin á Hafnartorgi. „Þannig að eftir því sem að þessu vindur fram er auðvitað meiri...Þrýstingur á bankann? „Já þörf á því að þessi lóð byggist upp líka,“ segir Hrólfur. Skipulagssvæðið nær einnig til Hafnartorgs hinum megin við Geirsgötuna en þar eru framkvæmdir langt komnar og stefnt að því að starfsemi á neðstu hæðum geti hafist haustið 2018. „Þar munu líka verða tæplega áttatíu íbúðir, verslanir á neðstu tveimur hæðunum og síðan skrifstofuhúsnæði. En Reykjavíkurborg leggur gríðarlega mikið upp úr því að hér séu allar neðstu hæðirnar lifandi til framtíðar. Þannig að þar verði verslanir, veitingastaðir og annað,“ segir Hrólfur. Strax í næstu viku verður Lækjargötu milli Hverfisgötu og Geirsgötu lokað fram eftir sumri til að hægt sé að vinna við bílakjallara undir húsunum við Hafnartorg og á Hörpureit. Hrólfur bendir á norðurenda framkvæmdanna við Hafnartorg sem ná að Geirsgötunni þar sem hún liggur nú til bráðabirgða. „Þegar þessu er lokið, þeir eru langt komnir með að steypa dekkið þarna vestan megin, þá færist þessi gata í áföngum yfir á kjallarann og er þá kominn í endanlega legu.“Þannig að framtíðargatan er í raun og veru yfir þessum framkvæmdum sem við erum að horfa á núna? „Já hún mun koma hér í beinu framhaldi.“ Eigum við að segja 2019, eða um mitt ár 2019, þá verði þetta svona nokkurn veginn komið í endanlega mynd hérna og miðborgin búin að taka á sig allt aðra mynd? „Vonandi,“ segir Hrólfur Jónsson. Skipulag Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
Uppsteypa á byggingum við Hörpu hefst loks innan nokkurra vikna og áætlað að fimm stjörnu Marriott hótel taki þar til starfa í byrjun árs 2019. Þegar framkvæmdum á svæðinu verður að fullu lokið verður byggingarmagnið meira en byggt hefur verið í allri Kvosinni á síðustu hundrað árum, eða um 205 þúsund fermetrar bæði ofan- og neðanjarðar. Nú sér loks fyrir endann á byggingaframkvæmdum í risavaxinni holu fyrir framan Hörpu. En hún hefur verið eins og opið sár í miðborginni frá því fyrir hrun. Þar eru uppi áform um miklar byggingar. „Já, hérna er gert ráð fyrir að verði þegar allt er yfirstaðið 205 þúsund fermetrar ofan- og neðanjarðar. Þar af 110 þúsund fermetrar ofan jarðar með Hörpunni. Það er til samanburðar eitthvað sem við höfum í fortíðinni byggt á hundrað árum í Kvosinni,“ segir Hrólfur Jónsson formaður samstarfshóps um framkvæmdirnar. Útboð vegna uppsteypu fimm stjörnu Marriott hótels og bílakjallara verða opnuð í lok næstu viku. Stefnt er að því að framkvæmdir við það geti hafist strax í næsta mánuði. Hrólfur fór með fréttamanni í holuna stóru og skýrði út hvað stendur til. „Beint fyrir framan okkur mun rísa þetta fimm stjörnu Marriott hótel þar sem gert er ráð fyrir 253 herbergjum. Síðan hér aðeins sunnan við það mun rísa íbúðarhús. Þar verða 76 íbúðir. Hér á bakvið okkur er síðan lóð sem er í eigu Landsbankans. Þar er þá gert ráð fyrir að rísi höfuðstöðvar Landsbankans,“ útskýrir Hrólfur.Þrýstingur eykst á Landsbankann Reiknað er með að hótelið verði opnað á fyrri hluta ársins 2019 en óvissa hefur hins vegar ríkt um áform Landsbankans. Þau einu svör fást frá bankanum að málið sé á könnu bankaráðs sem hafi málið til skoðunar. En Hrólfur segir gríðarlega mikilvægt að uppbygging allra lóðanna haldist í hendur. Enda er til að mynda sambyggður bílakjallari undir öllum byggingunum sem rísa eiga upp úr holunni sem teygi sig alla leið undir Geirsgötuna og húsin á Hafnartorgi. „Þannig að eftir því sem að þessu vindur fram er auðvitað meiri...Þrýstingur á bankann? „Já þörf á því að þessi lóð byggist upp líka,“ segir Hrólfur. Skipulagssvæðið nær einnig til Hafnartorgs hinum megin við Geirsgötuna en þar eru framkvæmdir langt komnar og stefnt að því að starfsemi á neðstu hæðum geti hafist haustið 2018. „Þar munu líka verða tæplega áttatíu íbúðir, verslanir á neðstu tveimur hæðunum og síðan skrifstofuhúsnæði. En Reykjavíkurborg leggur gríðarlega mikið upp úr því að hér séu allar neðstu hæðirnar lifandi til framtíðar. Þannig að þar verði verslanir, veitingastaðir og annað,“ segir Hrólfur. Strax í næstu viku verður Lækjargötu milli Hverfisgötu og Geirsgötu lokað fram eftir sumri til að hægt sé að vinna við bílakjallara undir húsunum við Hafnartorg og á Hörpureit. Hrólfur bendir á norðurenda framkvæmdanna við Hafnartorg sem ná að Geirsgötunni þar sem hún liggur nú til bráðabirgða. „Þegar þessu er lokið, þeir eru langt komnir með að steypa dekkið þarna vestan megin, þá færist þessi gata í áföngum yfir á kjallarann og er þá kominn í endanlega legu.“Þannig að framtíðargatan er í raun og veru yfir þessum framkvæmdum sem við erum að horfa á núna? „Já hún mun koma hér í beinu framhaldi.“ Eigum við að segja 2019, eða um mitt ár 2019, þá verði þetta svona nokkurn veginn komið í endanlega mynd hérna og miðborgin búin að taka á sig allt aðra mynd? „Vonandi,“ segir Hrólfur Jónsson.
Skipulag Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira