Segja samfélagsmiðla þurfa að gera meira gegn öfgum Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2017 08:51 Ráðherrar í Bretlandi segja að tæknifyrirtæki og samfélagsmiðlafyrirtæki verði að grípa til aðgerða gegn öfgum og koma í veg fyrir dreifingu áróðurs hryðjuverkasamtaka. Amber Rudd, innanríkisráðherra, segir fyrirtæki eins og Twitter, Google og Facebook þurfa að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða.Boris Johnson, utanríkisráðherra, kallar eftir því internetfyrirtæki þrói aðferðir til að bera kennsl á boðskap og áróður og fjarlægja efnið og segir „ógeðslegt“ hve illa fyrirtæki hafa staðið sig í þessum efnum. Rudd skrifaði grein í Telegraph í kjölfar Westminnsterárásarinnar. Þar segir hún að hver einasta hryðjuverkaárás staðfesti hlutverk internetsins í dreifingu efnis sem sem ýti undir ofbeldi og dreifingu áróðurs. Lögreglan í Bretlandi segir Khalid Masood, árásarmanninn í Westminnster, hafa verið einan að verki. Þó sagðist lögreglan staðráðin í að komast að því hvort hann hefði orðið fyrir áhrifum hryðjuverkasamtaka. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og sagt að Masood hafi verið „hermaður“ samtakanna. „Við þurfum hjálp frá samfélagsmiðlafyrirtækjum eins og Google, Twitter og Facebook,“ skrifaði Rudd. Hún nefndi ekki einungis risana í samfélagsmiðlaheimum, heldur einnig fyrirtæki eins og Telegram, Wordpress og Justpaste.it.Johson var í viðtali við Sunday Times þar sem hann segir „ógeðslegt“ hve illa Google og aðrir tæknirisar hafi staðið sig í að eyða efni hryðjuverkasamtaka og öfgamanna. Þessi sömu fyrirtæki birtu auglýsingar við hlið þessa áróðurs. Hann sagði fyrirtækin ekki grípa til aðgerða þegar þeim væri bent á efni hryðjuverka- og öfgasamtaka og kallaði eftir því að umrædd fyrirtæki þrói tæknilegar aðferðir til að bera kennsl á efnið og fjarlægja það. „Illskan blómstrar þegar góðir menn eru aðgerðarlausir og það er að gerast í þessu tilfelli.“Samkvæmt frétt BBC baðst yfirmaður Google í Evrópu afsökunar fyrr í mánuðinum eftir að auglýsingar birtust með efni hryðjuverkasamtaka á Youtube. Hann hét því að endurskoða stefnur Google og auka eftirlit. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Ráðherrar í Bretlandi segja að tæknifyrirtæki og samfélagsmiðlafyrirtæki verði að grípa til aðgerða gegn öfgum og koma í veg fyrir dreifingu áróðurs hryðjuverkasamtaka. Amber Rudd, innanríkisráðherra, segir fyrirtæki eins og Twitter, Google og Facebook þurfa að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða.Boris Johnson, utanríkisráðherra, kallar eftir því internetfyrirtæki þrói aðferðir til að bera kennsl á boðskap og áróður og fjarlægja efnið og segir „ógeðslegt“ hve illa fyrirtæki hafa staðið sig í þessum efnum. Rudd skrifaði grein í Telegraph í kjölfar Westminnsterárásarinnar. Þar segir hún að hver einasta hryðjuverkaárás staðfesti hlutverk internetsins í dreifingu efnis sem sem ýti undir ofbeldi og dreifingu áróðurs. Lögreglan í Bretlandi segir Khalid Masood, árásarmanninn í Westminnster, hafa verið einan að verki. Þó sagðist lögreglan staðráðin í að komast að því hvort hann hefði orðið fyrir áhrifum hryðjuverkasamtaka. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og sagt að Masood hafi verið „hermaður“ samtakanna. „Við þurfum hjálp frá samfélagsmiðlafyrirtækjum eins og Google, Twitter og Facebook,“ skrifaði Rudd. Hún nefndi ekki einungis risana í samfélagsmiðlaheimum, heldur einnig fyrirtæki eins og Telegram, Wordpress og Justpaste.it.Johson var í viðtali við Sunday Times þar sem hann segir „ógeðslegt“ hve illa Google og aðrir tæknirisar hafi staðið sig í að eyða efni hryðjuverkasamtaka og öfgamanna. Þessi sömu fyrirtæki birtu auglýsingar við hlið þessa áróðurs. Hann sagði fyrirtækin ekki grípa til aðgerða þegar þeim væri bent á efni hryðjuverka- og öfgasamtaka og kallaði eftir því að umrædd fyrirtæki þrói tæknilegar aðferðir til að bera kennsl á efnið og fjarlægja það. „Illskan blómstrar þegar góðir menn eru aðgerðarlausir og það er að gerast í þessu tilfelli.“Samkvæmt frétt BBC baðst yfirmaður Google í Evrópu afsökunar fyrr í mánuðinum eftir að auglýsingar birtust með efni hryðjuverkasamtaka á Youtube. Hann hét því að endurskoða stefnur Google og auka eftirlit.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira