Ósammála um hlutverk Kushner Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2017 08:09 Donald Trump og Jared Kushner. Vísir/GEttty Forsvarsmenn rússnesks ríkisbanka sem er innifalinn í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi, funduðu með tengdasyni og ráðgjafa Donald Trump í desember. Jared Kushner fundaði einnig með sendiherra Rússlands í sama mánuði. Bankinn og Hvíta húsið eru ósammála um hvers vegna Kushner var á fundinum. Kusnher, sem er giftur Ivönku Trump, hefur samþykkt að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem rannsakar nú tengsl og mögulegt samráð framboðs Donald Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Ríkisbankinn Vnesheconombank ,segir að forsvarsmenn hans hafi fundað með fulltrúum fjármálamarkaða í Evrópu, Asíu og Ameríku í fyrra og að það hafi verið liður í undirbúningi fyrir nýja viðskipaáætlun, samkvæmt frétt Reuters. Fundað hafi verið með Kushner þar sem hann er yfirmaður Kushner Companiew, fjölskyldufyrirtækisins.Ekki sammála um á hvers vegum hann sótti fundinnCNN segir hins vegar að Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hafi sagt Kushner hafa farið á fundinn sem fulltrúi Trump. Þá segir í frétt CNN að fundurinn hafi verið á milli Kushner og Sergey Gorkov, formanns bankans, sem var skipaður í stöðu sína af Vladimir Putin, forseta Rússlands. Sérfræðingar sem CNN ræddi við segja þó ekkert óeðlilegt við það að forsvarsmenn banka sem séu undir þvingunum ræði við Bandaríska embættismenn. Þvingunum hefur verið beitt gegn bankanum vegna innlimunar Rússa á Krímskaga og aðgerða þeirra í austurhluta Úkraínu. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, og tvær þingnefndir rannsaka Trump og framboð hans vegna meints samráð við yfirvöld í Rússlandi, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, Trump í vil.Margir til rannsóknar Margir af starfsmönnum Trump og framboðs hans eru til skoðunar vegna meintra tengsla við Rússa og þurfti Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, þurfti að segja af sér eftir að hafa logið til um fundi sína með sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Trump tísti í nótt um málið og velti vöngum yfir því af hverju nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, sem er ekki sama nefnd og Kushner mun fara fyrir, væri ekki að rannsaka Hillary Clinton og Rússland og sagði fregnir um meint tengsl hans og Rússa vera gabb. Meðal annars nefndi hann að Clinton hefði selt úraníum til Rússlands, eins og hann hefur margsinnis gert, en það er ekki rétt.Why isn't the House Intelligence Committee looking into the Bill & Hillary deal that allowed big Uranium to go to Russia, Russian speech....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2017 ...money to Bill, the Hillary Russian "reset," praise of Russia by Hillary, or Podesta Russian Company. Trump Russia story is a hoax. #MAGA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2017 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Sjá meira
Forsvarsmenn rússnesks ríkisbanka sem er innifalinn í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi, funduðu með tengdasyni og ráðgjafa Donald Trump í desember. Jared Kushner fundaði einnig með sendiherra Rússlands í sama mánuði. Bankinn og Hvíta húsið eru ósammála um hvers vegna Kushner var á fundinum. Kusnher, sem er giftur Ivönku Trump, hefur samþykkt að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem rannsakar nú tengsl og mögulegt samráð framboðs Donald Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Ríkisbankinn Vnesheconombank ,segir að forsvarsmenn hans hafi fundað með fulltrúum fjármálamarkaða í Evrópu, Asíu og Ameríku í fyrra og að það hafi verið liður í undirbúningi fyrir nýja viðskipaáætlun, samkvæmt frétt Reuters. Fundað hafi verið með Kushner þar sem hann er yfirmaður Kushner Companiew, fjölskyldufyrirtækisins.Ekki sammála um á hvers vegum hann sótti fundinnCNN segir hins vegar að Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hafi sagt Kushner hafa farið á fundinn sem fulltrúi Trump. Þá segir í frétt CNN að fundurinn hafi verið á milli Kushner og Sergey Gorkov, formanns bankans, sem var skipaður í stöðu sína af Vladimir Putin, forseta Rússlands. Sérfræðingar sem CNN ræddi við segja þó ekkert óeðlilegt við það að forsvarsmenn banka sem séu undir þvingunum ræði við Bandaríska embættismenn. Þvingunum hefur verið beitt gegn bankanum vegna innlimunar Rússa á Krímskaga og aðgerða þeirra í austurhluta Úkraínu. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, og tvær þingnefndir rannsaka Trump og framboð hans vegna meints samráð við yfirvöld í Rússlandi, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, Trump í vil.Margir til rannsóknar Margir af starfsmönnum Trump og framboðs hans eru til skoðunar vegna meintra tengsla við Rússa og þurfti Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, þurfti að segja af sér eftir að hafa logið til um fundi sína með sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Trump tísti í nótt um málið og velti vöngum yfir því af hverju nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, sem er ekki sama nefnd og Kushner mun fara fyrir, væri ekki að rannsaka Hillary Clinton og Rússland og sagði fregnir um meint tengsl hans og Rússa vera gabb. Meðal annars nefndi hann að Clinton hefði selt úraníum til Rússlands, eins og hann hefur margsinnis gert, en það er ekki rétt.Why isn't the House Intelligence Committee looking into the Bill & Hillary deal that allowed big Uranium to go to Russia, Russian speech....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2017 ...money to Bill, the Hillary Russian "reset," praise of Russia by Hillary, or Podesta Russian Company. Trump Russia story is a hoax. #MAGA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2017
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Sjá meira