Ég er brjáluð Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2017 07:00 Í vikunni tók ég til í herberginu mínu. Ég losaði mig við bílfarma af drasli og endurraðaði húsgögnum. Vistarverurnar hafa sjaldan verið heimilislegri. Ég hef haldið til í þessu sama herbergi í næstum því 9 ár. Og það er ekkert fararsnið á mér. Ég er ung, einhleyp og í námi. Það er eins gott að ég komi mér kirfilega fyrir heima hjá mömmu og pabba. Hér verð ég líklega í 9 ár í viðbót. Mig langar að búa mér framtíð á Íslandi. En þegar ráðamönnum virðist alveg ógeðslega drullusama um þessa framtíð – þegar miðaldra kallar í jakkafötum ryðja brautina fyrir aðeins yngri kalla í jakkafötum, sem stofna fjárfestingarsjóði og sjóðastýringafyrirtæki og leigufélög og sópa til sín öllum íbúðum sem mig langar að búa í – þá fara að renna á mann tvær grímur. Þegar leiguverð hækkar. Námslán lækka á móti. Þegar íbúðaverð rís upp úr öllu valdi. Þegar vilji minn til áframhaldandi búsetu á þessu landi dvínar, verður nánast að engu, þá er stórkostlega illt í efni. Það er ömurlegt að upplifa sig algjörlega máttlausan. Það er ömurlegt að horfa upp á óhugnanlega fáa menn hafa bein og letjandi og eyðileggjandi áhrif á líf manns áður en það byrjar fyrir alvöru. Ég er reið. Meira en það. Ég er eiginlega alveg rasandi brjáluð. Og ég er áhyggjufull. Og mig langar að vita hvort einhver ætli að gera eitthvað í þessu. Því ég get alveg eins farið og skapað mér framtíð einhvers staðar annars staðar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Í vikunni tók ég til í herberginu mínu. Ég losaði mig við bílfarma af drasli og endurraðaði húsgögnum. Vistarverurnar hafa sjaldan verið heimilislegri. Ég hef haldið til í þessu sama herbergi í næstum því 9 ár. Og það er ekkert fararsnið á mér. Ég er ung, einhleyp og í námi. Það er eins gott að ég komi mér kirfilega fyrir heima hjá mömmu og pabba. Hér verð ég líklega í 9 ár í viðbót. Mig langar að búa mér framtíð á Íslandi. En þegar ráðamönnum virðist alveg ógeðslega drullusama um þessa framtíð – þegar miðaldra kallar í jakkafötum ryðja brautina fyrir aðeins yngri kalla í jakkafötum, sem stofna fjárfestingarsjóði og sjóðastýringafyrirtæki og leigufélög og sópa til sín öllum íbúðum sem mig langar að búa í – þá fara að renna á mann tvær grímur. Þegar leiguverð hækkar. Námslán lækka á móti. Þegar íbúðaverð rís upp úr öllu valdi. Þegar vilji minn til áframhaldandi búsetu á þessu landi dvínar, verður nánast að engu, þá er stórkostlega illt í efni. Það er ömurlegt að upplifa sig algjörlega máttlausan. Það er ömurlegt að horfa upp á óhugnanlega fáa menn hafa bein og letjandi og eyðileggjandi áhrif á líf manns áður en það byrjar fyrir alvöru. Ég er reið. Meira en það. Ég er eiginlega alveg rasandi brjáluð. Og ég er áhyggjufull. Og mig langar að vita hvort einhver ætli að gera eitthvað í þessu. Því ég get alveg eins farið og skapað mér framtíð einhvers staðar annars staðar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun