Arnar Björnsson hitti Kósóvann Ervin Shala að máli í vinnunni sinni í dag en hann er spenntur fyrir leiknum í kvöld eins og allir Íslendingar.
„Þjálfarinn segir að Ísland sé líklegra liðið en á sama tíma kæmi ekki á óvart ef Kósóvó fengi stig eða myndi vinna leikinn. Liðið hefur sýnt að það getur spilað vel. Svona Barcelona og Liverpool-stíll. Bara pressa og tiki taka dæmi. Það vantar samt smá hörku í strákana og vörnin er ekki nógu góð,“ segir Ervin.
„Kósóvar eru mjög hrifnir af íslenska liðinu og víkingaklappinu.“
Sjá má þetta skemmtilega viðtal Arnars hér að ofan.
