Myndrænt yfirlit yfir breytingar á Formúlu 1 bílum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. mars 2017 22:00 Kimi Raikkonen á Ferrari bílnum. Gárungar telja Ferrari líklegasta liðið til að mögulega velta Mercedes úr sessi í ár. Vísir/Getty Stærri, grimmari og fljótari, allt orð sem nota má til að lýsa nýju Formúlu 1 bílunum. Hér að neðan er að finna myndræna framsetningu á breytingunum sem hafa átt sér stað. Helstu breytingarnar má sjá á myndum hér að neðan. Myndin breytist ef smellt er á örina í rauða boxinu efst í hægra horninu á myndinni. Dekkin breikka um 25% sem mun auka vélrænt grip bílsins í samstarfi við breiðari bíl. Þær breytingar einar og sér munu skila talsverðri aukningu grips. Slíkt mun leiða til meiri hraða í beygjum, skemmri hemlunarvegalengdar fyrir beygjur og ökumenn geta gefið í fyrr eftir beygjur. Framvængurinn breikkar um 15 sentimetra sem mun auka niðurtog vegna loftflæðis yfir bílinn talsvert. Framvængurinn er að miklu leyti notaður til að stýra loftflæðinu yfir bílinn og ákvarða hvar loftmassinn á að lenda þegar aftar kemur á bílnum. Breiðari framvængur gerir stjórnunina auðveldari. Hákarlauggarnir eru ætlaðir til þess að stilla loftflæðið áður en það lendir á afturvængnum. Loftdreifarinn (e. diffuser) sem situr aftast í gólfi bílsins er stækkaður talsvert frá því sem áður var. Hann er mikilvægur þáttur í því að auka niðurtog á bílinn. Afturvængurinn hefur verið lækkaður um 15 sentimetra og breikkaður um 20. Allt miðar þetta að því að gera bílana grimmari í útliti og erfiðari í akstri. Hvernig tókst til verður fyrst almennilega ljóst í fyrsta kappakstri tímabilsins sem fram fer helgina 24. - 26. mars. Formúla Tengdar fréttir Bottas: Ég get unnið Hamilton Nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas, segir að hann geti unnið liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton í baráttu um heimsmeistarakeppni ökumanna. 15. febrúar 2017 17:45 Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30 Kimi Raikkonen fljótastur á lokaæfingunni fyrir tímabilið í Formúlu 1 Kimi Raikkonen á Ferrari fór hraðast allra í dag og raunar hraðar en nokkur annar á æfingum fyrir tímabilið í ár. Raikkonen var eini ökumaðurinn sem komst undir eina mínútu of 19 sekúndur. 10. mars 2017 20:30 Paddy Lowe kominn til Williams sem tæknistjóri og hluthafi Paddy Lowe, fyrrum tæknistjóri Mercedes er kominn til liðs við Williams og er orðinn hluthafi og stjórnarmaður hjá liðinu. 17. mars 2017 07:00 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Stærri, grimmari og fljótari, allt orð sem nota má til að lýsa nýju Formúlu 1 bílunum. Hér að neðan er að finna myndræna framsetningu á breytingunum sem hafa átt sér stað. Helstu breytingarnar má sjá á myndum hér að neðan. Myndin breytist ef smellt er á örina í rauða boxinu efst í hægra horninu á myndinni. Dekkin breikka um 25% sem mun auka vélrænt grip bílsins í samstarfi við breiðari bíl. Þær breytingar einar og sér munu skila talsverðri aukningu grips. Slíkt mun leiða til meiri hraða í beygjum, skemmri hemlunarvegalengdar fyrir beygjur og ökumenn geta gefið í fyrr eftir beygjur. Framvængurinn breikkar um 15 sentimetra sem mun auka niðurtog vegna loftflæðis yfir bílinn talsvert. Framvængurinn er að miklu leyti notaður til að stýra loftflæðinu yfir bílinn og ákvarða hvar loftmassinn á að lenda þegar aftar kemur á bílnum. Breiðari framvængur gerir stjórnunina auðveldari. Hákarlauggarnir eru ætlaðir til þess að stilla loftflæðið áður en það lendir á afturvængnum. Loftdreifarinn (e. diffuser) sem situr aftast í gólfi bílsins er stækkaður talsvert frá því sem áður var. Hann er mikilvægur þáttur í því að auka niðurtog á bílinn. Afturvængurinn hefur verið lækkaður um 15 sentimetra og breikkaður um 20. Allt miðar þetta að því að gera bílana grimmari í útliti og erfiðari í akstri. Hvernig tókst til verður fyrst almennilega ljóst í fyrsta kappakstri tímabilsins sem fram fer helgina 24. - 26. mars.
Formúla Tengdar fréttir Bottas: Ég get unnið Hamilton Nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas, segir að hann geti unnið liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton í baráttu um heimsmeistarakeppni ökumanna. 15. febrúar 2017 17:45 Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30 Kimi Raikkonen fljótastur á lokaæfingunni fyrir tímabilið í Formúlu 1 Kimi Raikkonen á Ferrari fór hraðast allra í dag og raunar hraðar en nokkur annar á æfingum fyrir tímabilið í ár. Raikkonen var eini ökumaðurinn sem komst undir eina mínútu of 19 sekúndur. 10. mars 2017 20:30 Paddy Lowe kominn til Williams sem tæknistjóri og hluthafi Paddy Lowe, fyrrum tæknistjóri Mercedes er kominn til liðs við Williams og er orðinn hluthafi og stjórnarmaður hjá liðinu. 17. mars 2017 07:00 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Bottas: Ég get unnið Hamilton Nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas, segir að hann geti unnið liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton í baráttu um heimsmeistarakeppni ökumanna. 15. febrúar 2017 17:45
Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30
Kimi Raikkonen fljótastur á lokaæfingunni fyrir tímabilið í Formúlu 1 Kimi Raikkonen á Ferrari fór hraðast allra í dag og raunar hraðar en nokkur annar á æfingum fyrir tímabilið í ár. Raikkonen var eini ökumaðurinn sem komst undir eina mínútu of 19 sekúndur. 10. mars 2017 20:30
Paddy Lowe kominn til Williams sem tæknistjóri og hluthafi Paddy Lowe, fyrrum tæknistjóri Mercedes er kominn til liðs við Williams og er orðinn hluthafi og stjórnarmaður hjá liðinu. 17. mars 2017 07:00