Enski landsliðsmaðurinn Dele Alli hjá Tottenham fékk þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk á móti Gent 23. febrúar síðastliðinn.
Alli var rekinn af velli í seinni leiknum á móti Gent í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Þetta þriggja leikja bann þýðir að Tottenham verður án Dele Alli í fyrstu þremur Evrópuleikjum sínum á næsta tímabili sem verða væntanlega í Meistaradeildinni.
Tottenham er eins og er í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni og á mjög góða möguleika á því að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Arsenal fékk einnig fimm þúsund evra sekt vegna þess að stuðningsmenn hlupu inn á völlinn í seinni leiknum á móti Bayern München í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Bayern München fékk aftur á móti þrjú þúsund evra sekt þar sem að stuðningsmenn þýska félagsins voru staðnir af því að henda hlutum inn á völlinn í sama leik.
Dele Alli hefur skorað 17 mörk og gefið 8 stoðsendingar í 39 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu en hann heldur upp á 21 árs afmælið sitt í næsta mánuði.
Dele Alli dæmdur í þriggja leikja bann
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn

Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn

„Galið og fáránlegt“
Íslenski boltinn




Keflavík fær bandarískan framherja
Körfubolti


ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni
Íslenski boltinn