Leiðtogar ESB ríkja fagna afmæli Rómarsáttmálans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. mars 2017 09:14 Leiðtogar Evrópusambandsins, ásamt Frans páfa í gærkvöldi. Vísir/EPA Leiðtogar 27 ríkja Evrópusambandsins munu hittast í dag Róm, höfuðborg Ítalíu. Er það meðal annars til þess að fagna afmæli 60 ára afmæli Rómarsáttmálans en einnig til að ræða framtíð sambandsins. BBC greinir frá. Rómarsáttmálinn svokallaði var undirritaður af leiðtogum sex ríkja árið 1957, en með honum var lagður grunninn að Evrópusambandi nútímans. Sáttmálinn kvað á um stofnun efnahagssambands Evrópu og skrifuðu sex ríki undir hann, en það voru Belgía, Frakkland, Ítalía, Lúxemborg, Holland og Vestur-Þýskaland. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sem er 28. ríki sambandsins, mun ekki mæta á fundinn vegna Brexit málsins. Að loknum fundi í dag munu leiðtogar sambandsins rita nöfn sín undir sameiginlega yfirlýsingu til heiðurs sáttmálanum þar sem ríkin munu leggja áherslu á staðfestu sína og áhuga á nánari Evrópusamruna og sterkara Evrópusambandi. Öryggisráðstafanir hafa verið hertar til muna í borginni, eftir árásina í London síðastliðinn miðvikudag. Leiðtogarnir hittu meðal annars Frans páfa í gærkvöldi, í Vatíkaninu og hvatti páfinn leiðtogana til þess að horfa til framtíðar en ekki fortíðar og varast hið falska öryggi sem popúlistar í stjórnmálum lofa borgurum um þessar mundir. Bandarísk yfirvöld sendu leiðtogum sambandsins hamingjukveðjur í yfirlýsingu þar sem stóð meðal annars að þau óskuðu þess að næstu 60 ár yrðu jafn farsæl og síðustu 60 ár, með auknu öryggi og hagsæld fyrir Evrópubúa. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Leiðtogar 27 ríkja Evrópusambandsins munu hittast í dag Róm, höfuðborg Ítalíu. Er það meðal annars til þess að fagna afmæli 60 ára afmæli Rómarsáttmálans en einnig til að ræða framtíð sambandsins. BBC greinir frá. Rómarsáttmálinn svokallaði var undirritaður af leiðtogum sex ríkja árið 1957, en með honum var lagður grunninn að Evrópusambandi nútímans. Sáttmálinn kvað á um stofnun efnahagssambands Evrópu og skrifuðu sex ríki undir hann, en það voru Belgía, Frakkland, Ítalía, Lúxemborg, Holland og Vestur-Þýskaland. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sem er 28. ríki sambandsins, mun ekki mæta á fundinn vegna Brexit málsins. Að loknum fundi í dag munu leiðtogar sambandsins rita nöfn sín undir sameiginlega yfirlýsingu til heiðurs sáttmálanum þar sem ríkin munu leggja áherslu á staðfestu sína og áhuga á nánari Evrópusamruna og sterkara Evrópusambandi. Öryggisráðstafanir hafa verið hertar til muna í borginni, eftir árásina í London síðastliðinn miðvikudag. Leiðtogarnir hittu meðal annars Frans páfa í gærkvöldi, í Vatíkaninu og hvatti páfinn leiðtogana til þess að horfa til framtíðar en ekki fortíðar og varast hið falska öryggi sem popúlistar í stjórnmálum lofa borgurum um þessar mundir. Bandarísk yfirvöld sendu leiðtogum sambandsins hamingjukveðjur í yfirlýsingu þar sem stóð meðal annars að þau óskuðu þess að næstu 60 ár yrðu jafn farsæl og síðustu 60 ár, með auknu öryggi og hagsæld fyrir Evrópubúa.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira