Atletico Madrid fór örugglega áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að skora ekki á heimavelli sínum í kvöld.
Atletico Madrid vann 4-2 sigur á Bayer Leverkusen í fyrri leiknum í Þýskalandi og var því í frábærum málum fyrir seinni leikinn.
Atletico Madrid afgreiddu verkefnið af fagmennsku og sáu til sætið í átta liða úrslitum var aldrei í hættu.
Jan Oblak, markvörður Atletico Madrid, þurfti reyndar að velja frábærlega frá þeim Julian Brandt og Kevin Volland en annars skapaði þýska liðið sér ekki mikið í þessum leik.
Angel Correa og Koke fengu báðir færi til að skora fyrir Atletico Madrid en Bernd Leno varði vel frá þeim.
Atletico Madrid komst í úrslitaleikinn í fyrra og eru komnir í átta liða úrslitin í ár ásamt tveimur öðrum spænskum liðum, Barcelona og Real Madrid.
Atletico Madrid áfram eftir markalaust jafntefli | Sjáðu samantektina
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið


„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn

Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni
Enski boltinn



