Jóhann: Ánægður með kraftinn í mínum mönnum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2017 21:41 Jóhann var sáttur með leik Grindvíkinga í sigrinum gegn Þór í kvöld. vísir/anton Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna í sigrinum á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar í kvöld. Grindavík er því komið 1-0 yfir í einvíginu. „Ég er mjög ánægður og auðvitað með sigurinn númer 1, 2 og 3, það er það sem þetta snýst um. Frammistaðan heilt yfir var mjög góð,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. Grindvíkingar fengu gott framlag frá Þorleifi Ólafssyni og Ómari Erni Sævarssyni sem voru frábærir í fyrri hálfleiknum. „Það voru allir að leggja í púkkið og þeir áttu góða spretti sem og aðrir. Heildin var mjög góð.“ Grindvíkingar spiluðu grimma vörn á Tobin Carberry sem hefur verið frábær fyrir Þór í vetur. Hann skoraði reyndar 26 stig en fékk sjaldan auðvelt skot og fékk að finna fyrir því hjá heimamönnum. „Hann er rosalega góður og við reynum að þvinga hann í erfið skot og að hann haldi boltanum í höndunum. Við vorum varnarlega ekki alveg eins og við vildum og það er eitt og annað sem við getum lagð fyrir næsta leik,“ bætti Jóhann við. Grindvíkingar hafa verið mikið Jójó-lið í vetur og í kvöld komu þeir af miklum krafti inn í leikinn sem þeir náðu að halda að mestu út leikinn. „Sigur og ekki sigur, ég er mjög ánæður með kraftinn í mínum mönnum og hvernig við vorum einbeittir í því sem við vorum að gera. Við vinnum frákastabaráttuna með einhverjum 20 fráköstum og settum tóninn strax.“ Jóhann sagði í viðtali fyrir skömmu að hann væri til í að sjá hans menn fylgja leikskipulagi heilan leik og blaðamanni lék forvitni á að vita hvort það hefði gengið upp í kvöld. „Já og nei,“ sagði Jóhann glottandi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þorl. 99-85 | Grindvíkingar byrja úrslitakeppnina vel Grindavík vann öruggan heimasigur á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Lokatölur 99-85 og Grindavík því komið í 1-0 í einvíginu. 16. mars 2017 22:15 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna í sigrinum á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar í kvöld. Grindavík er því komið 1-0 yfir í einvíginu. „Ég er mjög ánægður og auðvitað með sigurinn númer 1, 2 og 3, það er það sem þetta snýst um. Frammistaðan heilt yfir var mjög góð,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. Grindvíkingar fengu gott framlag frá Þorleifi Ólafssyni og Ómari Erni Sævarssyni sem voru frábærir í fyrri hálfleiknum. „Það voru allir að leggja í púkkið og þeir áttu góða spretti sem og aðrir. Heildin var mjög góð.“ Grindvíkingar spiluðu grimma vörn á Tobin Carberry sem hefur verið frábær fyrir Þór í vetur. Hann skoraði reyndar 26 stig en fékk sjaldan auðvelt skot og fékk að finna fyrir því hjá heimamönnum. „Hann er rosalega góður og við reynum að þvinga hann í erfið skot og að hann haldi boltanum í höndunum. Við vorum varnarlega ekki alveg eins og við vildum og það er eitt og annað sem við getum lagð fyrir næsta leik,“ bætti Jóhann við. Grindvíkingar hafa verið mikið Jójó-lið í vetur og í kvöld komu þeir af miklum krafti inn í leikinn sem þeir náðu að halda að mestu út leikinn. „Sigur og ekki sigur, ég er mjög ánæður með kraftinn í mínum mönnum og hvernig við vorum einbeittir í því sem við vorum að gera. Við vinnum frákastabaráttuna með einhverjum 20 fráköstum og settum tóninn strax.“ Jóhann sagði í viðtali fyrir skömmu að hann væri til í að sjá hans menn fylgja leikskipulagi heilan leik og blaðamanni lék forvitni á að vita hvort það hefði gengið upp í kvöld. „Já og nei,“ sagði Jóhann glottandi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þorl. 99-85 | Grindvíkingar byrja úrslitakeppnina vel Grindavík vann öruggan heimasigur á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Lokatölur 99-85 og Grindavík því komið í 1-0 í einvíginu. 16. mars 2017 22:15 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þorl. 99-85 | Grindvíkingar byrja úrslitakeppnina vel Grindavík vann öruggan heimasigur á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Lokatölur 99-85 og Grindavík því komið í 1-0 í einvíginu. 16. mars 2017 22:15