Freydís Halla og Sturla Snær Íslandsmeistarar í stórsvigi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2017 16:26 Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason unnu stórsvigið. Mynd/Skíðasamband Íslands Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í stórsvigi en þetta var fyrsta alpagreinin sem keppt var í á Skíðamóti Íslands sem fram fer á Akureyri um helgina. Aðstæður á Hlíðarfjalli á Akureyri voru góðar en veður var mjög gott og snjórinn í brautinni hélt vel. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Skíðasambands Íslands. Keppnin í kvennaflokki var spennandi. Landsliðskonurnar Freydís Halla Einarsdóttir og Helga María Vilhjálmsdóttir háðu einvígi um Íslandsmeistaratitilinn og að lokum varð Freydís Halla hlutskarpari. Baráttan um þriðja sæti var ekki minni en eftir fyrri ferðina áttu fimm stelpur raunhæfan möguleika á að ná því. Andrea Björk Birkisdóttir átti frábæra seinni ferð og náði þriðja sætinu eftir að hafa verið í því fimmta að lokinni fyrri ferðinni. Í karlaflokki var Sturla Snær Snorrason með algjör yfirburði og sigraði með rúmlega tveimur og hálfri sekúndu. Í öðru sæti varð Jón Gunnar Guðmundsson og þriðji var síðan Sigurður Hauksson. Mikil samkeppni var um annað og þriðja sætið en eftir fyrri ferðina voru sjö karlar sem áttu möguleika og mikil spenna var í seinni ferðinni.Íslandsmeistaratitlar í stórsvigi 2017:Konur 1. Freydís Halla Einarsdóttir 2. Helga María Vilhjálmsdóttir 3. Andrea Björk Birkisdóttir18-20 ára stúlkur 1. Andrea Björk Birkisdóttir 2. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 3. Soffía Sóley Helgadóttir16-17 ára stúlkur 1. Harpa María Friðgeirsdóttir 2. Katla Björg Dagbjartsdóttir 3. María FinnbogadóttirKarlar 1. Sturla Snær Snorrason 2. Jón Gunnar Guðmundsson 3. Sigurður Hauksson18-20 ára drengir 1. Jón Gunnar Guðmundsson 2. Sigurður Hauksson 3. Björn Ásgeir Guðmundsson16-17 ára drengir 1. Georg Fannar Þórðarson 2. Jökull Þorri Helgason 3. Axel Reyr Rúnarsson Aðrar íþróttir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í stórsvigi en þetta var fyrsta alpagreinin sem keppt var í á Skíðamóti Íslands sem fram fer á Akureyri um helgina. Aðstæður á Hlíðarfjalli á Akureyri voru góðar en veður var mjög gott og snjórinn í brautinni hélt vel. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Skíðasambands Íslands. Keppnin í kvennaflokki var spennandi. Landsliðskonurnar Freydís Halla Einarsdóttir og Helga María Vilhjálmsdóttir háðu einvígi um Íslandsmeistaratitilinn og að lokum varð Freydís Halla hlutskarpari. Baráttan um þriðja sæti var ekki minni en eftir fyrri ferðina áttu fimm stelpur raunhæfan möguleika á að ná því. Andrea Björk Birkisdóttir átti frábæra seinni ferð og náði þriðja sætinu eftir að hafa verið í því fimmta að lokinni fyrri ferðinni. Í karlaflokki var Sturla Snær Snorrason með algjör yfirburði og sigraði með rúmlega tveimur og hálfri sekúndu. Í öðru sæti varð Jón Gunnar Guðmundsson og þriðji var síðan Sigurður Hauksson. Mikil samkeppni var um annað og þriðja sætið en eftir fyrri ferðina voru sjö karlar sem áttu möguleika og mikil spenna var í seinni ferðinni.Íslandsmeistaratitlar í stórsvigi 2017:Konur 1. Freydís Halla Einarsdóttir 2. Helga María Vilhjálmsdóttir 3. Andrea Björk Birkisdóttir18-20 ára stúlkur 1. Andrea Björk Birkisdóttir 2. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 3. Soffía Sóley Helgadóttir16-17 ára stúlkur 1. Harpa María Friðgeirsdóttir 2. Katla Björg Dagbjartsdóttir 3. María FinnbogadóttirKarlar 1. Sturla Snær Snorrason 2. Jón Gunnar Guðmundsson 3. Sigurður Hauksson18-20 ára drengir 1. Jón Gunnar Guðmundsson 2. Sigurður Hauksson 3. Björn Ásgeir Guðmundsson16-17 ára drengir 1. Georg Fannar Þórðarson 2. Jökull Þorri Helgason 3. Axel Reyr Rúnarsson
Aðrar íþróttir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira