Varð ástfangin af Latabæ og styður Ísland í heimasaumaðri landsliðstreyju Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2017 13:57 Heimir með hinni tíu ára Mirey, sem er með nafnið sitt saumað í treyjunna, við hlið merkis KSÍ. Vísir/E. Stefán Það var falleg stund þegar tíu ára albönsk stúlka heilsaði upp á Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska landsliðsins í knattsspyrnu, fyrir æfingu liðsins í Shkoder í morgun. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á morgun en feðgin frá höfuðborginni Tirana lögðu leið sína til Shkoder til að hitta íslenska landsliðið og sjá leikinn á morgun. Vísir talaði við föður hennar, Rezar Vaqari, eftir að dóttir hans, hin tíu ára Mirey, hafði fengið mynd af sér með Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara. Hún sagði þjálfaranum stolt frá því að treyjan væri heimasaumuð - og að pabbi hennar hefði saumað hana. Ekki nóg með það heldur saumaði faðir hennar einnig hvítan íslenskan landsliðsbúning fyrir stúlkuna sína, sem væri algerlega hugfangin af Íslandi. Rezar sagði að fyrir 4-5 árum síðan hafði Mirey mikið dálæti á Latabæ, og þá sérstaklega aðalleikarnum Magnúsi Scheving. „Hann er myndarlegur maður og var í miklu uppáhaldi hjá henni,“ sagði faðirinn í léttum dúr. „Við komumst að því að þetta væri íslensk framleiðsla og íslenskur leikari. Þá fórum við að lesa meira um Ísland. Um hverina, landafræðina, Reykjavík og sögu landsins. Hún varð ástfangin af Íslandi.“ „Og við elskum fótbolta. Við elskum að spila fótbolta og við elskum að horfa á fótbolta. Aðalliðið okkar er Tirana FC en næst á eftir hjá Mirey er íslenska landsliðið.“ Rezar segir að þau feðgin hafi fylgst grannt með gengi Íslands í undankeppni EM 2016, aðalkeppninni sjálfri í Frakklandi og hverjum leik eftir það. „Við horfðum á leikinn gegn Finnlandi, þar sem Ísland skoraði tvö mörk á síðustu mínútunum. Það var mjög tilfinningarík stund.“ Sjálfur styður Rezar enska landsliðið og skartaði derhúfu merktri enska landsliðinu. „Þegar það kom svo í ljós að Ísland og England myndu mætast í 16-liða úrslitunum þá spurði hún hvað í ósköpunum við ættum eiginlega að gera? En þetta var allt saman mjög skemmtilegt og ég gladdist auðvitað mjög fyrir hennar hönd.“ Það var greinilegt samband þeirra feðgina er afar náið og þar spilar Latibær og íslenska knattspyrnulandsliðið stórt hlutverk, sem var einstakt að upplifa af stuttu spjalli blaðamanns við feðginin. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Það var falleg stund þegar tíu ára albönsk stúlka heilsaði upp á Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska landsliðsins í knattsspyrnu, fyrir æfingu liðsins í Shkoder í morgun. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á morgun en feðgin frá höfuðborginni Tirana lögðu leið sína til Shkoder til að hitta íslenska landsliðið og sjá leikinn á morgun. Vísir talaði við föður hennar, Rezar Vaqari, eftir að dóttir hans, hin tíu ára Mirey, hafði fengið mynd af sér með Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara. Hún sagði þjálfaranum stolt frá því að treyjan væri heimasaumuð - og að pabbi hennar hefði saumað hana. Ekki nóg með það heldur saumaði faðir hennar einnig hvítan íslenskan landsliðsbúning fyrir stúlkuna sína, sem væri algerlega hugfangin af Íslandi. Rezar sagði að fyrir 4-5 árum síðan hafði Mirey mikið dálæti á Latabæ, og þá sérstaklega aðalleikarnum Magnúsi Scheving. „Hann er myndarlegur maður og var í miklu uppáhaldi hjá henni,“ sagði faðirinn í léttum dúr. „Við komumst að því að þetta væri íslensk framleiðsla og íslenskur leikari. Þá fórum við að lesa meira um Ísland. Um hverina, landafræðina, Reykjavík og sögu landsins. Hún varð ástfangin af Íslandi.“ „Og við elskum fótbolta. Við elskum að spila fótbolta og við elskum að horfa á fótbolta. Aðalliðið okkar er Tirana FC en næst á eftir hjá Mirey er íslenska landsliðið.“ Rezar segir að þau feðgin hafi fylgst grannt með gengi Íslands í undankeppni EM 2016, aðalkeppninni sjálfri í Frakklandi og hverjum leik eftir það. „Við horfðum á leikinn gegn Finnlandi, þar sem Ísland skoraði tvö mörk á síðustu mínútunum. Það var mjög tilfinningarík stund.“ Sjálfur styður Rezar enska landsliðið og skartaði derhúfu merktri enska landsliðinu. „Þegar það kom svo í ljós að Ísland og England myndu mætast í 16-liða úrslitunum þá spurði hún hvað í ósköpunum við ættum eiginlega að gera? En þetta var allt saman mjög skemmtilegt og ég gladdist auðvitað mjög fyrir hennar hönd.“ Það var greinilegt samband þeirra feðgina er afar náið og þar spilar Latibær og íslenska knattspyrnulandsliðið stórt hlutverk, sem var einstakt að upplifa af stuttu spjalli blaðamanns við feðginin.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira