Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var harðorður í garð dómarana eftir tapið fyrir Stjörnunni á laugardaginn.
Borche talaði sérstaklega um að Hlynur Bæringsson fengi of fáar villur dæmdar á sig en landsliðsfyrirliðinn hefur fengið samtals fjórar villur í fyrstu tveimur leikjum einvígisins.
Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gáfu lítið fyrir þessi ummæli Borche.
„Hann er frábær varnarmaður. Á að dæma villur út af því að hann er berjast undir körfunni allan leikinn? Hann þarf að brjóta af sér til að það séu dæmdar villur á hann. Þetta er snargalið. Hann er frábær varnarmaður, það er ekki hægt að refsa honum fyrir það,“ sagði Kristinn Friðriksson.
Jón Halldór Eðvaldsson tók í sama streng og Kristinn.
„Ég ætla rétt að vona að þetta sé bara einhver sálfræðitaktík til að reyna að fá dómarana með sér í lið. Þetta er bara gjörsamlega galið. Að vera nýbúinn að drulla á bitann, án þess ég taki of stórt upp í mig, og ætlar hann að kenna dómurunum um það?“ sagði Jón Halldór og bætti við:
„Ég held að það hafi verið mikið nær fyrir Borche að halda grjóthalda kjafti og lesa þessum ágætu drengjum sínum pistilinn.“
"Væri mikið nær fyrir Borche að grjóthalda kjafti“
Tengdar fréttir

Skýrsla Kidda Gun: Blóðug kaka sem enginn vill sjá eftir glæsilegan burð
Velkomnir í úrslitakeppnina ÍR-ingar! Það var boðið upp á sannkallaða úrslitakeppnisruglstemningu í Ásgarði í gærkveldi þegar Stjarnan tók á móti ÍR í fyrsta leik liðanna í seríunni.

Leik lokið: Stjarnan - ÍR 75-68 | Endurkoma ÍR-inga dugði næstum því
Stjarnan er komið í 1-0 í einvígi sínu á móti ÍR í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta eftir sigur í spennuleik í Ásgarði í kvöld.

Taktík Israels Martin gagnrýnd: Hann einn ber ábyrgð á því að Tindastóll tapaði þessum leik
Athygli vakti hvernig Israel Martin, þjálfari Tindastóls, dreifði mínútunum í leiknum gegn Keflavík í gær.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 75-81 | Stjarnan með pálmann í höndunum
Stjarnan er komið í kjörstöðu að komast í undanúrslit Dominos-deildar karla, en þeir unnu annan leikinn gegn ÍR í Hertz-hellinum í dag, 75-81. Stjarnan hefur því unnið báða leikina til þessa.