Því er peningastefnan erfiðari á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum? Lars Christensen skrifar 22. mars 2017 09:30 Á því leikur enginn vafi að það er ekki auðvelt að vera seðlabankastjóri á Íslandi. Reyndar myndi ég halda því fram að það sé erfiðara en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að það er erfitt að vera íslenskur seðlabankastjóri. Í fyrsta lagi eru ástæður sem erfitt er að gera nokkuð við. Íslenska hagkerfið er ekki sérlega fjölbreytt. Í raun eru það aðeins 4-5 geirar sem mynda allt hagkerfið – fiskveiðar, stóriðja, orkuvinnsla, ferðaþjónusta og rekstur hins opinbera. Allt verðlag í þessum geirum – nema hjá hinu opinbera – er mjög óstöðugt. Afleiðingin er sú að svokölluð viðskiptakjör – hlutfallið á milli útflutningsverðs og innflutningsverðs – eru mun óstöðugri en tilfellið er í til dæmis Danmörku, Svíþjóð eða Þýskalandi, sem aftur þýðir að gengið þarf að vera miklu óstöðugra til að halda samkeppnisstöðunni í jafnvægi. Í öðru lagi er verðbólgumarkmið Seðlabankans í sjálfu sér vandamál. Þannig miðar Seðlabankinn við hækkanir á neysluverði en þar sem flestar neysluvörur eru innfluttar endurspegla breytingar á neysluverði aðallega breytingar á gengi og vöruverði.Hin endanlega klípa Þetta veldur eðlislægum árekstri. Annars vegar ætti að leyfa genginu að sveiflast mikið til að endurspegla breytingar á viðskiptakjörum, til að forðast miklar sveiflur í hagkerfinu. Hins vegar, til að halda vísitölu neysluverðs stöðugri, þarf Seðlabankinn að halda genginu tiltölulega stöðugu. Þannig getum við ímyndað okkur hina endanlegu klípu þar sem útflutningsverð (eða til dæmis ferðaþjónusta) er í uppsveiflu og þar af leiðandi er hagkerfið í uppsveiflu. Til að forðast ofhitnun ætti Seðlabankinn að draga úr samkeppnishæfni með því að leyfa gjaldmiðlinum að styrkjast. En sterkur gjaldmiðill þýðir í raun lægra innflutningsverð sem – að öðru jöfnu – dregur yfirleitt úr verðbólgu. Þetta er í raun staðan núna. Efnahagslífið blómstrar en verðbólga sem neysluverðsvísitala sýnir er lítil – aðallega vegna sterks gjaldmiðils. Hvað ætti þá Seðlabankinn að gera? Uppsveiflan í hagkerfinu er röksemd fyrir hækkun stýrivaxta en lítil (raunveruleg) verðbólga er röksemd fyrir lækkun stýrivaxta.Pólitískur þrýstingur Enn fremur er það ljóst að þótt Seðlabankinn sé formlega sjálfstæður þá verður bankinn mjög oft fyrir verulegum pólitískum þrýstingi, og þrýstingi frá fjölmiðlum og vissum geirum í hagkerfinu. Þetta gerir það sannarlega ekki auðveldara fyrir Seðlabankann að finna réttu „málamiðlunina“ á milli sveiflna á viðskiptakjörum og skammtímabreytinga á neysluverði. Hvernig leysum við þennan vanda? Augljósa svarið er að við getum ekki leyst vandann, en við getum vissulega dregið úr honum og mín „lausn“ væri að skipta verðbólgumarkmiði Seðlabankans út fyrir markmið um 5% hækkun á nafnvirði launa því launahækkanir endurspegla í raun betur raunverulegan verðbólguþrýsting í íslenska hagkerfinu en neysluverðið. Og í leiðinni ættum við að tengja afborganir húsnæðislána við launavísitölu frekar en við verðbólguna. Þetta myndi hjálpa Má mikið og það myndi draga úr sveiflunum í íslenska hagkerfinu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Á því leikur enginn vafi að það er ekki auðvelt að vera seðlabankastjóri á Íslandi. Reyndar myndi ég halda því fram að það sé erfiðara en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að það er erfitt að vera íslenskur seðlabankastjóri. Í fyrsta lagi eru ástæður sem erfitt er að gera nokkuð við. Íslenska hagkerfið er ekki sérlega fjölbreytt. Í raun eru það aðeins 4-5 geirar sem mynda allt hagkerfið – fiskveiðar, stóriðja, orkuvinnsla, ferðaþjónusta og rekstur hins opinbera. Allt verðlag í þessum geirum – nema hjá hinu opinbera – er mjög óstöðugt. Afleiðingin er sú að svokölluð viðskiptakjör – hlutfallið á milli útflutningsverðs og innflutningsverðs – eru mun óstöðugri en tilfellið er í til dæmis Danmörku, Svíþjóð eða Þýskalandi, sem aftur þýðir að gengið þarf að vera miklu óstöðugra til að halda samkeppnisstöðunni í jafnvægi. Í öðru lagi er verðbólgumarkmið Seðlabankans í sjálfu sér vandamál. Þannig miðar Seðlabankinn við hækkanir á neysluverði en þar sem flestar neysluvörur eru innfluttar endurspegla breytingar á neysluverði aðallega breytingar á gengi og vöruverði.Hin endanlega klípa Þetta veldur eðlislægum árekstri. Annars vegar ætti að leyfa genginu að sveiflast mikið til að endurspegla breytingar á viðskiptakjörum, til að forðast miklar sveiflur í hagkerfinu. Hins vegar, til að halda vísitölu neysluverðs stöðugri, þarf Seðlabankinn að halda genginu tiltölulega stöðugu. Þannig getum við ímyndað okkur hina endanlegu klípu þar sem útflutningsverð (eða til dæmis ferðaþjónusta) er í uppsveiflu og þar af leiðandi er hagkerfið í uppsveiflu. Til að forðast ofhitnun ætti Seðlabankinn að draga úr samkeppnishæfni með því að leyfa gjaldmiðlinum að styrkjast. En sterkur gjaldmiðill þýðir í raun lægra innflutningsverð sem – að öðru jöfnu – dregur yfirleitt úr verðbólgu. Þetta er í raun staðan núna. Efnahagslífið blómstrar en verðbólga sem neysluverðsvísitala sýnir er lítil – aðallega vegna sterks gjaldmiðils. Hvað ætti þá Seðlabankinn að gera? Uppsveiflan í hagkerfinu er röksemd fyrir hækkun stýrivaxta en lítil (raunveruleg) verðbólga er röksemd fyrir lækkun stýrivaxta.Pólitískur þrýstingur Enn fremur er það ljóst að þótt Seðlabankinn sé formlega sjálfstæður þá verður bankinn mjög oft fyrir verulegum pólitískum þrýstingi, og þrýstingi frá fjölmiðlum og vissum geirum í hagkerfinu. Þetta gerir það sannarlega ekki auðveldara fyrir Seðlabankann að finna réttu „málamiðlunina“ á milli sveiflna á viðskiptakjörum og skammtímabreytinga á neysluverði. Hvernig leysum við þennan vanda? Augljósa svarið er að við getum ekki leyst vandann, en við getum vissulega dregið úr honum og mín „lausn“ væri að skipta verðbólgumarkmiði Seðlabankans út fyrir markmið um 5% hækkun á nafnvirði launa því launahækkanir endurspegla í raun betur raunverulegan verðbólguþrýsting í íslenska hagkerfinu en neysluverðið. Og í leiðinni ættum við að tengja afborganir húsnæðislána við launavísitölu frekar en við verðbólguna. Þetta myndi hjálpa Má mikið og það myndi draga úr sveiflunum í íslenska hagkerfinu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun