Sjáðu eldræðu Sveinbjörns: Hefur setið í mér í heilt ár það sem var sagt í Körfuboltakvöldi Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2017 10:00 Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR í Domino´s-deild karla í körfubolta, var einn hamingjusamasti maður landsins í gærkvöldi þegar liðið hans komst í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í sex ár. ÍR hefur undanfarin fimm ár hafnað í 9.-10. sæti og misst af úrslitakeppninni en í gær vann liðið Keflavík í frábærum, framlengdum leik í Hertz-hellinum. ÍR er nú búið að vinna sjö í röð á heimavelli og mætir Stjörnunni í átta liða úrslitum mótsins. „Ég má til með að koma einu að, Kiddi. Það hefur setið í mér í heilt ár það sem annað hvort þú eða Jonni sögðuð í settinu í fyrra; að liðið væri þjakað af meðalmennsku. Þið skuluð endilega ræða það í settinu á morgun,“ sagði Sveinbjörn við Kristinn Friðriksson, sérfræðing Domino´s-Körfuboltakvölds, eftir leikinn í gær en hann var að skrifa um leikinn fyrir Vísi. Það var ekki Kristinn sem talaði um meðalmennsku ÍR heldur Jón Halldór Eðvaldsson. Hann fór reyndar lengra en það og sagði að það væri viðbjóðslegt að horfa upp á meðalmennskuna hjá félaginu eftir að það missti af úrslitakeppninni fimmta árið í röð.„Þeir eru á höfuðborgarsvæðinu. Takið bara hina gaurana á höfuðborgarsvæðinu sem eru ekki að fá tækifæri og látið þá spila. Hættið þessari meðalmennsku. Náið ykkur í almennilega leikmenn og gerið þetta almennilega,“ sagði Jón Halldór meðal annars. ÍR gerði eins og Jón Halldór kallaði eftir og bætti við sig sterkum leikmönnum. Því miður náðu fæstir þeirra að hjálpa mikið til á tímabilinu vegna meiðsla og annarra ástæðna en þrátt fyrir skakkaföllin er ÍR komið í úrslitakeppnina og Sveinbjörn er ánægður með karakterinn í sínu liði. „Þetta lið er svo fjarri því að vera þjakað af meðalmennsku. Þú sérð best að í þetta lið vantar fjóra menn; Stefán Karel [Torfason], Hjalta [Friðriksson], Kidda [Kristinn Marinósson] og Tedda [Vilhjálm Theodór Jónsson] sem fór í vetur,“ sagði Sveinbjörn. „Það er ekkert lið í þessari deild sem má við því að missa fjóra mjög öfluga leikmenn. Við erum að standast þetta og ég vil meina að það eru menn eins og Hákon [Örn Hjálmarsson], Sæþór [Elmar Kristjánsson] og Sigurkarl [Róbertsson] einna helst sem eru að koma inn í þetta. Þeir hugsanlega hefðu annars ekki fengið tækifæri.“ „Munið það að þetta lið er allt annað en í meðalmennsku,“ sagði Sveinbjörn Claessen. Það er hægt að lofa því að Jón Halldór Eðvaldsson mun fara yfir þetta með hinum sérfræðingum Domino´s-Körfuboltakvölds sem verður í beinni frá Viking Brugghúsi klukkan 21.15 í kvöld.Meðalmennskan var ekki mikil hjá ÍR í gær og fögnuðurinn svakalegur.vísir/stefán Dominos-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR í Domino´s-deild karla í körfubolta, var einn hamingjusamasti maður landsins í gærkvöldi þegar liðið hans komst í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í sex ár. ÍR hefur undanfarin fimm ár hafnað í 9.-10. sæti og misst af úrslitakeppninni en í gær vann liðið Keflavík í frábærum, framlengdum leik í Hertz-hellinum. ÍR er nú búið að vinna sjö í röð á heimavelli og mætir Stjörnunni í átta liða úrslitum mótsins. „Ég má til með að koma einu að, Kiddi. Það hefur setið í mér í heilt ár það sem annað hvort þú eða Jonni sögðuð í settinu í fyrra; að liðið væri þjakað af meðalmennsku. Þið skuluð endilega ræða það í settinu á morgun,“ sagði Sveinbjörn við Kristinn Friðriksson, sérfræðing Domino´s-Körfuboltakvölds, eftir leikinn í gær en hann var að skrifa um leikinn fyrir Vísi. Það var ekki Kristinn sem talaði um meðalmennsku ÍR heldur Jón Halldór Eðvaldsson. Hann fór reyndar lengra en það og sagði að það væri viðbjóðslegt að horfa upp á meðalmennskuna hjá félaginu eftir að það missti af úrslitakeppninni fimmta árið í röð.„Þeir eru á höfuðborgarsvæðinu. Takið bara hina gaurana á höfuðborgarsvæðinu sem eru ekki að fá tækifæri og látið þá spila. Hættið þessari meðalmennsku. Náið ykkur í almennilega leikmenn og gerið þetta almennilega,“ sagði Jón Halldór meðal annars. ÍR gerði eins og Jón Halldór kallaði eftir og bætti við sig sterkum leikmönnum. Því miður náðu fæstir þeirra að hjálpa mikið til á tímabilinu vegna meiðsla og annarra ástæðna en þrátt fyrir skakkaföllin er ÍR komið í úrslitakeppnina og Sveinbjörn er ánægður með karakterinn í sínu liði. „Þetta lið er svo fjarri því að vera þjakað af meðalmennsku. Þú sérð best að í þetta lið vantar fjóra menn; Stefán Karel [Torfason], Hjalta [Friðriksson], Kidda [Kristinn Marinósson] og Tedda [Vilhjálm Theodór Jónsson] sem fór í vetur,“ sagði Sveinbjörn. „Það er ekkert lið í þessari deild sem má við því að missa fjóra mjög öfluga leikmenn. Við erum að standast þetta og ég vil meina að það eru menn eins og Hákon [Örn Hjálmarsson], Sæþór [Elmar Kristjánsson] og Sigurkarl [Róbertsson] einna helst sem eru að koma inn í þetta. Þeir hugsanlega hefðu annars ekki fengið tækifæri.“ „Munið það að þetta lið er allt annað en í meðalmennsku,“ sagði Sveinbjörn Claessen. Það er hægt að lofa því að Jón Halldór Eðvaldsson mun fara yfir þetta með hinum sérfræðingum Domino´s-Körfuboltakvölds sem verður í beinni frá Viking Brugghúsi klukkan 21.15 í kvöld.Meðalmennskan var ekki mikil hjá ÍR í gær og fögnuðurinn svakalegur.vísir/stefán
Dominos-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn