Af hverju textum við ekki? Helga Vala Helgadóttir skrifar 20. mars 2017 07:00 Árið er 2017 og við lifum á tæknitímum. Þrátt fyrir það höfum við enn ekki komið okkur inn í nútímann með því að texta innlent sjónvarpsefni svo það sé aðgengilegt öllum íbúum landsins. Það er nefnilega svo að heyrnarskertir búa enn við þá takmörkun að geta ekki notið íslensks sjónvarpsefnis. Stjórnendur íslenskra fjölmiðla hafa tekið þá ákvörðun að þjónusta ekki þessa notendur sjónvarpsefnis. Í lögum um fjölmiðla segir að þær fjölmiðlaveitur sem miðla myndefni skuli eins og kostur er leitast við að gera þjónustu sína aðgengilega heyrnarskertum, m.a. með textun. Nokkrum sinnum hafa þingmenn gert tilraun til að breyta þessu og gera textun að skyldu fjölmiðla en það hefur ekki náð fram að ganga. Það liggja ekki fyrir nákvæmar tölur um það hversu margir Íslendingar búa við heyrnarskerðingu en miðað við önnur ríki má ætla að þetta séu um 10-15% eða 35-50 þúsund manns. Fjölmiðlar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki og skil ég ekki af hverju þeir gyrða sig ekki í brók hvað varðar þennan stóra hóp. Það er hvert einasta orð niðurskrifað í fréttatímum sjónvarps. Fréttamaðurinn les sjálfur texta af þar til gerðri vél og fréttirnar sem fara í loftið eru löngu tilbúnar. Þetta er vissulega dýrara, því einhver þarf að setja textann inn, en það þarf líka að gera í erlendum fréttum svo þetta er hægt. Tæknin er til staðar. Sama með innlenda dagskrárgerð. Flóknara er með beinar útsendingar en það er minnihluti innlends efnis. Hvernig væri nú að fara bara í þetta mál? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun
Árið er 2017 og við lifum á tæknitímum. Þrátt fyrir það höfum við enn ekki komið okkur inn í nútímann með því að texta innlent sjónvarpsefni svo það sé aðgengilegt öllum íbúum landsins. Það er nefnilega svo að heyrnarskertir búa enn við þá takmörkun að geta ekki notið íslensks sjónvarpsefnis. Stjórnendur íslenskra fjölmiðla hafa tekið þá ákvörðun að þjónusta ekki þessa notendur sjónvarpsefnis. Í lögum um fjölmiðla segir að þær fjölmiðlaveitur sem miðla myndefni skuli eins og kostur er leitast við að gera þjónustu sína aðgengilega heyrnarskertum, m.a. með textun. Nokkrum sinnum hafa þingmenn gert tilraun til að breyta þessu og gera textun að skyldu fjölmiðla en það hefur ekki náð fram að ganga. Það liggja ekki fyrir nákvæmar tölur um það hversu margir Íslendingar búa við heyrnarskerðingu en miðað við önnur ríki má ætla að þetta séu um 10-15% eða 35-50 þúsund manns. Fjölmiðlar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki og skil ég ekki af hverju þeir gyrða sig ekki í brók hvað varðar þennan stóra hóp. Það er hvert einasta orð niðurskrifað í fréttatímum sjónvarps. Fréttamaðurinn les sjálfur texta af þar til gerðri vél og fréttirnar sem fara í loftið eru löngu tilbúnar. Þetta er vissulega dýrara, því einhver þarf að setja textann inn, en það þarf líka að gera í erlendum fréttum svo þetta er hægt. Tæknin er til staðar. Sama með innlenda dagskrárgerð. Flóknara er með beinar útsendingar en það er minnihluti innlends efnis. Hvernig væri nú að fara bara í þetta mál?
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun