Það er nú orðið ljóst að króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitic fer ekkert frá Barcelona á næstunni.
Hann er búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2021. Gamli samningurinn átti að renna út 2019.
Rakitic kom til félagsins árið 2014 frá Sevilla og hefur spilað 145 leiki fyrir Barcelona síðan þá. Í þeim leikjum hefur hann skorað 23 mörk.
Ef eitthvað félag ætlar sér að reyna að kaupa Króatann frá Barcelona þá verður það félag að gera hann að dýrasta leikmanni allra tíma.
Það kostar nefnilega 109 milljónir punda, eða 14,4 milljarða króna, að kaupa hann undan nýja samningnum hjá félaginu.
Rándýrt að kaupa upp nýja samninginn hjá Rakitic
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
