Fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2017 10:36 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 18,6 prósent síðustu tólf mánuði. vísir/vilhelm Síðasta árið hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa og í raun hafa hækkanir á fasteignaverði síðustu 12 mánuði ekki verið meiri síðan í ársbyrjun 2006. Frá þessu er greint í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem farið yfir þróun fasteignaverðs síðustu ára en í liðinni viku birti Þjóðskrá Íslands tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Í Hagsjánni kemur fram að hækkanir á milli mánaða voru miklar og hafa meiri hækkanir fasteignaverðs ekki sést lengi: „Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,5% milli mánaða í febrúar. Þar af hækkaði fjölbýli um 2,7% og sérbýli um 1,7%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur fjölbýli hækkað um 18,7% á síðustu 12 mánuðum, sérbýli um 18,8% og er heildarhækkunin 18,6%. Hækkanir síðustu 12 mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til upphafs ársins 2006 til að sjá álíka tölur,“ segir í Hagsjánni. Þá er farið yfir þróun kaupmáttar launa og fasteignaverðs en á árunum 2011 til 2013 fylgdust þessir þættir nokkuð náið að. Frá miðju ári 2013 til sama tíma 2015 tók fasteignaverð svo fram úr en sú þróun gekk örlítið til baka frá vorinu 2015 til vorsins 2016. „Síðan þá hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa, sérstaklega allra síðustu mánuði. Þarna er bæði um það að ræða að kaupmáttaraukningin er ekki eins hröð og áður og þá hefur fasteignaverðið hækkað miklu meira en áður,“ segir í Hagsjá bankans. Það er mat hagfræðideildar Landsbankans að það sé því ekki lengur kaupmáttaraukningin sem ýti verði fasteigna upp heldur frekar mikill skortur á framboði húsnæðis og ótti við að sú staða eigi eftir að versna. „Kaupgeta fólks hefur almennt aukist í takt við aukinn kaupmátt og atvinnu þannig að sífellt fleiri bítast um þær íbúðir sem koma á markaðinn. Eignum á markaði hefur fækkað verulega á síðustu mánuðum og er framboðið minna en verið hefur sl. 10 ár. Að sama skapi hefur sölutími eigna haldið áfram að styttast og er nú styttri en verið hefur síðustu ár. Slíkt er auðvitað merki um mikla þenslu á markaðnum og umframeftirspurn. Ekki er að sjá að breytinga sé að vænta á þessu ástandi á næstu mánuðum.“ Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Síðasta árið hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa og í raun hafa hækkanir á fasteignaverði síðustu 12 mánuði ekki verið meiri síðan í ársbyrjun 2006. Frá þessu er greint í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem farið yfir þróun fasteignaverðs síðustu ára en í liðinni viku birti Þjóðskrá Íslands tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Í Hagsjánni kemur fram að hækkanir á milli mánaða voru miklar og hafa meiri hækkanir fasteignaverðs ekki sést lengi: „Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,5% milli mánaða í febrúar. Þar af hækkaði fjölbýli um 2,7% og sérbýli um 1,7%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur fjölbýli hækkað um 18,7% á síðustu 12 mánuðum, sérbýli um 18,8% og er heildarhækkunin 18,6%. Hækkanir síðustu 12 mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til upphafs ársins 2006 til að sjá álíka tölur,“ segir í Hagsjánni. Þá er farið yfir þróun kaupmáttar launa og fasteignaverðs en á árunum 2011 til 2013 fylgdust þessir þættir nokkuð náið að. Frá miðju ári 2013 til sama tíma 2015 tók fasteignaverð svo fram úr en sú þróun gekk örlítið til baka frá vorinu 2015 til vorsins 2016. „Síðan þá hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa, sérstaklega allra síðustu mánuði. Þarna er bæði um það að ræða að kaupmáttaraukningin er ekki eins hröð og áður og þá hefur fasteignaverðið hækkað miklu meira en áður,“ segir í Hagsjá bankans. Það er mat hagfræðideildar Landsbankans að það sé því ekki lengur kaupmáttaraukningin sem ýti verði fasteigna upp heldur frekar mikill skortur á framboði húsnæðis og ótti við að sú staða eigi eftir að versna. „Kaupgeta fólks hefur almennt aukist í takt við aukinn kaupmátt og atvinnu þannig að sífellt fleiri bítast um þær íbúðir sem koma á markaðinn. Eignum á markaði hefur fækkað verulega á síðustu mánuðum og er framboðið minna en verið hefur sl. 10 ár. Að sama skapi hefur sölutími eigna haldið áfram að styttast og er nú styttri en verið hefur síðustu ár. Slíkt er auðvitað merki um mikla þenslu á markaðnum og umframeftirspurn. Ekki er að sjá að breytinga sé að vænta á þessu ástandi á næstu mánuðum.“
Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35