Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2017 17:48 Fyrirliðinn Samir Ujkani og þjálfarinn Albert Bunjaki á fundinum í dag. Vísir/E. Stefán Albert Bunjaki, landsliðsþjálfari Kósóvó, hrósaði íslenska landsliðinu í hástert á blaðamannafundi sínum fyrir leik liðanna í undankeppni HM 2018 í Shkoder í Albaníu á morgun. „Við vitum að við erum að fara að spila við lið sem komst í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi,“ sagði Bunjaki. „Við eigum því á liði sem er ekki líkt öðrum sem við höfum spilað við hingað til.“ Kósóvó er með eitt stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í undankeppni HM, sem er fyrsta alþjóðlega keppni sem liðið tekur þátt í. Kósóvó náði jafntefli gegn Finnlandi en tapaði fyrir Tyrklandi, Króatíu og Úkraínu. „Við þekkjum íslenska liðið vel. Það þarf ekki að kynna það sérstaklega enda þekkja allir velgengni þess á síðasta ári. Þeir fóru mjög hátt þá.“ „Þetta verður áhugaverður leikur enda að spila við Ísland í fyrsta sinn. Þetta verður ný reynsla fyrir okkur alla og við lærum eitthvað nýtt á hverjum degi.“ Hann segir að Ísland sé sigurstranglegri aðilinn í leiknum á morgun. „Miðað við þá reynslu og stöðugleika sem liðið hefur sýnt þá er það svo. Þetta er líka afar mikilvægur leikur fyrir annað sætið í riðlinum en við höfum séð að okkar lið hefur bætt sig með hverjum leik.“ Bunjaki vonast auðvitað til þess að hans menn nái góðum úrslitum á morgun. „Það er ekki langt í að við komum á óvart. Ég get sagt að við stefnum á jafntefli og jafnvel sigur. En ég býst líka að lukkan verði á okkar bandi en hana hefur skort í síðustu leikjum.“ Hann segir að landsliðsþjálfarar Íslands séu afar hógværir menn og tali af virðingu um andstæðinga sína. „Ísland er fyrirmynd fyrir svokölluð smærri lið í Evrópu. Miðað við frammistöðu Íslands á EM í sumar þá standa þeir okkur framar. En það er alltaf hægt að koma á óvart í fótbolta og við óskum þess að okkur takist það á morgun.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira
Albert Bunjaki, landsliðsþjálfari Kósóvó, hrósaði íslenska landsliðinu í hástert á blaðamannafundi sínum fyrir leik liðanna í undankeppni HM 2018 í Shkoder í Albaníu á morgun. „Við vitum að við erum að fara að spila við lið sem komst í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi,“ sagði Bunjaki. „Við eigum því á liði sem er ekki líkt öðrum sem við höfum spilað við hingað til.“ Kósóvó er með eitt stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í undankeppni HM, sem er fyrsta alþjóðlega keppni sem liðið tekur þátt í. Kósóvó náði jafntefli gegn Finnlandi en tapaði fyrir Tyrklandi, Króatíu og Úkraínu. „Við þekkjum íslenska liðið vel. Það þarf ekki að kynna það sérstaklega enda þekkja allir velgengni þess á síðasta ári. Þeir fóru mjög hátt þá.“ „Þetta verður áhugaverður leikur enda að spila við Ísland í fyrsta sinn. Þetta verður ný reynsla fyrir okkur alla og við lærum eitthvað nýtt á hverjum degi.“ Hann segir að Ísland sé sigurstranglegri aðilinn í leiknum á morgun. „Miðað við þá reynslu og stöðugleika sem liðið hefur sýnt þá er það svo. Þetta er líka afar mikilvægur leikur fyrir annað sætið í riðlinum en við höfum séð að okkar lið hefur bætt sig með hverjum leik.“ Bunjaki vonast auðvitað til þess að hans menn nái góðum úrslitum á morgun. „Það er ekki langt í að við komum á óvart. Ég get sagt að við stefnum á jafntefli og jafnvel sigur. En ég býst líka að lukkan verði á okkar bandi en hana hefur skort í síðustu leikjum.“ Hann segir að landsliðsþjálfarar Íslands séu afar hógværir menn og tali af virðingu um andstæðinga sína. „Ísland er fyrirmynd fyrir svokölluð smærri lið í Evrópu. Miðað við frammistöðu Íslands á EM í sumar þá standa þeir okkur framar. En það er alltaf hægt að koma á óvart í fótbolta og við óskum þess að okkur takist það á morgun.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira