Starfsfólk Porsche fær 1,1 milljón í bónus Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2017 09:30 Porsche 911 Turbo S. Það er greinilega jafn gott að aka Porsche og að vinna fyrir Porsche. Um leið og Porsche greindi frá methagnaði sínum fyrir síðasta ár var tilkynnt að hver starfsmaður Porsche muni fá 1,1 milljón króna í bónus fyrir vel unnin störf á síðasta ári. Það verða 21.000 starfsmenn sem njóta þessa. Reyndar er upphæðin í evrum með nokkra skírskotun til frægasta framleiðslubíls Porsche, því hver og einn starfsmaður fær 9.111 evrur í bónusumslaginu. Vel má þar finna líkindi með Porsche 911 bílnum fræga. Á síðustu tveimur árum hefur Porsche verið svo til jafn rausnarlegt við starfsmenn sína og greitt þeim 8.911 og 8.600 evrur í bónus. Það er því stigvaxandi lukka að vinna fyrir þýska sportbílaframleiðandann. Það kemur ekki á óvart að þessi bónus Porsche er sá hæsti sem greiddur er innan stóru Volkswagen bílasamstæðunnar, en það gengur jú hvergi betur en hjá Porsche. Velta Porsche jókst um 4% á síðasta ári og nam 2.675 milljörðum króna og hagnaðurinn um 14% og var 468 milljarðar króna. Alls seldi Porsche 237.778 bíla í fyrra. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent
Það er greinilega jafn gott að aka Porsche og að vinna fyrir Porsche. Um leið og Porsche greindi frá methagnaði sínum fyrir síðasta ár var tilkynnt að hver starfsmaður Porsche muni fá 1,1 milljón króna í bónus fyrir vel unnin störf á síðasta ári. Það verða 21.000 starfsmenn sem njóta þessa. Reyndar er upphæðin í evrum með nokkra skírskotun til frægasta framleiðslubíls Porsche, því hver og einn starfsmaður fær 9.111 evrur í bónusumslaginu. Vel má þar finna líkindi með Porsche 911 bílnum fræga. Á síðustu tveimur árum hefur Porsche verið svo til jafn rausnarlegt við starfsmenn sína og greitt þeim 8.911 og 8.600 evrur í bónus. Það er því stigvaxandi lukka að vinna fyrir þýska sportbílaframleiðandann. Það kemur ekki á óvart að þessi bónus Porsche er sá hæsti sem greiddur er innan stóru Volkswagen bílasamstæðunnar, en það gengur jú hvergi betur en hjá Porsche. Velta Porsche jókst um 4% á síðasta ári og nam 2.675 milljörðum króna og hagnaðurinn um 14% og var 468 milljarðar króna. Alls seldi Porsche 237.778 bíla í fyrra.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent