Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Ak. 99-68 | Öruggt hjá KR í fyrsta leik Ingvi Þór Sæmundsson í DHL-höllinni skrifar 15. mars 2017 21:30 Þórir Þorbjarnarson sækir að körfu Þórsara. vísir/eyþór KR tók forystuna í einvíginu við Þór Ak. í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla með 99-68 sigri í DHL-höllinni í kvöld. Þetta var tuttugasti sigur KR í röð í 8-liða úrslitum en þeir töpuðu síðast leik á þessu stigi úrslitakeppninnar árið 2008. KR-ingar voru alltaf með frumkvæðið í leiknum í kvöld. Þórsarar voru í miklum vandræðum í sókninni en héldu sér inni í leiknum í fyrri hálfleik með góðri vörn. Staðan í hálfleik var 40-31. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og skoruðu 12 af 14 fyrstu stigum hans. Brynjar Þór Björnsson snögghitnaði og setti niður þrjá þrista í 3. leikhluta. KR náði góðri forystu sem Þór ógnaði aldrei. Á endanum munaði 31 stigi á liðunum, 99-68.Af hverju vann KR? Íslandsmeistararnir sýndu styrk sinn í leiknum í kvöld. Þeir spiluðu sterka vörn og héldu Þór í 68 stigum og 34% skotnýtingu. KR-ingar hittu ekkert sérstaklega í fyrri hálfleik en skotnýtingin rauk upp í þeim seinni og þá varð brekkan of brött fyrir Þórsara. Gestirnir náðu einu ágætis áhlaupi og minnkuðu muninn í 14 stig en nær komust þeir ekki. KR-ingar sýndu enga miskunn og kláruðu leikinn af öryggi.Bestu menn vallarins: Brynjar skoraði 22 stig og var stigahæstur í jöfnu liði KR. Jón Arnór Stefánsson hitti vel og skilaði 18 stigum, fimm fráköstum og sex stoðsendingum. Pavel Ermolinskij stýrði sóknarleiknum vel og reif niður 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti einnig fína innkomu af bekknum. Tryggvi Snær Hlinason spilaði skínandi vel í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum. Stóri maðurinn skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og varði sex skot. Þá átti Sindri Davíðsson góða innkomu; skoraði 12 stig og tók sjö fráköst.Tölfræðin sem vakti athygli: Þriggja stiga nýting Þórs var afleit, eða 14%. Þórsarar töpuðu 14 boltum, sem er ekkert til að kvarta yfir, en KR-ingar skoruðu 23 stig eftir þessa töpuðu bolta gestanna.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þórs var of slakur til að liðið ætti möguleika í KR í kvöld. Norðanmenn spiluðu fína vörn í fyrri hálfleik en sóknin fylgdi ekki með. Skotnýting var döpur (34%) og Þórsarar áttu fá svör við varnarleik KR-inga. Lykilmenn Þórs eins og George Beamon, Darrel Lewis, Þröstur Leó Jóhannsson og Ingvi Rafn Ingvarsson voru í tómum vandræðum í sókninni í kvöld og Þórsarar þurfa miklu meira og betra framlag frá þeim í leik tvö á laugardaginn.Finnur Freyr: Allt annað viðhorf Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, kvaðst sáttur með spilamennsku sinna manna í sigrinum á Þór í kvöld. „Mér fannst viðhorfið allt annað og við höndluðum slæmu kaflana betur en við höfum gert. Einbeitingin var góð og við héldum ákefðinni í vörninni uppi,“ sagði Finnur eftir leikinn. Stigaskorið dreifðist vel hjá Íslands- og bikarmeisturunum í kvöld og það voru margir sem lögðu hönd á plóg í sókninni. „Aðalsmerki okkar undanfarin ár er að vera með mörg vopn. Þótt Mike [Craion] hafi dregið vagninn í fyrra hafa alltaf verið margir sem leggja sitt á vogarskálarnar í minni tíð. Við erum bestir þannig,“ sagði Finnur. En er eitthvað sem KR-ingar þurfa að laga fyrir annan leikinn í einvíginu á laugardaginn? „Jájá, klárlega. Það eru hlutir sem við þurfum að skoða og tækla betur. Það er þannig eftir hvern einasta leik. Nú þurfum við bara að hvíla okkur og gera okkur klára fyrir risaleik á Akureyri,“ sagði Finnur að endingu.Benedikt: Menn fá að halda og ýta Tryggva Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, sagði að sínir menn hefðu þurft að spila mun betur en þeir gerðu í leiknum í kvöld til að eiga möguleika gegn KR. „Það vantaði töluvert upp á og í kvöld sáum við kannski loksins hvað býr í þessu KR-liði sem menn eru búnir að bíða eftir í vetur. Nú kannaðist maður við þá. Þeir hafa verið óþekkjanlegir í ansi mörgum leikjum í vetur en þeir eru greinilega að komast í gírinn,“ sagði Benedikt. Þór spilaði fína vörn í fyrri hálfleik en liðið hitti ekki neitt allan leikinn. Til marks um það var þriggja stiga nýting gestanna aðeins 14%. „Hittnin í kvöld var skelfileg. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þetta lið og þá þarf hittnin að vera aðeins yfir meðallagi. Hún getur ekki verið langt undir meðallagi eins og var í kvöld,“ sagði Benedikt sem hrósaði Tryggva Snæ Hlinasyni sem stóð sig vel í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum. „Mér fannst hann virkilega góður og hann er kominn á þann stað að höndla úrslitakeppnina. Núna er Þór búinn að fá aðlögun, við fáum ekki nema einn leik í aðlögun. Við þurfum að vinna næsta leik til að halda okkur á lífi,“ sagði Benedikt. Um miðjan 4. leikhluta þurfti Tryggvi skyndilega að hætta leik og spilaði ekki meira það sem eftir lifði leiks. „Það er tekið vel á honum inni í teig og menn fá að halda og ýta honum. Þetta tekur bara á hjá honum. Þessir stóru strákar eru öðruvísi gerðir en þessi meðalmaður. Þetta fór ekkert vel í hann,“ sagði Benedikt að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Sjá meira
KR tók forystuna í einvíginu við Þór Ak. í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla með 99-68 sigri í DHL-höllinni í kvöld. Þetta var tuttugasti sigur KR í röð í 8-liða úrslitum en þeir töpuðu síðast leik á þessu stigi úrslitakeppninnar árið 2008. KR-ingar voru alltaf með frumkvæðið í leiknum í kvöld. Þórsarar voru í miklum vandræðum í sókninni en héldu sér inni í leiknum í fyrri hálfleik með góðri vörn. Staðan í hálfleik var 40-31. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og skoruðu 12 af 14 fyrstu stigum hans. Brynjar Þór Björnsson snögghitnaði og setti niður þrjá þrista í 3. leikhluta. KR náði góðri forystu sem Þór ógnaði aldrei. Á endanum munaði 31 stigi á liðunum, 99-68.Af hverju vann KR? Íslandsmeistararnir sýndu styrk sinn í leiknum í kvöld. Þeir spiluðu sterka vörn og héldu Þór í 68 stigum og 34% skotnýtingu. KR-ingar hittu ekkert sérstaklega í fyrri hálfleik en skotnýtingin rauk upp í þeim seinni og þá varð brekkan of brött fyrir Þórsara. Gestirnir náðu einu ágætis áhlaupi og minnkuðu muninn í 14 stig en nær komust þeir ekki. KR-ingar sýndu enga miskunn og kláruðu leikinn af öryggi.Bestu menn vallarins: Brynjar skoraði 22 stig og var stigahæstur í jöfnu liði KR. Jón Arnór Stefánsson hitti vel og skilaði 18 stigum, fimm fráköstum og sex stoðsendingum. Pavel Ermolinskij stýrði sóknarleiknum vel og reif niður 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti einnig fína innkomu af bekknum. Tryggvi Snær Hlinason spilaði skínandi vel í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum. Stóri maðurinn skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og varði sex skot. Þá átti Sindri Davíðsson góða innkomu; skoraði 12 stig og tók sjö fráköst.Tölfræðin sem vakti athygli: Þriggja stiga nýting Þórs var afleit, eða 14%. Þórsarar töpuðu 14 boltum, sem er ekkert til að kvarta yfir, en KR-ingar skoruðu 23 stig eftir þessa töpuðu bolta gestanna.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þórs var of slakur til að liðið ætti möguleika í KR í kvöld. Norðanmenn spiluðu fína vörn í fyrri hálfleik en sóknin fylgdi ekki með. Skotnýting var döpur (34%) og Þórsarar áttu fá svör við varnarleik KR-inga. Lykilmenn Þórs eins og George Beamon, Darrel Lewis, Þröstur Leó Jóhannsson og Ingvi Rafn Ingvarsson voru í tómum vandræðum í sókninni í kvöld og Þórsarar þurfa miklu meira og betra framlag frá þeim í leik tvö á laugardaginn.Finnur Freyr: Allt annað viðhorf Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, kvaðst sáttur með spilamennsku sinna manna í sigrinum á Þór í kvöld. „Mér fannst viðhorfið allt annað og við höndluðum slæmu kaflana betur en við höfum gert. Einbeitingin var góð og við héldum ákefðinni í vörninni uppi,“ sagði Finnur eftir leikinn. Stigaskorið dreifðist vel hjá Íslands- og bikarmeisturunum í kvöld og það voru margir sem lögðu hönd á plóg í sókninni. „Aðalsmerki okkar undanfarin ár er að vera með mörg vopn. Þótt Mike [Craion] hafi dregið vagninn í fyrra hafa alltaf verið margir sem leggja sitt á vogarskálarnar í minni tíð. Við erum bestir þannig,“ sagði Finnur. En er eitthvað sem KR-ingar þurfa að laga fyrir annan leikinn í einvíginu á laugardaginn? „Jájá, klárlega. Það eru hlutir sem við þurfum að skoða og tækla betur. Það er þannig eftir hvern einasta leik. Nú þurfum við bara að hvíla okkur og gera okkur klára fyrir risaleik á Akureyri,“ sagði Finnur að endingu.Benedikt: Menn fá að halda og ýta Tryggva Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, sagði að sínir menn hefðu þurft að spila mun betur en þeir gerðu í leiknum í kvöld til að eiga möguleika gegn KR. „Það vantaði töluvert upp á og í kvöld sáum við kannski loksins hvað býr í þessu KR-liði sem menn eru búnir að bíða eftir í vetur. Nú kannaðist maður við þá. Þeir hafa verið óþekkjanlegir í ansi mörgum leikjum í vetur en þeir eru greinilega að komast í gírinn,“ sagði Benedikt. Þór spilaði fína vörn í fyrri hálfleik en liðið hitti ekki neitt allan leikinn. Til marks um það var þriggja stiga nýting gestanna aðeins 14%. „Hittnin í kvöld var skelfileg. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þetta lið og þá þarf hittnin að vera aðeins yfir meðallagi. Hún getur ekki verið langt undir meðallagi eins og var í kvöld,“ sagði Benedikt sem hrósaði Tryggva Snæ Hlinasyni sem stóð sig vel í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum. „Mér fannst hann virkilega góður og hann er kominn á þann stað að höndla úrslitakeppnina. Núna er Þór búinn að fá aðlögun, við fáum ekki nema einn leik í aðlögun. Við þurfum að vinna næsta leik til að halda okkur á lífi,“ sagði Benedikt. Um miðjan 4. leikhluta þurfti Tryggvi skyndilega að hætta leik og spilaði ekki meira það sem eftir lifði leiks. „Það er tekið vel á honum inni í teig og menn fá að halda og ýta honum. Þetta tekur bara á hjá honum. Þessir stóru strákar eru öðruvísi gerðir en þessi meðalmaður. Þetta fór ekkert vel í hann,“ sagði Benedikt að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Sjá meira