Fatahönnunarnemar einblína á sjálfbærni í samstarfi við Rauða kross Íslands Ritstjórn skrifar 15. mars 2017 19:00 Fatahönnunarnemar sýna afrakstur vetrarins á morgun. Mynd/Ernir Á morgun munu 2. árs fatahönnunarnemar úr Listaháskóla Íslands sýna verkefni sín í samstarfi við Rauða kross Íslands. Samstarfið gengur út á það að rannsaka leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu á aðferðafræði hönnunar. Lögð er áhersla á tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni. Með samstarfinu er sjónum beint á að haldi núverandi neyslumenning áfram á þessum skala geti það orðið manninum að falli. Verkefnið, sem ber heitið Misbrigði, er nú unnið í annað sinn enda gekk það vonum framar síðast og ljóst að endurvinnsla mun áfram spila veigamikið hlutverk í framtíðinni. Það að draga þurfi úr framleiðslu og breyta aðferðum þarf ekki að koma niður á sköpunargleðinni. Nemendur vinna aðeins með notuð föt og afganga við sköpun sína, ekkert nýtt er keypt. Verkefnið Misbrigði II er tvíþætt, fyrri hlutinn er sýndur á hefðbundinni tískusýningu á morgun en hinn seinni sem sýndur verður á HönnunarMars þar sem gestum gefst kostur á að skoða verk nemenda, kynna sér vinnuferlið og þann hvata sem lá að baki verkefninu. Mest lesið Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour Búist við mikilli eftirsókn eftir #FentyxPuma skónum hér á landi Glamour Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Halda upp á fertugsafmæli á Bahamas Glamour Hin sex ára Blue Ivy á málverkauppboði Glamour Adele dansar um í 800 þúsund króna blómakjól Glamour Britney Spears hélt upp á 35 ára afmælið með pompi og prakt Glamour Fjallað um sýningu Auðar Ómars í i-D Glamour Þær hafa engu gleymt Glamour Selena Gomez prýðir forsíðu Vogue í fyrsta skiptið Glamour
Á morgun munu 2. árs fatahönnunarnemar úr Listaháskóla Íslands sýna verkefni sín í samstarfi við Rauða kross Íslands. Samstarfið gengur út á það að rannsaka leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu á aðferðafræði hönnunar. Lögð er áhersla á tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni. Með samstarfinu er sjónum beint á að haldi núverandi neyslumenning áfram á þessum skala geti það orðið manninum að falli. Verkefnið, sem ber heitið Misbrigði, er nú unnið í annað sinn enda gekk það vonum framar síðast og ljóst að endurvinnsla mun áfram spila veigamikið hlutverk í framtíðinni. Það að draga þurfi úr framleiðslu og breyta aðferðum þarf ekki að koma niður á sköpunargleðinni. Nemendur vinna aðeins með notuð föt og afganga við sköpun sína, ekkert nýtt er keypt. Verkefnið Misbrigði II er tvíþætt, fyrri hlutinn er sýndur á hefðbundinni tískusýningu á morgun en hinn seinni sem sýndur verður á HönnunarMars þar sem gestum gefst kostur á að skoða verk nemenda, kynna sér vinnuferlið og þann hvata sem lá að baki verkefninu.
Mest lesið Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour Búist við mikilli eftirsókn eftir #FentyxPuma skónum hér á landi Glamour Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Halda upp á fertugsafmæli á Bahamas Glamour Hin sex ára Blue Ivy á málverkauppboði Glamour Adele dansar um í 800 þúsund króna blómakjól Glamour Britney Spears hélt upp á 35 ára afmælið með pompi og prakt Glamour Fjallað um sýningu Auðar Ómars í i-D Glamour Þær hafa engu gleymt Glamour Selena Gomez prýðir forsíðu Vogue í fyrsta skiptið Glamour