Raddlausar konur Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2017 07:00 Ég horfði á kvikmyndastiklu um daginn. Myndin fjallar um reffilegt gengi ofurhetja og hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Ég skemmti mér vel við áhorfið. Hetjurnar börðust djarflega, tæknibrellurnar voru glæsilegar og af og til var meira að segja skotið inn brandara. En svo tók reyndar bara ein kona til máls. Ein kona og fimm karlar. Það er nefnilega svolítið merkilegt, þetta varðandi skemmtiefnið sem framleitt er fyrir okkur. Miðað við sögurnar sem valið er að segja og tilhögun á hlutverkaskipan mætti ætla að mannkynið skiptist u.þ.b. eins og í umræddri stiklu: ein kona á hverja fimm karlmenn. Mér fannst þetta fram úr hófi sárt þegar ég var barn. Í teiknimyndum, sem ekki voru stílaðar sérstaklega á stelpur, var ömurlega oft farið með kyn mitt eins og einhvers konar persónu- eða útlitseinkenni. Einn var rauðhærður, einn var bókhneigður, einn var hugrakkur leiðtogi og einn var stelpa. En svo er þetta eiginlega ekkert minna sárt núna. Konur fá of sjaldan rödd í skemmtiefni sem höfða á til allra. Bókstaflega. Manni finnst næstum því skrýtið þegar tvær konur ræða saman í kvikmynd. Og sömu sögu er að segja þegar kemur að hlutverkum sem þarfnast ekki einu sinni raddar. Hinir þöglu, hversdagslegu og hlutlausu ? lögreglumenn, húsverðir, yfirmenn, gangandi vegfarendur eru í flestum tilvikum karlar. Þeir eru normið, konur eru frávik. Ég held samt að nú séu umrótstímar. Stelpur eru í auknum mæli að hrifsa til sín orðið og þær fá sífellt sterkari hljómgrunn. Við erum nefnilega langþreyttar á því að vera undantekning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór
Ég horfði á kvikmyndastiklu um daginn. Myndin fjallar um reffilegt gengi ofurhetja og hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Ég skemmti mér vel við áhorfið. Hetjurnar börðust djarflega, tæknibrellurnar voru glæsilegar og af og til var meira að segja skotið inn brandara. En svo tók reyndar bara ein kona til máls. Ein kona og fimm karlar. Það er nefnilega svolítið merkilegt, þetta varðandi skemmtiefnið sem framleitt er fyrir okkur. Miðað við sögurnar sem valið er að segja og tilhögun á hlutverkaskipan mætti ætla að mannkynið skiptist u.þ.b. eins og í umræddri stiklu: ein kona á hverja fimm karlmenn. Mér fannst þetta fram úr hófi sárt þegar ég var barn. Í teiknimyndum, sem ekki voru stílaðar sérstaklega á stelpur, var ömurlega oft farið með kyn mitt eins og einhvers konar persónu- eða útlitseinkenni. Einn var rauðhærður, einn var bókhneigður, einn var hugrakkur leiðtogi og einn var stelpa. En svo er þetta eiginlega ekkert minna sárt núna. Konur fá of sjaldan rödd í skemmtiefni sem höfða á til allra. Bókstaflega. Manni finnst næstum því skrýtið þegar tvær konur ræða saman í kvikmynd. Og sömu sögu er að segja þegar kemur að hlutverkum sem þarfnast ekki einu sinni raddar. Hinir þöglu, hversdagslegu og hlutlausu ? lögreglumenn, húsverðir, yfirmenn, gangandi vegfarendur eru í flestum tilvikum karlar. Þeir eru normið, konur eru frávik. Ég held samt að nú séu umrótstímar. Stelpur eru í auknum mæli að hrifsa til sín orðið og þær fá sífellt sterkari hljómgrunn. Við erum nefnilega langþreyttar á því að vera undantekning.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun