„Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2017 07:00 Íslenska landsliðið og starfsfólk KSÍ stilltu sér upp fyrir myndatöku en liðið æfði í fyrsta sinn í gær í Parma á Ítalíu. vísir/eiríkur stefán „Þetta er frábært. Það er gleðidagur,“ segir Ólafur Ingi Skúlason glaðbeittur fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Parma. Allir leikmenn íslenska landsliðsins æfðu í mislitum sokkum á æfingu í Parma og starfsliðið skartaði einnig mislitum sokkum. Tilefnið var alþjóðlegur dagur fólks með Downs-heilkennið. Ólafur á fimm ára son, Viktor Skúla, sem er með Downs-heilkenni og þegar hann stakk upp á því að þetta yrði gert var því vel tekið innan hópsins. „Þetta stendur mér nærri. Við þurfum öll að fagna fjölbreytileikanum og það breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn fyrir rétt tæpum sex árum síðan,“ segir hann.Ólafur Ingi Skúlasonvísir/gettySamkvæmt tölum af vef Landspítalans sést að allar konur, sem fengu staðfest árið 2014 að þær gengju með barn með Downs-heilkenni, létu eyða fóstrinu. Það er skimað fyrir litningagöllum í ómskoðun þegar meðgangan er orðin tólf vikur. „Það hefur verið í umræðunni með fóstureyðingar og annað þessu tengt. Ég held að það þurfi því að fræða fólk um þetta og svona dagar hjálpa til með það.“ Hann segir að það sé alltaf eitthvað um fordóma gagnvart fólki með Downs. „Ég held að það hafi mikið áunnist síðustu 5-10 ár og það er mikil vakning í samfélaginu. Það er þökk sé svona dögum þar sem málefni minnihlutahópa eru tekin upp og fólk aðeins frætt um þetta heilkenni.“ Ólafur Ingi leikur með Karabükspor í Tyrklandi og er kominn aftur í landsliðið eftir smá fjarveru en mikil meiðsli herja á landsliðshópinn. Liðið leikur gegn Kósóvó á föstudag í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Hann segir að eftir að Viktor Skúli hafi komið í heiminn sé gleðin ríkjandi á heimilinu. „Mitt líf er miklu ríkara en það var áður en við eignuðumst strákinn. Það þarf að fræða fólkið um hvað lífið er yndislegt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hann gerir okkur öll að betri manneskjum Hún horfði á okkur eins og við værum unglingar og sagði hranalega: "Þið gerið ykkur grein fyrir að líf ykkar er að fara að breytast töluvert. Þið getið gleymt þeim plönum sem þið hafið gert í bili.“ 22. desember 2012 15:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
„Þetta er frábært. Það er gleðidagur,“ segir Ólafur Ingi Skúlason glaðbeittur fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Parma. Allir leikmenn íslenska landsliðsins æfðu í mislitum sokkum á æfingu í Parma og starfsliðið skartaði einnig mislitum sokkum. Tilefnið var alþjóðlegur dagur fólks með Downs-heilkennið. Ólafur á fimm ára son, Viktor Skúla, sem er með Downs-heilkenni og þegar hann stakk upp á því að þetta yrði gert var því vel tekið innan hópsins. „Þetta stendur mér nærri. Við þurfum öll að fagna fjölbreytileikanum og það breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn fyrir rétt tæpum sex árum síðan,“ segir hann.Ólafur Ingi Skúlasonvísir/gettySamkvæmt tölum af vef Landspítalans sést að allar konur, sem fengu staðfest árið 2014 að þær gengju með barn með Downs-heilkenni, létu eyða fóstrinu. Það er skimað fyrir litningagöllum í ómskoðun þegar meðgangan er orðin tólf vikur. „Það hefur verið í umræðunni með fóstureyðingar og annað þessu tengt. Ég held að það þurfi því að fræða fólk um þetta og svona dagar hjálpa til með það.“ Hann segir að það sé alltaf eitthvað um fordóma gagnvart fólki með Downs. „Ég held að það hafi mikið áunnist síðustu 5-10 ár og það er mikil vakning í samfélaginu. Það er þökk sé svona dögum þar sem málefni minnihlutahópa eru tekin upp og fólk aðeins frætt um þetta heilkenni.“ Ólafur Ingi leikur með Karabükspor í Tyrklandi og er kominn aftur í landsliðið eftir smá fjarveru en mikil meiðsli herja á landsliðshópinn. Liðið leikur gegn Kósóvó á föstudag í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Hann segir að eftir að Viktor Skúli hafi komið í heiminn sé gleðin ríkjandi á heimilinu. „Mitt líf er miklu ríkara en það var áður en við eignuðumst strákinn. Það þarf að fræða fólkið um hvað lífið er yndislegt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hann gerir okkur öll að betri manneskjum Hún horfði á okkur eins og við værum unglingar og sagði hranalega: "Þið gerið ykkur grein fyrir að líf ykkar er að fara að breytast töluvert. Þið getið gleymt þeim plönum sem þið hafið gert í bili.“ 22. desember 2012 15:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Hann gerir okkur öll að betri manneskjum Hún horfði á okkur eins og við værum unglingar og sagði hranalega: "Þið gerið ykkur grein fyrir að líf ykkar er að fara að breytast töluvert. Þið getið gleymt þeim plönum sem þið hafið gert í bili.“ 22. desember 2012 15:00