Landsliðsmenn Kósóvó eiga landsleiki með sjö mismunandi þjóðum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 18:00 Slegið á létta strengi á æfingu landsliðs Kósóvó í gær. Vísir/EPA Innan við ár er síðan að Kósóvó fékk fulla inngöngu í Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og þar með heimild til að taka þátt í alþjóðlegum keppnum. Kósóvó mætir Íslandi í undankeppni HM 2018 í kvöld og fer leikurinn fram í nágrannalandinu Albaníu. Stríðið á Balkansskaganum og langverandi átök í Kósóvó gerðu það að verkum að mikill fólksflótti var frá svæðinu til annarra landa í Evrópu. Af þeim sökum eru víða ungir knattspyrnumenn sem ólust að stærstum hluta í öðrum löndum að heiðra gamla föðurlandið með því að spila fyrir landslið Kósóvó. Fjölþjóðlegur bakgrunnur 23 manna leikmannahóps Kósóvó fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld blasir við þegar hópurinn er skoðaður. Alls eiga átján leikmenn í hópnum landsleiki, ýmist A-landsleiki eða með yngri landsliðum, með samtals sjö öðrum þjóðum. Sjá einnig: Framherjinn frá Schalke kominn með leikheimild og má spila á móti Íslandi í kvöld Þar af eru átta sem hafa leikið með A-landsliðum annarra landa en flestir þeirra hafa spilað með Albaníu enda tengsl þessara tveggja landa afar náin. Margir íbúar Kósóvó líta raunar enn þann daginn í dag á landslið Albaníu sem þeirra eigið landslið og fjölmargir leikmenn albanska liðsins fæddust í Kósóvó eða eiga foreldra sem eru þaðan. Þó eru sumir í núverandi landsliðshópi Kósóvó sem ákváðu að sækja um leikheimild með hinu nýja landsliði þegar það var sett á laggirnar. Meðal þeirra má nefna markvörðinn Samir Ujkani, sem einnig er fyrirliði Kósóvó, varnarmennina Amir Rrahmani og Fidan Aliti, miðjumanninn Milot Rashica og sóknarmanninn Besart Berisha. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn Kósóvó sem eiga landsleiki að baki með öðrum þjóðum.Markverðir: Samir Ujkani (Albanía A, U21) Adis Nurković (Bosnía A, U21)Varnarmenn: Fanol Përdedaj (Þýskaland U21) Leart Paqarada (Þýskaland U21, Albanía U21) Amir Rrahmani (Albanía A, U21) Fidan Aliti (Albanía A) Mërgim Vojvoda (Albanía U21)Miðjumenn: Valon Berisha (Noregur A, U15-23) Bersant Celina (Noregur U15-21) Milot Rashica (Albanía A, U17-21) Herolind Shala (Noregur U17-21, Albanía A, U21) Arber Zeneli (Svíþjóð U17-21) Hekuran Kryeziu (Sviss U17-21)Framherjar: Vedat Muriqi (Albanía U21) Elba Rashani (Noregur U17-21) Besart Berisha (Albanía A) Atdhe Nuhiu (Austurríki U19-21) Donis Avdijaj (Þýskaland U16-19) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Innan við ár er síðan að Kósóvó fékk fulla inngöngu í Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og þar með heimild til að taka þátt í alþjóðlegum keppnum. Kósóvó mætir Íslandi í undankeppni HM 2018 í kvöld og fer leikurinn fram í nágrannalandinu Albaníu. Stríðið á Balkansskaganum og langverandi átök í Kósóvó gerðu það að verkum að mikill fólksflótti var frá svæðinu til annarra landa í Evrópu. Af þeim sökum eru víða ungir knattspyrnumenn sem ólust að stærstum hluta í öðrum löndum að heiðra gamla föðurlandið með því að spila fyrir landslið Kósóvó. Fjölþjóðlegur bakgrunnur 23 manna leikmannahóps Kósóvó fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld blasir við þegar hópurinn er skoðaður. Alls eiga átján leikmenn í hópnum landsleiki, ýmist A-landsleiki eða með yngri landsliðum, með samtals sjö öðrum þjóðum. Sjá einnig: Framherjinn frá Schalke kominn með leikheimild og má spila á móti Íslandi í kvöld Þar af eru átta sem hafa leikið með A-landsliðum annarra landa en flestir þeirra hafa spilað með Albaníu enda tengsl þessara tveggja landa afar náin. Margir íbúar Kósóvó líta raunar enn þann daginn í dag á landslið Albaníu sem þeirra eigið landslið og fjölmargir leikmenn albanska liðsins fæddust í Kósóvó eða eiga foreldra sem eru þaðan. Þó eru sumir í núverandi landsliðshópi Kósóvó sem ákváðu að sækja um leikheimild með hinu nýja landsliði þegar það var sett á laggirnar. Meðal þeirra má nefna markvörðinn Samir Ujkani, sem einnig er fyrirliði Kósóvó, varnarmennina Amir Rrahmani og Fidan Aliti, miðjumanninn Milot Rashica og sóknarmanninn Besart Berisha. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn Kósóvó sem eiga landsleiki að baki með öðrum þjóðum.Markverðir: Samir Ujkani (Albanía A, U21) Adis Nurković (Bosnía A, U21)Varnarmenn: Fanol Përdedaj (Þýskaland U21) Leart Paqarada (Þýskaland U21, Albanía U21) Amir Rrahmani (Albanía A, U21) Fidan Aliti (Albanía A) Mërgim Vojvoda (Albanía U21)Miðjumenn: Valon Berisha (Noregur A, U15-23) Bersant Celina (Noregur U15-21) Milot Rashica (Albanía A, U17-21) Herolind Shala (Noregur U17-21, Albanía A, U21) Arber Zeneli (Svíþjóð U17-21) Hekuran Kryeziu (Sviss U17-21)Framherjar: Vedat Muriqi (Albanía U21) Elba Rashani (Noregur U17-21) Besart Berisha (Albanía A) Atdhe Nuhiu (Austurríki U19-21) Donis Avdijaj (Þýskaland U16-19)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira