Tesla Model Y jepplingur næsti bíll Tesla Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2017 10:09 Svona gæti Tesla Model Y jepplingurinn litið út. Elon Musk greindi frá því í síðustu viku að nú væri unnið að næsta bíl fyrirtækisins og að hann fái nafnið Model Y. Hann verður jepplingur, en á stærð við Model 3 bílinn sem er að fara í fjöldaframleiðslu nú. Model Y mun verða með vængjahurðir eins og Model X jeppinn. Því er hann hálfgert afsprengi Model 3 bílsins líkt og Model X var afspengi af Model S bílnum. Búast má við því að Model Y verði því ekki mikið dýrari en Model 3 bíllinn sem kosta á aðeins um 35.000 dollara. Framleiðsla Model Y er liður í því að koma framleiðslu Tesla bíla uppí 500.000 bíla á ári, en það mun ekki gerast á þessu ári líkt og fyrri áætlanir Elon Musk hljóðuðu uppá. Tesla hefur þá trú, líkt og margur annar bílaframleiðandinn, að flokkur litla jepplinga verði söluhæsti flokkur bíla í heiminum innan tíðar og í því ljósi kemur ekki á óvart að slíkur bíll verði fyrir valinu sem næsti framleiðslubíll Tesla. Búast þeir Tesla menn við því að Model Y verði söluhæsti bíll Tesla þegar sala hans hefst. Elon Musk greindi einnig frá því að framleiðsla á Model 3 með fjórhjóladrifi verði ekki hafin fyrr en á næsta ári og má búast við því að hann verði nokkru öflugri en Model 3 með rafmótorum aðeins á einum öxli. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður
Elon Musk greindi frá því í síðustu viku að nú væri unnið að næsta bíl fyrirtækisins og að hann fái nafnið Model Y. Hann verður jepplingur, en á stærð við Model 3 bílinn sem er að fara í fjöldaframleiðslu nú. Model Y mun verða með vængjahurðir eins og Model X jeppinn. Því er hann hálfgert afsprengi Model 3 bílsins líkt og Model X var afspengi af Model S bílnum. Búast má við því að Model Y verði því ekki mikið dýrari en Model 3 bíllinn sem kosta á aðeins um 35.000 dollara. Framleiðsla Model Y er liður í því að koma framleiðslu Tesla bíla uppí 500.000 bíla á ári, en það mun ekki gerast á þessu ári líkt og fyrri áætlanir Elon Musk hljóðuðu uppá. Tesla hefur þá trú, líkt og margur annar bílaframleiðandinn, að flokkur litla jepplinga verði söluhæsti flokkur bíla í heiminum innan tíðar og í því ljósi kemur ekki á óvart að slíkur bíll verði fyrir valinu sem næsti framleiðslubíll Tesla. Búast þeir Tesla menn við því að Model Y verði söluhæsti bíll Tesla þegar sala hans hefst. Elon Musk greindi einnig frá því að framleiðsla á Model 3 með fjórhjóladrifi verði ekki hafin fyrr en á næsta ári og má búast við því að hann verði nokkru öflugri en Model 3 með rafmótorum aðeins á einum öxli.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður