Gunnar Nelson: Sigur á Undradrengnum kæmi mér hraðar að peningunum og gullinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. mars 2017 09:45 Gunnar Nelson ætlar sér stóra hluti. vísir/getty Gunnar Nelson ætlar sér að berjast tvisvar sinnum í viðbót á árinu 2017 en ef þjálfarinn hans, John Kavanagh, fær draum sinn uppfylltan og allt gengur vel gæti seinni bardaginn verið titilbardagi í lok árs. Kavanagh kallaði eftir því eftir sigurinn á Alan Jouban að Gunnar berjist næst við Stephen Thompson sem kallar sig Undradrenginn eða Wonderboy. Thompson, sem hefur grunn úr karate eins og Gunnar, er efstur á styrkleikalista veltivigtarinnar á eftir meistaranum Tyrone Woodley en er búinn að tapa tvisvar sinnum í röð fyrir Woodley í bardaga um beltið. „Ég myndi elska að berjast við Undradrenginn. Það er bardagi sem fólkið vill sjá. Það er bardaginn sem allir eru að tala um núna. Bardagi við hann og sigur á Undradrengnum yrði risastórt fyrir minn feril. Ég myndi elska það en eins og ég hef alltaf sagt þá er ég klár í að berjast við hvern sem er af þessum bestu,“ segir Gunnar Nelson í viðtali við Fox Sports.Stephen „Wonderboy“ Thompson er efstur á styrkleikalistanum.vísir/gettySama í hvaða röð þeir koma Líklegt þykir að Gunnar, sem er í níunda sæti styrkleikalista veltivigtarinnar, berjist fyrst við einhvern af mönnunum sem eru aðeins fyrir ofan hann. Hafa nöfn eins og Dong Hyun Kim (7. sæti) og Neil Magny (6. sæti) verið nefnd til sögunnar sem og Carlos Condit sem er í fjórða sæti. Taki Gunnar þetta eðlilega milliskref yrði bardaginn á eftir því líklega á móti Thompson eða Robbie Lawler sem er í öðru sæti styrkleikalistans að því gefnu að ekkert breytist á toppnum og Woodley haldi beltinu sínu út árið. Titilbardagi gæti þá verið möguleiki snemma á næsta ári. „Það væri líka risastórt að berjast við Robbie Lawler eða bara einhvern af þessum bestu,“ segir Gunnar sem áttar sig alveg á því að hann væri að sleppa einu þrepi eða svo fari hann beint í þá bestu. En honum er alveg sama. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá veit ég alveg að ég væri að sleppa nokkrum þrepum ef ég berst við Robbie eða Undradrenginn næst. Ég kæmist hraðar að peningunum og gullinu en mér líst vel á þá hugmynd. Þegar allt kemur til alls þá trúi ég því að ég muni berjast við alla þessa gaura þannig það skipti mig ekki miklu í hvaða röð þeir koma,“ segir Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Jouban greinir eigin bardaga: Það er ekkert verra en að vera með Gunnar ofan á sér Alan Jouban fór ítarlega yfir bardagann á móti Gunnari Nelson í hlaðvarpi sínu MMA H.E.A.T. eftir tapið. 23. mars 2017 12:00 Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00 Gunnar útskýrir hversu þung höggin eru hjá Conor: „Algjörlega ruglaður kraftur“ Gunnar Nelson hefur æft með Conor McGregor og veit hversu hættuleg vinstri höndin á Íranum er. 27. mars 2017 13:00 Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30 Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
Gunnar Nelson ætlar sér að berjast tvisvar sinnum í viðbót á árinu 2017 en ef þjálfarinn hans, John Kavanagh, fær draum sinn uppfylltan og allt gengur vel gæti seinni bardaginn verið titilbardagi í lok árs. Kavanagh kallaði eftir því eftir sigurinn á Alan Jouban að Gunnar berjist næst við Stephen Thompson sem kallar sig Undradrenginn eða Wonderboy. Thompson, sem hefur grunn úr karate eins og Gunnar, er efstur á styrkleikalista veltivigtarinnar á eftir meistaranum Tyrone Woodley en er búinn að tapa tvisvar sinnum í röð fyrir Woodley í bardaga um beltið. „Ég myndi elska að berjast við Undradrenginn. Það er bardagi sem fólkið vill sjá. Það er bardaginn sem allir eru að tala um núna. Bardagi við hann og sigur á Undradrengnum yrði risastórt fyrir minn feril. Ég myndi elska það en eins og ég hef alltaf sagt þá er ég klár í að berjast við hvern sem er af þessum bestu,“ segir Gunnar Nelson í viðtali við Fox Sports.Stephen „Wonderboy“ Thompson er efstur á styrkleikalistanum.vísir/gettySama í hvaða röð þeir koma Líklegt þykir að Gunnar, sem er í níunda sæti styrkleikalista veltivigtarinnar, berjist fyrst við einhvern af mönnunum sem eru aðeins fyrir ofan hann. Hafa nöfn eins og Dong Hyun Kim (7. sæti) og Neil Magny (6. sæti) verið nefnd til sögunnar sem og Carlos Condit sem er í fjórða sæti. Taki Gunnar þetta eðlilega milliskref yrði bardaginn á eftir því líklega á móti Thompson eða Robbie Lawler sem er í öðru sæti styrkleikalistans að því gefnu að ekkert breytist á toppnum og Woodley haldi beltinu sínu út árið. Titilbardagi gæti þá verið möguleiki snemma á næsta ári. „Það væri líka risastórt að berjast við Robbie Lawler eða bara einhvern af þessum bestu,“ segir Gunnar sem áttar sig alveg á því að hann væri að sleppa einu þrepi eða svo fari hann beint í þá bestu. En honum er alveg sama. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá veit ég alveg að ég væri að sleppa nokkrum þrepum ef ég berst við Robbie eða Undradrenginn næst. Ég kæmist hraðar að peningunum og gullinu en mér líst vel á þá hugmynd. Þegar allt kemur til alls þá trúi ég því að ég muni berjast við alla þessa gaura þannig það skipti mig ekki miklu í hvaða röð þeir koma,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Jouban greinir eigin bardaga: Það er ekkert verra en að vera með Gunnar ofan á sér Alan Jouban fór ítarlega yfir bardagann á móti Gunnari Nelson í hlaðvarpi sínu MMA H.E.A.T. eftir tapið. 23. mars 2017 12:00 Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00 Gunnar útskýrir hversu þung höggin eru hjá Conor: „Algjörlega ruglaður kraftur“ Gunnar Nelson hefur æft með Conor McGregor og veit hversu hættuleg vinstri höndin á Íranum er. 27. mars 2017 13:00 Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30 Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
Jouban greinir eigin bardaga: Það er ekkert verra en að vera með Gunnar ofan á sér Alan Jouban fór ítarlega yfir bardagann á móti Gunnari Nelson í hlaðvarpi sínu MMA H.E.A.T. eftir tapið. 23. mars 2017 12:00
Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00
Gunnar útskýrir hversu þung höggin eru hjá Conor: „Algjörlega ruglaður kraftur“ Gunnar Nelson hefur æft með Conor McGregor og veit hversu hættuleg vinstri höndin á Íranum er. 27. mars 2017 13:00
Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30
Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45