Golden State Warriors var nokkuð fljótt að jafna sig á því að missa Kevin Durant í meiðsli en liðið vann áttunda leikinn í röð í nótt þegar það lagði Houston Rockets á útivelli, 113-106, í toppslag í vesturdeild NBA.
Warriors-liðið skoraði 37 stig í fyrsta leikhluta og leit aldrei um öxl en það hafði forskot í leiknum nánast frá upphafi til enda. Houston gerði tilraun til endurkomu í fjórða leikhluta en holan var of djúp.
Með sigrinum varð Golden State aðeins sjötta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem vinnur 60 leiki eða fleiri þrjú tímabil í röð en það trónir áfram á toppnum í vestrinu með 60 sigra og fjórtán töp.
Golden State fær engan tíma til að fagna sigrinum því í nótt er á dagskrá stórleikur vestursins á tímabilinu þegar liðið heimsækir San Antonio Spurs. Spurs-liðið er í öðru sæti vestursins, tveimur og hálfum sigri á eftir Golden State og getur sett mikla pressu á silfurlið síðasta tímabils með sigri í leiknum.
Steph Curry var frábær í sigrinum á Houston í nótt en hann skoraði 32 stig, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Þetta er aðeins í annað sinn í marsmánuði sem hann skorar yfir 30 stig. Klay Thompson bætti við 25 stigum fyrir gestina.
Eins og vanalega var James Harden stigahæstur í liði Houston en hann hlóð í myndarlega þrennu með 24 stigum, ellefu fráköstum og þrettán stoðsendingum.
Úrslit næturinnar:
Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 108-118
Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 114-115
Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 101-106
Atlanta Hawks - Phoenix Suns 95-91
Detroit Pistons - Miami Heat 96-97
Houston Rockets - Golden State Warriors 106-113
Portland Trail Blazers - Denver Nuggets 122

