San Antonio Spurs vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Memphis Grizzlies, 97-90, á heimavelli.
Spurs heldur áfram að nálgast Golden State á toppnum en liðið gerir nú harða atlögu að efsta sætinu sem Golden State er búið að hafa í allan vetur.
LaMarcus Aldridge skoraði 23 stig og tók átta fráköst fyrir Spurs en Kawi Leonard skoraði 19 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Mike Conley var stigahæstur gestanna með 22 stig.
Spurs-liðið skoraði eina fallegustu körfu tímabilsins í leiknum en hún var afskaplega lýsandi fyrir þetta magnaða lið sem hefur nú enn eitt tímabilið unnið meira en 50 leiki.
Kawhi Leonard vann boltann í vörninni og án þess að drippla boltanum einu sinni fóru heimamenn í magnað hraðaupphlaup sem Ástralinn Patty Mills batt endahnútinn á með körfu auk þess sem hann fékk vítaskot. Hreint magnað liðsframtak sem má sjá í spilaranum hér að ofan.
Úrslit næturinnar:
Brooklyn Nets - Phoenix Suns 126-98
Miami Heat - Toronto Raptors 84-101
Dallas Mavericks - LA Clippers 97-95
San Antonio Spurs - Memphis Grizzlies 97-90
Portland Trail Blazers - NY Knicks 110-95
Spurs skoraði eina fallegustu körfu tímabilsins í mikilvægum sigri | Myndband
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1


Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn




Bayern varð sófameistari
Fótbolti