Kári: Nú er bara að vinna Króata Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 22:25 Kára Árnasyni var létt í leikslok eftir erfiðan, en mikilvægan sigur gegn Kósóvó, 2-1, í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram sumarið 2018. „Mér er létt. Þetta var mjög erfiður leikur og við vissum það fyrirfram," sagði Kári í samtali við íþróttadeild 365 eftir leikinn ytra í kvöld. „Við vissum að við urðum að vinna þennan leik hér í kvöld til þess að vera í einhverju stríði að vinna riðlinn. Ég var mjög ánægður að ná að klára þetta." „Mér fannst við ekki byrja leikinn nægilega vel, en við komumst svo inn í hann og skoruðum tvö góð mörk. Við náðum að halda út fyrri hálfleikinn." „Síðan byrjum við síðari hálfleikinn aftur illa og við hleypum þeim inn í leikinn á frekar slæman hátt. Þeir fá nokkur færi á undan, eru rangstæðir og við vorum að bjóða hættunni heim með að vera með allt niðrum okkur þarna." Hvorki Kári né samherji hans í miðri vörninni, Ragnar Sigurðsson, hafa verið að spila mikið að undanförnu, en Kári segir að hann og Ragnar hafi spilað það oft saman að það skipti ekki ölllu. „Við náðum að halda út og það var eina sem skiptir máli. Ég og Raggi erum orðnir mjög vanir að spila saman. Það er allt mjög þægilegt á milli okkar." „Það sem gerist þegar þú ert ekki í nægilega góðu leikformi þá ertu lengur að taka ákvarðanir. Það vottaði fyrir því í leiknum hjá okkur, en þetta er oftast bara lítil atriði sem koma ekki að sök." Ísland lenti i smá erfiðleikum með Atdhe Nuhiu, en Kári hafði spilað við hann áður í ensku B-deildinni. Hann segir hann erfiðan viðureignar. „Ég hef spilað við hann áður í ensku deildinni. Hann er mjög erfiður viðureignar og það er spurning hvort við leggjum þetta upp öðruvísi næst þegar við spilum á móti honum. Það er erfitt að eiga við svona stóra og sterka stráka og fórna einum úr öftustu línu til þess að eiga við hann." Mark Kósóvó kom snemma í síðari hálfleik og Kári rifjaði það aðeins upp fyrir okkur hvernig það kom fyrir hans sjónir í vörninni. „Við erum að verjast fyrirgjöfum endalaust og náum að hreinsa tvisvar held ég, en svo berst boltinn aftur út. Við náum ekki að setja pressu á fyrirgjöfina og stóri strákurinn festir sig á Ara. Góð fyrirgjöf og vel klárað." „Þetta var bara erfiður leikur. Það er langt síðan við spiluðum saman og það vottaði fyrir því. Einnig vorum við með einhverja fjarri góðu gamni og þetta er hörkulið. Lið eiga eftir að tapa stigum hér og það er alveg ljóst. Við vörðumst ágætlega, en það er verst að halda ekki hreinu." „Nú er bara að vinna Króatana heima í sumar," sagði Kári kokhraustur að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Kára Árnasyni var létt í leikslok eftir erfiðan, en mikilvægan sigur gegn Kósóvó, 2-1, í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram sumarið 2018. „Mér er létt. Þetta var mjög erfiður leikur og við vissum það fyrirfram," sagði Kári í samtali við íþróttadeild 365 eftir leikinn ytra í kvöld. „Við vissum að við urðum að vinna þennan leik hér í kvöld til þess að vera í einhverju stríði að vinna riðlinn. Ég var mjög ánægður að ná að klára þetta." „Mér fannst við ekki byrja leikinn nægilega vel, en við komumst svo inn í hann og skoruðum tvö góð mörk. Við náðum að halda út fyrri hálfleikinn." „Síðan byrjum við síðari hálfleikinn aftur illa og við hleypum þeim inn í leikinn á frekar slæman hátt. Þeir fá nokkur færi á undan, eru rangstæðir og við vorum að bjóða hættunni heim með að vera með allt niðrum okkur þarna." Hvorki Kári né samherji hans í miðri vörninni, Ragnar Sigurðsson, hafa verið að spila mikið að undanförnu, en Kári segir að hann og Ragnar hafi spilað það oft saman að það skipti ekki ölllu. „Við náðum að halda út og það var eina sem skiptir máli. Ég og Raggi erum orðnir mjög vanir að spila saman. Það er allt mjög þægilegt á milli okkar." „Það sem gerist þegar þú ert ekki í nægilega góðu leikformi þá ertu lengur að taka ákvarðanir. Það vottaði fyrir því í leiknum hjá okkur, en þetta er oftast bara lítil atriði sem koma ekki að sök." Ísland lenti i smá erfiðleikum með Atdhe Nuhiu, en Kári hafði spilað við hann áður í ensku B-deildinni. Hann segir hann erfiðan viðureignar. „Ég hef spilað við hann áður í ensku deildinni. Hann er mjög erfiður viðureignar og það er spurning hvort við leggjum þetta upp öðruvísi næst þegar við spilum á móti honum. Það er erfitt að eiga við svona stóra og sterka stráka og fórna einum úr öftustu línu til þess að eiga við hann." Mark Kósóvó kom snemma í síðari hálfleik og Kári rifjaði það aðeins upp fyrir okkur hvernig það kom fyrir hans sjónir í vörninni. „Við erum að verjast fyrirgjöfum endalaust og náum að hreinsa tvisvar held ég, en svo berst boltinn aftur út. Við náum ekki að setja pressu á fyrirgjöfina og stóri strákurinn festir sig á Ara. Góð fyrirgjöf og vel klárað." „Þetta var bara erfiður leikur. Það er langt síðan við spiluðum saman og það vottaði fyrir því. Einnig vorum við með einhverja fjarri góðu gamni og þetta er hörkulið. Lið eiga eftir að tapa stigum hér og það er alveg ljóst. Við vörðumst ágætlega, en það er verst að halda ekki hreinu." „Nú er bara að vinna Króatana heima í sumar," sagði Kári kokhraustur að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17
Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30
Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12
Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44
Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08