Subaru jeppi kynntur í næsta mánuði Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 11:22 Subaru Ascent í feluklæðum. Nú þremur árum eftir að Subaru hætti framleiðslu á Tribeca jeppa sínum er japanski bílaframleiðandinn að fara að kynna arftaka hans og mun hann fá nafnið Subaru Ascent. Ascent er stór jeppi með þrjár sætaraðir og mjög langur, eða 5,2 metrar. Ascent er örlítið lengri en Chevrolet Tahoe, sem ekki þykir nú lítill jeppi. Þó svo að á þessari mynd af bílnum sé útlit hans nokkuð falið má sjá að hann erfir talsvert af útliti Viziv-7 Concept bílsins sem Subaru sýndi á bílasýningunni í Los Angeles í haust. Ascent er stærsti bíll sem Subaru hefur nokkri sinni smíðað og mun vafalaust vera mest hugsaður fyrir Bandaríkjamarkað, en þar í landi er mjög stór markaður fyrir stóra jeppa. Subaru selur að auki langmest af bílum sínum í Bandaríkjunum og hefur átt mjög góðu gengi að fagna þar á undanförnum árum. Subaru mun kynna Ascent jeppann í næsta mánuði á bílasýningunni í New York.Subaru Viziv-7 tilraunabíllinn. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Nú þremur árum eftir að Subaru hætti framleiðslu á Tribeca jeppa sínum er japanski bílaframleiðandinn að fara að kynna arftaka hans og mun hann fá nafnið Subaru Ascent. Ascent er stór jeppi með þrjár sætaraðir og mjög langur, eða 5,2 metrar. Ascent er örlítið lengri en Chevrolet Tahoe, sem ekki þykir nú lítill jeppi. Þó svo að á þessari mynd af bílnum sé útlit hans nokkuð falið má sjá að hann erfir talsvert af útliti Viziv-7 Concept bílsins sem Subaru sýndi á bílasýningunni í Los Angeles í haust. Ascent er stærsti bíll sem Subaru hefur nokkri sinni smíðað og mun vafalaust vera mest hugsaður fyrir Bandaríkjamarkað, en þar í landi er mjög stór markaður fyrir stóra jeppa. Subaru selur að auki langmest af bílum sínum í Bandaríkjunum og hefur átt mjög góðu gengi að fagna þar á undanförnum árum. Subaru mun kynna Ascent jeppann í næsta mánuði á bílasýningunni í New York.Subaru Viziv-7 tilraunabíllinn.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira