Landshópur Kósovó: Enginn Pepa en þrír nýir framherjar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. mars 2017 14:24 Avni Pepa hlaut ekki náð fyrir augum Albert Bunjaki, landsliðsþjálfara Kósovó. vísir/hanna Avni Pepa, fyrirliði ÍBV, var ekki valinn í landsliðshóp Kósovó fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni HM 2018 á föstudaginn. Pepa hefur hingað til verið í hópnum í undankeppninni og leikið einn leik. Hann hefur alls leikið sex landsleiki. Albert Bunjaki, þjálfari Kósovó, valdi þrjá nýja framherja í hópinn; Besart Berisha, Donis Avdijaj og Atdhe Nuhiu. Berisha leikur með Melbourne Victory í Ástralíu, Avdijaj er á mála hjá Schalke 04 og Nuhiu leikur með Sheffield Wednesday. Berisha lék á sínum tíma 17 landsleiki fyrir Albaníu og skoraði eitt mark. Þessi 31 árs gamli leikmaður hefur spilað í Ástralíu undanfarin ár og verið duglegur að skora.Donis Avdijaj, leikmaður Schalke 04, er nýr í landsliðshópi Kósovó.vísir/gettyAvdijaj, sem er tvítugur, er uppalinn hjá Schalke en gerði ágætis hluti sem lánsmaður hjá Sturm Graz þar sem hann skoraði 13 mörk í 45 leikjum. Avdijaj lék með yngri landsliðum Þýskalands og skoraði m.a. 10 mörk í 13 leikjum fyrir þýska U-17 ára landsliðið. Nuhiu, sem er 197 cm á hæð, lék með yngri landsliðum Austurríkis á sínum tíma. Nuhiu hefur ekki enn skorað í ensku B-deildinni í vetur en miðvikudagsfélagið keypti hann af Rapid Vín 2013. Lið Kósovó er mjög ungt en aðeins þrír leikmenn af 23 eru eldri en 27 ára. Kósovó er í sjötta og neðsta sæti I-riðils með eitt stig eftir fjóra leiki. Markatala liðsins er 1-12. Ísland er í 3. sætinu með sjö stig.Landsliðshópur Kósovo er þannig skipaður:Markverðir: Samir Ujkani, Pisa Adis Nurković, Travnik Bledar Hajdini, TrepçaVarnarmenn: Fanol Përdedaj, 1860 Munich Leart Paqarada, Sandhausen Alban Pnishi, Grasshopper Amir Rrahman, Lokomotiva Benjamin Kololli, Lausanne-Sport Fidan Aliti, Slaven Belupo Mërgim Vojvoda, Mouscron Ardian Ismajli, Hajduk SplitMiðjumenn: Bernard Berisha, Terek Grozny Valon Berisha, Red Bull Salzburg Bersant Celina, Twente Milot Rashica, Vitesse Herolind Shala, Kasımpaşa Arber Zeneli, Heerenveen Hekuran Kryeziu, LuzernFramherjar: Vedat Muriqi, Gençlerbirliği Elba Rashani, Rosenborg Besart Berisha, Melbourne Victory Atdhe Nuhiu, Sheffield Wednesday Donis Avdijaj, Schalke 04 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
Avni Pepa, fyrirliði ÍBV, var ekki valinn í landsliðshóp Kósovó fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni HM 2018 á föstudaginn. Pepa hefur hingað til verið í hópnum í undankeppninni og leikið einn leik. Hann hefur alls leikið sex landsleiki. Albert Bunjaki, þjálfari Kósovó, valdi þrjá nýja framherja í hópinn; Besart Berisha, Donis Avdijaj og Atdhe Nuhiu. Berisha leikur með Melbourne Victory í Ástralíu, Avdijaj er á mála hjá Schalke 04 og Nuhiu leikur með Sheffield Wednesday. Berisha lék á sínum tíma 17 landsleiki fyrir Albaníu og skoraði eitt mark. Þessi 31 árs gamli leikmaður hefur spilað í Ástralíu undanfarin ár og verið duglegur að skora.Donis Avdijaj, leikmaður Schalke 04, er nýr í landsliðshópi Kósovó.vísir/gettyAvdijaj, sem er tvítugur, er uppalinn hjá Schalke en gerði ágætis hluti sem lánsmaður hjá Sturm Graz þar sem hann skoraði 13 mörk í 45 leikjum. Avdijaj lék með yngri landsliðum Þýskalands og skoraði m.a. 10 mörk í 13 leikjum fyrir þýska U-17 ára landsliðið. Nuhiu, sem er 197 cm á hæð, lék með yngri landsliðum Austurríkis á sínum tíma. Nuhiu hefur ekki enn skorað í ensku B-deildinni í vetur en miðvikudagsfélagið keypti hann af Rapid Vín 2013. Lið Kósovó er mjög ungt en aðeins þrír leikmenn af 23 eru eldri en 27 ára. Kósovó er í sjötta og neðsta sæti I-riðils með eitt stig eftir fjóra leiki. Markatala liðsins er 1-12. Ísland er í 3. sætinu með sjö stig.Landsliðshópur Kósovo er þannig skipaður:Markverðir: Samir Ujkani, Pisa Adis Nurković, Travnik Bledar Hajdini, TrepçaVarnarmenn: Fanol Përdedaj, 1860 Munich Leart Paqarada, Sandhausen Alban Pnishi, Grasshopper Amir Rrahman, Lokomotiva Benjamin Kololli, Lausanne-Sport Fidan Aliti, Slaven Belupo Mërgim Vojvoda, Mouscron Ardian Ismajli, Hajduk SplitMiðjumenn: Bernard Berisha, Terek Grozny Valon Berisha, Red Bull Salzburg Bersant Celina, Twente Milot Rashica, Vitesse Herolind Shala, Kasımpaşa Arber Zeneli, Heerenveen Hekuran Kryeziu, LuzernFramherjar: Vedat Muriqi, Gençlerbirliği Elba Rashani, Rosenborg Besart Berisha, Melbourne Victory Atdhe Nuhiu, Sheffield Wednesday Donis Avdijaj, Schalke 04
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40