Glæpamaður Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 25. mars 2017 07:00 Árásarmaður lagði til atlögu við breska þingið í Westminster í vikunni. Áður hafði maðurinn keyrt inn í þvögu gangandi fólks á Westminster-brú sem liggur að þinghúsinu. Fjögur fórnarlömb liggja í valnum og tugir eru sárir. Árásarmaðurinn ætlaði sér augljóslega inn í þinghúsið sjálft. Gríðarleg fréttaumfjöllun hefur verið um málið. Fréttastöðvar í Bretlandi og annars staðar lögðu önnur mál til hliðar og sýndu beint frá vettvangi atburða. Blöð og vefsíður voru undirlögð. Leiðtogar ríkja í öllum heimsins hornum kepptust við að votta Bretum samúð sína. Íslamska ríkið var snöggt til að lýsa ábyrgð á verknaðinum. Hryðjuverkaógnin hafði enn og aftur gert vart við sig svo um munaði í Evrópu. Breska lögreglan lét ekki á sér standa að skilgreina verknaðinn sem hryðjuverk. Ef nánar er að gáð er hins vegar fín lína milli svokallaðra hryðjuverka og venjulegra glæpa. Sá sem verknaðinn framdi virðist ekki hafa verið sérlega trúrækinn, eða að minnsta kosti ekki það sem kalla mætti öfgamúslima, hann reykti og drakk og hafði aðra lesti sem litnir eru hornauga meðal strangtrúaðra. Hann var heldur aldeilis ekki með hreint sakavottorð og hafði komist ítrekað í kast við lögin. Meðal þeirra glæpa sem hann hafði framið voru alvarlegar líkamsárásir. Var hann þá ótíndur glæpamaður eða hryðjuverkamaður? Við þetta má bæta að í stórborgum, eins og London, eru alvarlegir ofbeldisglæpir næstum daglegt brauð. Aðeins nokkrum dögum áður hafði óður maður myrt ungbarn og sært annað með hamri. Það atvik fékk ekki sambærilega athygli og það fá heldur ekki aðrir ofbeldisglæpir. Eftir situr að margfalt meiri líkur eru á því að stórborgarbúi láti lífið af slysförum eða sökum lífsstílssjúkdóma en af völdum hryðjuverka eða glæpa. Stjórnmálamenn eru þó ekki mikið að vekja athygli á því á Twitter eða öðrum samskiptamiðlum. Stríð gegn hryðjuverkum virðist líklegra til að tryggja endurkjör en herör gegn offitu. Fjölmiðlar þurfa að horfa í eigin barm í þessum efnum. Þeir gefa svokölluðum hryðjuverkamönnum eftir sviðið. Þeir nærast á athyglinni og ná markmiði sínu að dreifa hræðslu og hafa áhrif á daglegt líf fólks. Í Bretlandi á tímum Írska lýðveldishersins var farin sú leið að kalla hryðjuverkamenn á þeirra vegum ótínda glæpamenn. Flestir eru á því að vel hafi tekist að vinda ofan af samúð með málstað þeirra, enda heyra voðaverk af þeirra hálfu vonandi sögunni til. Með því að endurtaka í sífellu að árásarmenn eins og sá í London séu „íslamskir hryðjuverkamenn“ eða eitthvað í þá átt er óbeint verið að réttlæta verknaðinn og gefa í skyn að þeir vinni voðaverk í þágu einhvers málstaðar. Það gera þeir ekki. Hryðjuverkamenn eru ekkert annað en ótíndir glæpamenn og eiga að vera meðhöndlaðir sem slíkir. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Árásarmaður lagði til atlögu við breska þingið í Westminster í vikunni. Áður hafði maðurinn keyrt inn í þvögu gangandi fólks á Westminster-brú sem liggur að þinghúsinu. Fjögur fórnarlömb liggja í valnum og tugir eru sárir. Árásarmaðurinn ætlaði sér augljóslega inn í þinghúsið sjálft. Gríðarleg fréttaumfjöllun hefur verið um málið. Fréttastöðvar í Bretlandi og annars staðar lögðu önnur mál til hliðar og sýndu beint frá vettvangi atburða. Blöð og vefsíður voru undirlögð. Leiðtogar ríkja í öllum heimsins hornum kepptust við að votta Bretum samúð sína. Íslamska ríkið var snöggt til að lýsa ábyrgð á verknaðinum. Hryðjuverkaógnin hafði enn og aftur gert vart við sig svo um munaði í Evrópu. Breska lögreglan lét ekki á sér standa að skilgreina verknaðinn sem hryðjuverk. Ef nánar er að gáð er hins vegar fín lína milli svokallaðra hryðjuverka og venjulegra glæpa. Sá sem verknaðinn framdi virðist ekki hafa verið sérlega trúrækinn, eða að minnsta kosti ekki það sem kalla mætti öfgamúslima, hann reykti og drakk og hafði aðra lesti sem litnir eru hornauga meðal strangtrúaðra. Hann var heldur aldeilis ekki með hreint sakavottorð og hafði komist ítrekað í kast við lögin. Meðal þeirra glæpa sem hann hafði framið voru alvarlegar líkamsárásir. Var hann þá ótíndur glæpamaður eða hryðjuverkamaður? Við þetta má bæta að í stórborgum, eins og London, eru alvarlegir ofbeldisglæpir næstum daglegt brauð. Aðeins nokkrum dögum áður hafði óður maður myrt ungbarn og sært annað með hamri. Það atvik fékk ekki sambærilega athygli og það fá heldur ekki aðrir ofbeldisglæpir. Eftir situr að margfalt meiri líkur eru á því að stórborgarbúi láti lífið af slysförum eða sökum lífsstílssjúkdóma en af völdum hryðjuverka eða glæpa. Stjórnmálamenn eru þó ekki mikið að vekja athygli á því á Twitter eða öðrum samskiptamiðlum. Stríð gegn hryðjuverkum virðist líklegra til að tryggja endurkjör en herör gegn offitu. Fjölmiðlar þurfa að horfa í eigin barm í þessum efnum. Þeir gefa svokölluðum hryðjuverkamönnum eftir sviðið. Þeir nærast á athyglinni og ná markmiði sínu að dreifa hræðslu og hafa áhrif á daglegt líf fólks. Í Bretlandi á tímum Írska lýðveldishersins var farin sú leið að kalla hryðjuverkamenn á þeirra vegum ótínda glæpamenn. Flestir eru á því að vel hafi tekist að vinda ofan af samúð með málstað þeirra, enda heyra voðaverk af þeirra hálfu vonandi sögunni til. Með því að endurtaka í sífellu að árásarmenn eins og sá í London séu „íslamskir hryðjuverkamenn“ eða eitthvað í þá átt er óbeint verið að réttlæta verknaðinn og gefa í skyn að þeir vinni voðaverk í þágu einhvers málstaðar. Það gera þeir ekki. Hryðjuverkamenn eru ekkert annað en ótíndir glæpamenn og eiga að vera meðhöndlaðir sem slíkir. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun