Stolið af tískupallinum í París? Ritstjórn skrifar 12. mars 2017 20:45 Glamour/Getty/AndriMarínó Það fór vafalaust ekki framhjá neinum að úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram í gær og var mikið um dýrðir að venju en Svala Björgvinsdóttir og lagið Paper verða framlag Ísland í Kænugarði í vor. Það sem hefur vakið athygli er klæðaburður sjónvarpskonunnar Ragnhildar Steinunnar sem var kynnir í gærkvöldi, og stóð sig mjög vel í því hlutverki. Samfestingurinn sem hún klæddist var þó kunnuglegur enda sást hann síðast á fyrirsætunni Gigi Hadid á tískupallinum í París í haust fyrir franska tískuhúsið Balmain þar sem yfirhönnuðurinn Olivier Rousteing ræður ríkjum. Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn klæddist var þó örlítið rauðari og beltið í öðrum stíl, og því ekki um hinn eina sanna Balmain samfesting að ræða. Hvað segja lesendur, hönnunarstuldur eða einungis innblástur frá pöllunum í París? Hvað ætli Rousteing finnist um málið?Meira um málið má lesa í Fréttablaðinu í fyrramálið.Af pöllunum í París í haust en samfestingurinn er úr vor-og sumarlínu Balmain.Ragnhildur Steinunn í Laugardalshöll í gærkvöldi. mynd/Andri Marínó Glamour Tíska Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Jenner-systurnar selja skóna sína á Íslandi Glamour Kim mætti í fjólubláu frá toppi til táar Glamour London Fashion Week 2015: Litrík augnhár Glamour Vertu örugg í öllu svörtu Glamour Naglatrend: Grafísk munstur á neglur Glamour Bótox í hársvörðinn er nýjasta æðið Glamour Skellti sér á skeljarnar á skyndibitastað Glamour Victoria Beckham kann að gera grín af sjálfri sér Glamour
Það fór vafalaust ekki framhjá neinum að úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram í gær og var mikið um dýrðir að venju en Svala Björgvinsdóttir og lagið Paper verða framlag Ísland í Kænugarði í vor. Það sem hefur vakið athygli er klæðaburður sjónvarpskonunnar Ragnhildar Steinunnar sem var kynnir í gærkvöldi, og stóð sig mjög vel í því hlutverki. Samfestingurinn sem hún klæddist var þó kunnuglegur enda sást hann síðast á fyrirsætunni Gigi Hadid á tískupallinum í París í haust fyrir franska tískuhúsið Balmain þar sem yfirhönnuðurinn Olivier Rousteing ræður ríkjum. Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn klæddist var þó örlítið rauðari og beltið í öðrum stíl, og því ekki um hinn eina sanna Balmain samfesting að ræða. Hvað segja lesendur, hönnunarstuldur eða einungis innblástur frá pöllunum í París? Hvað ætli Rousteing finnist um málið?Meira um málið má lesa í Fréttablaðinu í fyrramálið.Af pöllunum í París í haust en samfestingurinn er úr vor-og sumarlínu Balmain.Ragnhildur Steinunn í Laugardalshöll í gærkvöldi. mynd/Andri Marínó
Glamour Tíska Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Jenner-systurnar selja skóna sína á Íslandi Glamour Kim mætti í fjólubláu frá toppi til táar Glamour London Fashion Week 2015: Litrík augnhár Glamour Vertu örugg í öllu svörtu Glamour Naglatrend: Grafísk munstur á neglur Glamour Bótox í hársvörðinn er nýjasta æðið Glamour Skellti sér á skeljarnar á skyndibitastað Glamour Victoria Beckham kann að gera grín af sjálfri sér Glamour