Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 22:12 Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. „Þetta var rosalega mikilvægur sigur fyrir okkur og að fá þessi þrjú stig í þessari baráttu sem við erum í. Að skora var svo bara frábært," sagði Björn í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Þetta var ekki fallegur leikur, en við unnum þetta á baráttunni og liðsandanum. Mér fannst við standa saman og eiga þetta skilið." Björn segir að þeir hafi gert sér grein fyrir því að þetta yrði mikil barátta og Björn var sáttur við framlag framherjana. „Við vissum þetta fyrir leikinn að þetta yrði vinnsla allan leikinn og svo er ég auðvitað í miðju undirbúningstímabili núna þannig að ég var alveg búinn þegar ég fór útaf."Þessi treyja verður sannarlega minjagripur.Vísir/E. Stefán„Mér fannst við Viðar vera duglegir þarna frammi og ég gerði mitt," en missti hann aldrei sjónar á boltanum þegar hann fylgdi á eftir skoti Gylfa og skoraði sitt fyrsta mark? Sjá einnig: Björn Bergmann fjórði bróðirinn sem skorar fyrir landsliðið „Nei, ég sá skotið hjá Gylfa og ég vonaði að það færi inn, en ég var alltaf klár. Þú veist að Gylfi skýtur á fjær þarna þá ertu kominn og pikkar honum inn." Þessi sigur var gífurlega mikilvægur fyrir liðið og stöðuna í riðlinum, en Björn segir að leikmenn ætli að fara sér hægt í framhaldinu. „Við tökum einn dag í einu. Við tökum næsta leik í júní og það verður stórleikur. Við gerum okkar besta," en liðið mætir Króatíu á Laugardalsvelli í júní. Blaðamaður Vísis gat ekki sleppt Birni án þess að spyrja hann út í stafsetningarvilluna á búningi hans. Það var einu s-i ofaukið á búningnum - þar sem stóð Sigurðarsson en átti auðvitað að vera Sigurðarson. „Ég tók ekki eftir því," sagði Björn Bergmann og hló mikið: „Ég tek hana með mér heim!" HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. „Þetta var rosalega mikilvægur sigur fyrir okkur og að fá þessi þrjú stig í þessari baráttu sem við erum í. Að skora var svo bara frábært," sagði Björn í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Þetta var ekki fallegur leikur, en við unnum þetta á baráttunni og liðsandanum. Mér fannst við standa saman og eiga þetta skilið." Björn segir að þeir hafi gert sér grein fyrir því að þetta yrði mikil barátta og Björn var sáttur við framlag framherjana. „Við vissum þetta fyrir leikinn að þetta yrði vinnsla allan leikinn og svo er ég auðvitað í miðju undirbúningstímabili núna þannig að ég var alveg búinn þegar ég fór útaf."Þessi treyja verður sannarlega minjagripur.Vísir/E. Stefán„Mér fannst við Viðar vera duglegir þarna frammi og ég gerði mitt," en missti hann aldrei sjónar á boltanum þegar hann fylgdi á eftir skoti Gylfa og skoraði sitt fyrsta mark? Sjá einnig: Björn Bergmann fjórði bróðirinn sem skorar fyrir landsliðið „Nei, ég sá skotið hjá Gylfa og ég vonaði að það færi inn, en ég var alltaf klár. Þú veist að Gylfi skýtur á fjær þarna þá ertu kominn og pikkar honum inn." Þessi sigur var gífurlega mikilvægur fyrir liðið og stöðuna í riðlinum, en Björn segir að leikmenn ætli að fara sér hægt í framhaldinu. „Við tökum einn dag í einu. Við tökum næsta leik í júní og það verður stórleikur. Við gerum okkar besta," en liðið mætir Króatíu á Laugardalsvelli í júní. Blaðamaður Vísis gat ekki sleppt Birni án þess að spyrja hann út í stafsetningarvilluna á búningi hans. Það var einu s-i ofaukið á búningnum - þar sem stóð Sigurðarsson en átti auðvitað að vera Sigurðarson. „Ég tók ekki eftir því," sagði Björn Bergmann og hló mikið: „Ég tek hana með mér heim!"
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30
Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44
Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08