Umskipti Hörður Ægisson skrifar 17. mars 2017 07:00 Eftir meira en átta ár í fjármagnshöftum hefur Ísland opnast fyrir alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Afnám hafta er lokahnykkurinn í endurreisn íslensks efnahagslífs eftir fjármálaáfallið 2008. Hún hefur gengið með eindæmum vel. Kjöraðstæður voru því fyrir hendi til að stíga það skref í vikunni að afnema höftin nánast að fullu – og þó fyrr hefði verið. Þótt gengi krónunnar hafi styrkst gríðarlega á undanförnum misserum – og raungengið sé farið að nálgast hæstu hæðir – þá er fátt í kortunum sem bendir til að sú þróun muni snúa snögglega við með mikilli gengislækkun núna þegar opnað hefur verið fyrir fjármagnsviðskipti til og frá landinu. Þvert á móti er útlit fyrir áframhaldandi gengisstyrkingu. Vaxtalækkun síðasta miðvikudag hefði slegið á þessa þróun, sem er farin að valda mörgum útflutningsfyrirtækjum miklum erfiðleikum, og ýtt undir æskilegt fjármagnsútflæði Íslendinga. Af því varð ekki í þetta sinn. Seðlabankastjóri gaf hins vegar til kynna þegar hann gerði grein fyrir vaxtaákvörðuninni að þau mistök yrðu leiðrétt ekki seinna en á næsta fundi peningastefnunefndarinnar. Staða efnahagsmála hér á landi fer ekki fram hjá erlendum fjárfestum. Áhugi þeirra á Íslandi jókst til muna eftir að stjórnvöld kynntu áætlun sína um losun hafta í júní 2015 og erlent fjármagn fór að leita í ríkisskuldabréf og hlutafé í skráðum félögum á markaði. Bandarískir fjárfestingasjóðir, sem byrjuðu fyrst að kaupa í hlutabréfum síðla árs 2015, eru þannig komnir í hóp tuttugu stærstu hluthafa í meira en helmingi allra fyrirtækja í Kauphöllinni. Viðbúið er að þessi þróun haldi áfram núna þegar höftin eru horfin á braut. Lánshæfismat ríkisins mun hækka enn frekar sem ætti um leið að gera íslenska markaðinn að mögulegum fjárfestingakosti hjá fleiri erlendum fjárfestum. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í samtali við Markaðinn í vikunni að Ísland væri líklega í betra færi en nokkurn tíma áður til að laða til landsins erlent langtímafjármagn. Þetta er vafalaust rétt. Efnahagsstaða Íslands hefur sjaldan verið sterkari, sem endurspeglast meðal annars í jákvæðri erlendri stöðu þjóðarbúsins og átta prósenta viðskiptaafgangi í fyrra, og mun stærri hópur alþjóðlegra fjárfesta þekkir til efnahagsaðstæðna hér á landi í samanburði við árin í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Útlendingar þekkja íslensku söguna. Væntanleg kaup erlendra fjárfestingasjóða á stórum hlut í Arion banka og í kjölfarið skráning bankans er til marks um þetta og ætti að verða til þess fallið að hleypa nýju lífi í hinn einsleita íslenska hlutabréfamarkað. Gangi það eftir, eins og útlit er fyrir, að erlendir fjárfestar eigi eftir að verða meira áberandi í Kauphöllinni en áður hefur þekkst yrði það mikið styrkleikamerki fyrir markaðinn. Vaxandi umsvif erlendra sjóða, samtímis því að íslenskir einkafjárfestar fara að gera sig meira gildandi, væru þá líkleg til að koma á móti útflæði íslenskra lífeyrissjóða þegar þeir fara að beina sjónum sínum í meiri mæli að fjárfestingum erlendis. Það myndi í senn styrkja hluthafahóp íslenskra fyrirtækja og um leið draga úr óeðlilega miklum umsvifum lífeyrissjóða á markaði. Það yrði afar góð þróun.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Eftir meira en átta ár í fjármagnshöftum hefur Ísland opnast fyrir alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Afnám hafta er lokahnykkurinn í endurreisn íslensks efnahagslífs eftir fjármálaáfallið 2008. Hún hefur gengið með eindæmum vel. Kjöraðstæður voru því fyrir hendi til að stíga það skref í vikunni að afnema höftin nánast að fullu – og þó fyrr hefði verið. Þótt gengi krónunnar hafi styrkst gríðarlega á undanförnum misserum – og raungengið sé farið að nálgast hæstu hæðir – þá er fátt í kortunum sem bendir til að sú þróun muni snúa snögglega við með mikilli gengislækkun núna þegar opnað hefur verið fyrir fjármagnsviðskipti til og frá landinu. Þvert á móti er útlit fyrir áframhaldandi gengisstyrkingu. Vaxtalækkun síðasta miðvikudag hefði slegið á þessa þróun, sem er farin að valda mörgum útflutningsfyrirtækjum miklum erfiðleikum, og ýtt undir æskilegt fjármagnsútflæði Íslendinga. Af því varð ekki í þetta sinn. Seðlabankastjóri gaf hins vegar til kynna þegar hann gerði grein fyrir vaxtaákvörðuninni að þau mistök yrðu leiðrétt ekki seinna en á næsta fundi peningastefnunefndarinnar. Staða efnahagsmála hér á landi fer ekki fram hjá erlendum fjárfestum. Áhugi þeirra á Íslandi jókst til muna eftir að stjórnvöld kynntu áætlun sína um losun hafta í júní 2015 og erlent fjármagn fór að leita í ríkisskuldabréf og hlutafé í skráðum félögum á markaði. Bandarískir fjárfestingasjóðir, sem byrjuðu fyrst að kaupa í hlutabréfum síðla árs 2015, eru þannig komnir í hóp tuttugu stærstu hluthafa í meira en helmingi allra fyrirtækja í Kauphöllinni. Viðbúið er að þessi þróun haldi áfram núna þegar höftin eru horfin á braut. Lánshæfismat ríkisins mun hækka enn frekar sem ætti um leið að gera íslenska markaðinn að mögulegum fjárfestingakosti hjá fleiri erlendum fjárfestum. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í samtali við Markaðinn í vikunni að Ísland væri líklega í betra færi en nokkurn tíma áður til að laða til landsins erlent langtímafjármagn. Þetta er vafalaust rétt. Efnahagsstaða Íslands hefur sjaldan verið sterkari, sem endurspeglast meðal annars í jákvæðri erlendri stöðu þjóðarbúsins og átta prósenta viðskiptaafgangi í fyrra, og mun stærri hópur alþjóðlegra fjárfesta þekkir til efnahagsaðstæðna hér á landi í samanburði við árin í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Útlendingar þekkja íslensku söguna. Væntanleg kaup erlendra fjárfestingasjóða á stórum hlut í Arion banka og í kjölfarið skráning bankans er til marks um þetta og ætti að verða til þess fallið að hleypa nýju lífi í hinn einsleita íslenska hlutabréfamarkað. Gangi það eftir, eins og útlit er fyrir, að erlendir fjárfestar eigi eftir að verða meira áberandi í Kauphöllinni en áður hefur þekkst yrði það mikið styrkleikamerki fyrir markaðinn. Vaxandi umsvif erlendra sjóða, samtímis því að íslenskir einkafjárfestar fara að gera sig meira gildandi, væru þá líkleg til að koma á móti útflæði íslenskra lífeyrissjóða þegar þeir fara að beina sjónum sínum í meiri mæli að fjárfestingum erlendis. Það myndi í senn styrkja hluthafahóp íslenskra fyrirtækja og um leið draga úr óeðlilega miklum umsvifum lífeyrissjóða á markaði. Það yrði afar góð þróun.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun