Raddlausar konur Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2017 07:00 Ég horfði á kvikmyndastiklu um daginn. Myndin fjallar um reffilegt gengi ofurhetja og hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Ég skemmti mér vel við áhorfið. Hetjurnar börðust djarflega, tæknibrellurnar voru glæsilegar og af og til var meira að segja skotið inn brandara. En svo tók reyndar bara ein kona til máls. Ein kona og fimm karlar. Það er nefnilega svolítið merkilegt, þetta varðandi skemmtiefnið sem framleitt er fyrir okkur. Miðað við sögurnar sem valið er að segja og tilhögun á hlutverkaskipan mætti ætla að mannkynið skiptist u.þ.b. eins og í umræddri stiklu: ein kona á hverja fimm karlmenn. Mér fannst þetta fram úr hófi sárt þegar ég var barn. Í teiknimyndum, sem ekki voru stílaðar sérstaklega á stelpur, var ömurlega oft farið með kyn mitt eins og einhvers konar persónu- eða útlitseinkenni. Einn var rauðhærður, einn var bókhneigður, einn var hugrakkur leiðtogi og einn var stelpa. En svo er þetta eiginlega ekkert minna sárt núna. Konur fá of sjaldan rödd í skemmtiefni sem höfða á til allra. Bókstaflega. Manni finnst næstum því skrýtið þegar tvær konur ræða saman í kvikmynd. Og sömu sögu er að segja þegar kemur að hlutverkum sem þarfnast ekki einu sinni raddar. Hinir þöglu, hversdagslegu og hlutlausu ? lögreglumenn, húsverðir, yfirmenn, gangandi vegfarendur eru í flestum tilvikum karlar. Þeir eru normið, konur eru frávik. Ég held samt að nú séu umrótstímar. Stelpur eru í auknum mæli að hrifsa til sín orðið og þær fá sífellt sterkari hljómgrunn. Við erum nefnilega langþreyttar á því að vera undantekning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun
Ég horfði á kvikmyndastiklu um daginn. Myndin fjallar um reffilegt gengi ofurhetja og hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Ég skemmti mér vel við áhorfið. Hetjurnar börðust djarflega, tæknibrellurnar voru glæsilegar og af og til var meira að segja skotið inn brandara. En svo tók reyndar bara ein kona til máls. Ein kona og fimm karlar. Það er nefnilega svolítið merkilegt, þetta varðandi skemmtiefnið sem framleitt er fyrir okkur. Miðað við sögurnar sem valið er að segja og tilhögun á hlutverkaskipan mætti ætla að mannkynið skiptist u.þ.b. eins og í umræddri stiklu: ein kona á hverja fimm karlmenn. Mér fannst þetta fram úr hófi sárt þegar ég var barn. Í teiknimyndum, sem ekki voru stílaðar sérstaklega á stelpur, var ömurlega oft farið með kyn mitt eins og einhvers konar persónu- eða útlitseinkenni. Einn var rauðhærður, einn var bókhneigður, einn var hugrakkur leiðtogi og einn var stelpa. En svo er þetta eiginlega ekkert minna sárt núna. Konur fá of sjaldan rödd í skemmtiefni sem höfða á til allra. Bókstaflega. Manni finnst næstum því skrýtið þegar tvær konur ræða saman í kvikmynd. Og sömu sögu er að segja þegar kemur að hlutverkum sem þarfnast ekki einu sinni raddar. Hinir þöglu, hversdagslegu og hlutlausu ? lögreglumenn, húsverðir, yfirmenn, gangandi vegfarendur eru í flestum tilvikum karlar. Þeir eru normið, konur eru frávik. Ég held samt að nú séu umrótstímar. Stelpur eru í auknum mæli að hrifsa til sín orðið og þær fá sífellt sterkari hljómgrunn. Við erum nefnilega langþreyttar á því að vera undantekning.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun