Ofurbíllinn Lexus LC 500h kom með flugi í nótt Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2017 13:55 Lexus LC 500h kominn úr flugvélinni. Það var íslenskt rok og rigning sem tók á móti Lexus LC 500h þegar hann kom í fyrsta sinn til landsins með flugi frá Belgíu í nótt. Bíða þurfti fram eftir morgni þangað til veðrið leyfði að bíllinn yrði fluttur frá borði. Allt gekk að óskum og ekki er hægt að segja annað en LC taki sig vel út í rigningunni við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Nú er verið að flytja bílinn í nýja Lexus sýningarsalinn í Kauptúni þar sem hann fær góða aðhlynningu og verður gerður klár fyrir forsýninguna á laugardag kl. 12 til 16. Bíllinn sem sýndur verður á laugardag er með 3.5 lítra V6 vél og Hybridkerfi sem samanlagt skila 359 hestöflum. Þannig búinn er hann 4,7 sekúndur að ná 100 km hraða. Í búnaði Hybridútfærslunnar hefur nýr tvöfaldur 10 hraða gírkassi vakið mikla athygli en þetta er fyrsti bíllinn frá Lexus sem búinn er þessum gírkassa. LC 500 er einnig fáanlegur með 477 hestafla V8 vél sem kemur honum í 100 km hraða á 4,4 sekúndum. Tekur sig ágætlega út í rigningunni.Nýkominn frá borði. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Það var íslenskt rok og rigning sem tók á móti Lexus LC 500h þegar hann kom í fyrsta sinn til landsins með flugi frá Belgíu í nótt. Bíða þurfti fram eftir morgni þangað til veðrið leyfði að bíllinn yrði fluttur frá borði. Allt gekk að óskum og ekki er hægt að segja annað en LC taki sig vel út í rigningunni við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Nú er verið að flytja bílinn í nýja Lexus sýningarsalinn í Kauptúni þar sem hann fær góða aðhlynningu og verður gerður klár fyrir forsýninguna á laugardag kl. 12 til 16. Bíllinn sem sýndur verður á laugardag er með 3.5 lítra V6 vél og Hybridkerfi sem samanlagt skila 359 hestöflum. Þannig búinn er hann 4,7 sekúndur að ná 100 km hraða. Í búnaði Hybridútfærslunnar hefur nýr tvöfaldur 10 hraða gírkassi vakið mikla athygli en þetta er fyrsti bíllinn frá Lexus sem búinn er þessum gírkassa. LC 500 er einnig fáanlegur með 477 hestafla V8 vél sem kemur honum í 100 km hraða á 4,4 sekúndum. Tekur sig ágætlega út í rigningunni.Nýkominn frá borði.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira