Ekki hægt að staðfesta landnám skógarmítils þrátt fyrir að tilfellum hafi fjölgað Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. mars 2017 13:45 Í ljós kom fyrr í mánuðnum að skógarmítillinn getur lifað af íslenska vetur. Ekki er hægt að staðfesta að skógarmítillinn hafi gerst landlægur hér á landi þrátt fyrir að tilfellum hafi fjölgað talsvert á undanförnum árum. Náttúrufræðistofnun hefur hins vegar fengið staðfest að mítillinn geti lifað af íslenska vetur og telur einhverjar líkur á að hann myndi minniháttar stofna á stöku stað. Þetta kom fram í máli Matthíasar Alfreðssonar líffræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem flutti erindið „Hefur skógarmítill numið land á Íslandi: svara leitað“ á málþingi í gær. Stofnunin tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni á árinum 2015 til 2016 sem hefur það að markmiði að rannsaka útbreiðslu sýklabera í álfunni.Matthías Alfreðsson líffræðingur.Stærra útbreiðslusvæði ný ógn Matthías segir að skógarmítlum hafi fjölgað í Evrópu. Þá hafi útbreiðslusvæði þeirra stækkað til norðurs og að þeir finnist einnig í meiri hæð yfir sjávarmáli en áður. Fyrsti skógarmítillinn hér á landi fannst árið 1976 í Surtsey á þúfutittlingi. Síðan þá hefur stofnunin skráð 210 tilfelli og alls 222 skógarmítla. Veruleg aukning hefur orðið á innsendum tilfellum, þá sérstaklega árin 2006 til 2015. Árið 2016 fór fram mikil umfjöllun um skógarmítilinn og stofnunin sendi póst til dýralækna um að senda inn skógarmítla sem finnast, en það ár komu 43 mítlar á borð stofnunarinnar. Flest tilfellin koma af Suðvestur-, Suður- og Austurlandi í júlí, ágúst og septembermánuði. Matthías segir stækkandi útbreiðslusvæði fylgja ákveðin ógn því skógarmítlarnir geti borið með sér ýmsa sýkla á borð við Borreliu burgorferii, sem er orsakavaldur Lyme-sjúkdómsins, og veiru sem getur valdið mítilborinni heilabólgu, en mítillinn getur valdið fleiri sjúkdómum. Helstu hýslar skógarmítilsins eru hundar, síðan kettir og svo mannfólk. Þá hafa þeir einnig fundist á sauðfé og hreindýrum.Getur mítillinn myndað fullburða stofn á Íslandi? Matthías segir margt þurfa að ganga upp svo skógarmítillinn geti myndað fullburða stofn hér á landi. Hitastig, búsvæði og veðurfar skipti máli en að þá sé jafnframt skortur á hýslum því þéttleiki þeirra sé takmarkandi. Ákveðnir staðir séu í meiri hættu en aðrir, en það eru meðal annars Skógar, sveitabær í Mýrdal og Hrossabithagi í Höfn, en þar er unnið að frekari rannsóknum. Þá segir Matthías að lengi hafi verið grunur um að skógarmítlar geti lifað af íslenska vetur. Það hafi fengist staðfest 6. mars síðastliðinn þegar stofnunin fékk til sín fullvaxta kvendýr sem fannst á ketti. „Það er búið að staðfesta að þeir geti lifað af íslenska vetur. En hins vegar er ekki hægt að staðfesta að skógarmítlar séu landlægir, en mögulega getur verið að myndast lítill staðbundin stofn á Skógum, en það er nauðsynlegt að finna lirfur til að staðfesta landnámið. Þannig að næstu skref eru að finna lirfur og leita á músum og farfuglum, jafnvel kanínum,“ segir Matthías. Jafnframt þurfi að halda rannsóknum áfram. „Svo þarf að leita að sýklum í þeim skógarmítlum sem hafa fundist. Ég ætla að fara með fyrsta skammtinn núna til Bretlands og gera slíka rannsókn og það verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað finnst í þeim.“Hlýða má á erindi Matthíasar í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Flísatöngin best gegn mítlinum Þórólfur Guðnason hjá Landlækni, segir hvað best sé að gera við biti frá skógarmítli. 22. júlí 2014 14:41 „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Skógarmítill fannst á Vestfjörðum: Hunda- og kattaeigendur beðnir um að leita á dýrum sínum Skógarmítill fannst í síðustu viku á eyrinni á Ísafirði. 14. október 2015 14:34 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Ekki er hægt að staðfesta að skógarmítillinn hafi gerst landlægur hér á landi þrátt fyrir að tilfellum hafi fjölgað talsvert á undanförnum árum. Náttúrufræðistofnun hefur hins vegar fengið staðfest að mítillinn geti lifað af íslenska vetur og telur einhverjar líkur á að hann myndi minniháttar stofna á stöku stað. Þetta kom fram í máli Matthíasar Alfreðssonar líffræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem flutti erindið „Hefur skógarmítill numið land á Íslandi: svara leitað“ á málþingi í gær. Stofnunin tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni á árinum 2015 til 2016 sem hefur það að markmiði að rannsaka útbreiðslu sýklabera í álfunni.Matthías Alfreðsson líffræðingur.Stærra útbreiðslusvæði ný ógn Matthías segir að skógarmítlum hafi fjölgað í Evrópu. Þá hafi útbreiðslusvæði þeirra stækkað til norðurs og að þeir finnist einnig í meiri hæð yfir sjávarmáli en áður. Fyrsti skógarmítillinn hér á landi fannst árið 1976 í Surtsey á þúfutittlingi. Síðan þá hefur stofnunin skráð 210 tilfelli og alls 222 skógarmítla. Veruleg aukning hefur orðið á innsendum tilfellum, þá sérstaklega árin 2006 til 2015. Árið 2016 fór fram mikil umfjöllun um skógarmítilinn og stofnunin sendi póst til dýralækna um að senda inn skógarmítla sem finnast, en það ár komu 43 mítlar á borð stofnunarinnar. Flest tilfellin koma af Suðvestur-, Suður- og Austurlandi í júlí, ágúst og septembermánuði. Matthías segir stækkandi útbreiðslusvæði fylgja ákveðin ógn því skógarmítlarnir geti borið með sér ýmsa sýkla á borð við Borreliu burgorferii, sem er orsakavaldur Lyme-sjúkdómsins, og veiru sem getur valdið mítilborinni heilabólgu, en mítillinn getur valdið fleiri sjúkdómum. Helstu hýslar skógarmítilsins eru hundar, síðan kettir og svo mannfólk. Þá hafa þeir einnig fundist á sauðfé og hreindýrum.Getur mítillinn myndað fullburða stofn á Íslandi? Matthías segir margt þurfa að ganga upp svo skógarmítillinn geti myndað fullburða stofn hér á landi. Hitastig, búsvæði og veðurfar skipti máli en að þá sé jafnframt skortur á hýslum því þéttleiki þeirra sé takmarkandi. Ákveðnir staðir séu í meiri hættu en aðrir, en það eru meðal annars Skógar, sveitabær í Mýrdal og Hrossabithagi í Höfn, en þar er unnið að frekari rannsóknum. Þá segir Matthías að lengi hafi verið grunur um að skógarmítlar geti lifað af íslenska vetur. Það hafi fengist staðfest 6. mars síðastliðinn þegar stofnunin fékk til sín fullvaxta kvendýr sem fannst á ketti. „Það er búið að staðfesta að þeir geti lifað af íslenska vetur. En hins vegar er ekki hægt að staðfesta að skógarmítlar séu landlægir, en mögulega getur verið að myndast lítill staðbundin stofn á Skógum, en það er nauðsynlegt að finna lirfur til að staðfesta landnámið. Þannig að næstu skref eru að finna lirfur og leita á músum og farfuglum, jafnvel kanínum,“ segir Matthías. Jafnframt þurfi að halda rannsóknum áfram. „Svo þarf að leita að sýklum í þeim skógarmítlum sem hafa fundist. Ég ætla að fara með fyrsta skammtinn núna til Bretlands og gera slíka rannsókn og það verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað finnst í þeim.“Hlýða má á erindi Matthíasar í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Flísatöngin best gegn mítlinum Þórólfur Guðnason hjá Landlækni, segir hvað best sé að gera við biti frá skógarmítli. 22. júlí 2014 14:41 „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Skógarmítill fannst á Vestfjörðum: Hunda- og kattaeigendur beðnir um að leita á dýrum sínum Skógarmítill fannst í síðustu viku á eyrinni á Ísafirði. 14. október 2015 14:34 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Flísatöngin best gegn mítlinum Þórólfur Guðnason hjá Landlækni, segir hvað best sé að gera við biti frá skógarmítli. 22. júlí 2014 14:41
„Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45
Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28
Skógarmítill fannst á Vestfjörðum: Hunda- og kattaeigendur beðnir um að leita á dýrum sínum Skógarmítill fannst í síðustu viku á eyrinni á Ísafirði. 14. október 2015 14:34