Kínverjar kaupa 5% í Tesla Finnur Thorlacius skrifar 28. mars 2017 14:51 Tesla Model S. Tencent Holdings sem er kínverskur tæknirisi hefur keypt 5% hlut í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla fyrir 1,78 milljarða dollara, eða fyrir 196 milljarða króna. Með þessum kaupum er Tencent Holdings orðinn einn stærsti eigandinn í Tesla, en sá stærsti er forstjórinn sjálfur, Elon Musk með 21% eignarhlut. Elon Musk hefur einmitt verið að reyna að sækja meira fjármagn fyrir smíðina á Tesla Model 3 bílnum og þróun næstu bíla Tesla. Gengi hlutabréf Tesla hækkaði í gær um 2% og standa bréfin nú í 275,6 dollurum. Kínversk fyrirtæki hafa að undanförnu verið að fjárfesta mikið í rafmagnsbílaframleiðendum þar sem þau óttast sífellt strangari mengunarstaðla í heimalandinu sökum þeirrar miklu loftmengunar sem í landinu er. Sem dæmi um það eru rafmagnsbílaframleiðendurnir LeSee, NextEV, Future Mobility og Qiantu Motor sem fengið hafa fjármagn að undanförnu frá kínverskum tæknifyrirtækjum gegn hlutum í þessum fyrirtækjum. Kínverjar hafa greinilega mikla trú á framtíð rafmagnsbíla. Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent
Tencent Holdings sem er kínverskur tæknirisi hefur keypt 5% hlut í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla fyrir 1,78 milljarða dollara, eða fyrir 196 milljarða króna. Með þessum kaupum er Tencent Holdings orðinn einn stærsti eigandinn í Tesla, en sá stærsti er forstjórinn sjálfur, Elon Musk með 21% eignarhlut. Elon Musk hefur einmitt verið að reyna að sækja meira fjármagn fyrir smíðina á Tesla Model 3 bílnum og þróun næstu bíla Tesla. Gengi hlutabréf Tesla hækkaði í gær um 2% og standa bréfin nú í 275,6 dollurum. Kínversk fyrirtæki hafa að undanförnu verið að fjárfesta mikið í rafmagnsbílaframleiðendum þar sem þau óttast sífellt strangari mengunarstaðla í heimalandinu sökum þeirrar miklu loftmengunar sem í landinu er. Sem dæmi um það eru rafmagnsbílaframleiðendurnir LeSee, NextEV, Future Mobility og Qiantu Motor sem fengið hafa fjármagn að undanförnu frá kínverskum tæknifyrirtækjum gegn hlutum í þessum fyrirtækjum. Kínverjar hafa greinilega mikla trú á framtíð rafmagnsbíla.
Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent