Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, á von á tvíburum ef marka má heimildið The Sun. Portúgalinn mun hafa nýtt sér tæknina og fengið staðgöngumóður til að bera börnin.
Hún er búsett í Bandaríkjunum og mun vera ólétt af tveimur drengjum.
Samkvæmt heimildum The Sun hefur Ronaldo aðeins sagt nánum vinum og ættingjum frá því að hann eigi von á börnum en fyrir á hann sjö ára dreng sem heitir Cristiano Jr.
