Hannes: Ég get viðurkennt létti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 22:31 Ísland vann frábæran 2-1 sigur á Kósóvó í Albaníu í kvöld. Sigurinn var tæpur en strákarnir okkar þurftu að hafa mikið fyrir honum gegn seigu liði Kósóvó. „Þetta var frábær sigur en erfiður. Við komum inn í þennan leik sem sigurstranglegri aðilinn en það er fleira sem kom til - við vorum í vandræðum vegna meiðsla og þeir að bæta við mannskapinn hjá sér,“ sagði Hannes eftir leikinn í kvöld. „Við vissum því ekki alveg hvað við myndum fá frá þeim. Kósóvó er með hörkulið og þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem er. Það er því gríðarlega sterkt að fara héðan með þrjú stig.“ Hannes Þór hrósaði varnarlínu íslenska liðsins sem stóð í ströngu allan leikinn í kvöld. „Hún var þétt og öflug. Það var kraftur í liði Kósóvó en þeir komust samt í mjög fá opin færi. Eitthvað hafa varnarmennirnir fyrir framan mig verið að gera rétt því pressan var mikil en þeir sluppu ekkert í gegn.“ Hann segir að það hafi í raun breytt litlu fyrir hann þó svo að Kósóvó hefði tekið inn þrjá nýja framherja í leikmannahópinn fyrir þennan leik. „Það er vissulega óþægilegra en yfirleitt kíki ég rétt yfir nokkur myndbönd af aukaspyrnu og hornaspyrnum og svo tekst ég bara á við það sem kemur í leiknum. Þetta var engin undantekning á því.“ „En auðvitað er alltaf betra að þekkja andstæðinginn og það gerir það að verkum að þessi sigur er extra sætur og sterkur. Það var margt að varast í aðdraganda leiksins og þetta var stórhættulegur leikur.“ Valon Berisha átti stórhættulegt skot í stöðunni 0-0 sem strauk ofanverða slána á íslenska markinu. „Ég var allan tímann með hann og hefði varið hann ef hann hefði verið á leiðinni inn. Við skulum því skrá þetta sem varið skot,“ sagði Hannes og brosti. Hann dró svo reyndar í land. „Nei, þetta var gott skot hjá honum. Ég hugsa að ég hefði verið í basli ef hann hefði hitt á rammann þarna. Ég get viðurkennt að það var léttir að sjá skotið fara yfir.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17 Björn Bergmann fjórði bróðirinn sem skorar fyrir landsliðið Björn Bergmann Sigurðarson kom Íslandi á bragðið gegn Kósóvó í leik í undankeppni HM. Staðan í hálfleik er 0-2, Íslendingum í vil. 24. mars 2017 20:43 Kári: Nú er bara að vinna Króata Kára Árnasyni var létt í leikslok eftir erfiðan, en mikilvægan sigur gegn Kósóvó, 2-1, í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram sumarið 2018. 24. mars 2017 22:25 Heimir: Það lið sem vanmetur Kósóvó fær það beint í andlitið "Kósóvó er með gott lið og við höfum verið að segja fólki frá því en það trúði því svona mismikið,“ sagði brosmildur landsliðsþjálfari, Heimir Hallgrímsson, eftir sigurinn sæta í kvöld. 24. mars 2017 22:25 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Sjá meira
Ísland vann frábæran 2-1 sigur á Kósóvó í Albaníu í kvöld. Sigurinn var tæpur en strákarnir okkar þurftu að hafa mikið fyrir honum gegn seigu liði Kósóvó. „Þetta var frábær sigur en erfiður. Við komum inn í þennan leik sem sigurstranglegri aðilinn en það er fleira sem kom til - við vorum í vandræðum vegna meiðsla og þeir að bæta við mannskapinn hjá sér,“ sagði Hannes eftir leikinn í kvöld. „Við vissum því ekki alveg hvað við myndum fá frá þeim. Kósóvó er með hörkulið og þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem er. Það er því gríðarlega sterkt að fara héðan með þrjú stig.“ Hannes Þór hrósaði varnarlínu íslenska liðsins sem stóð í ströngu allan leikinn í kvöld. „Hún var þétt og öflug. Það var kraftur í liði Kósóvó en þeir komust samt í mjög fá opin færi. Eitthvað hafa varnarmennirnir fyrir framan mig verið að gera rétt því pressan var mikil en þeir sluppu ekkert í gegn.“ Hann segir að það hafi í raun breytt litlu fyrir hann þó svo að Kósóvó hefði tekið inn þrjá nýja framherja í leikmannahópinn fyrir þennan leik. „Það er vissulega óþægilegra en yfirleitt kíki ég rétt yfir nokkur myndbönd af aukaspyrnu og hornaspyrnum og svo tekst ég bara á við það sem kemur í leiknum. Þetta var engin undantekning á því.“ „En auðvitað er alltaf betra að þekkja andstæðinginn og það gerir það að verkum að þessi sigur er extra sætur og sterkur. Það var margt að varast í aðdraganda leiksins og þetta var stórhættulegur leikur.“ Valon Berisha átti stórhættulegt skot í stöðunni 0-0 sem strauk ofanverða slána á íslenska markinu. „Ég var allan tímann með hann og hefði varið hann ef hann hefði verið á leiðinni inn. Við skulum því skrá þetta sem varið skot,“ sagði Hannes og brosti. Hann dró svo reyndar í land. „Nei, þetta var gott skot hjá honum. Ég hugsa að ég hefði verið í basli ef hann hefði hitt á rammann þarna. Ég get viðurkennt að það var léttir að sjá skotið fara yfir.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17 Björn Bergmann fjórði bróðirinn sem skorar fyrir landsliðið Björn Bergmann Sigurðarson kom Íslandi á bragðið gegn Kósóvó í leik í undankeppni HM. Staðan í hálfleik er 0-2, Íslendingum í vil. 24. mars 2017 20:43 Kári: Nú er bara að vinna Króata Kára Árnasyni var létt í leikslok eftir erfiðan, en mikilvægan sigur gegn Kósóvó, 2-1, í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram sumarið 2018. 24. mars 2017 22:25 Heimir: Það lið sem vanmetur Kósóvó fær það beint í andlitið "Kósóvó er með gott lið og við höfum verið að segja fólki frá því en það trúði því svona mismikið,“ sagði brosmildur landsliðsþjálfari, Heimir Hallgrímsson, eftir sigurinn sæta í kvöld. 24. mars 2017 22:25 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Sjá meira
Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17
Björn Bergmann fjórði bróðirinn sem skorar fyrir landsliðið Björn Bergmann Sigurðarson kom Íslandi á bragðið gegn Kósóvó í leik í undankeppni HM. Staðan í hálfleik er 0-2, Íslendingum í vil. 24. mars 2017 20:43
Kári: Nú er bara að vinna Króata Kára Árnasyni var létt í leikslok eftir erfiðan, en mikilvægan sigur gegn Kósóvó, 2-1, í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram sumarið 2018. 24. mars 2017 22:25
Heimir: Það lið sem vanmetur Kósóvó fær það beint í andlitið "Kósóvó er með gott lið og við höfum verið að segja fólki frá því en það trúði því svona mismikið,“ sagði brosmildur landsliðsþjálfari, Heimir Hallgrímsson, eftir sigurinn sæta í kvöld. 24. mars 2017 22:25
Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30
Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12
Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44
Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02
Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08