Samkvæmt Wang hefur hann klæðst Adidas frá því hann var í grunnskóla. Þá þurfti hann að klæðast skólabúning en í staðinn fékk hann að ganga í strigaskóm sem hann krotaði svo á.
Í nýju línunni hefur Wang hannað sína eigin strigaskó, þar á meðal körfuboltaskó. Skórnir úr samstarfinu hafa ávallt slegið í gegn og eru þeir seldir í endursölu á 8.000 dollara á Ebay.
Nýja línan samanstendur af venjulegum Adidas vörum frá tíunda áratuginum sem Wang hefur gert upp á sinn einstaka hátt.



