Strákarnir upp um tvö sæti á heimslistanum: Konungar norðursins og miklu betri en Holland Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2017 09:45 Strákarnir okkar eru tíu sætum fyrir ofan Holland. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í 21. sæti á nýjum heimslista FIFA þegar hann verður gefinn út 6. apríl. Vefsíðan Football Rankings er búin að reikna út stöðuna eftir síðustu landsleikjaviku og er þetta staða strákanna okkar. Ísland var í 23. sæti á listanum í mars en það féll þá niður um þrjú sæti eftir að ná 20. sæti í febrúar. Það var besta staða íslenska liðsins á heimslistanum frá upphafi en á þeim tímapunkti átti Ísland karla- og kvennalandslið sem voru á meðal þeirra 20 bestu í heiminum.Á þeim tíma var Ísland á meðal átta fótboltastórvelda sem voru með karla- og kvennaliðin inn á topp 20 en hinar þjóðirnar voru og eru Brasilía, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Sviss, England og Ítalía.Heimir Hallgrímsson er aðeins búinn að tapa einum mótsleik síðan hann tók við einn.vísir/gettyTíu sætum fyrir ofan Holland Strákarnir okkar spiluðu tvo leiki í síðustu landsleikjaviku og unnu þá báða. Þeir unnu Kósóvó, 2-1, á útivelli í undankeppni HM 2018 og lögðu svo Írland í fyrsta sinn í Dyflinni, 1-0, með fallegu aukaspyrnumarki Harðar Björgvins Magnússonar. Þrátt fyrir tvo sigra tapaði Ísland þremur stigum á listanum. Það kom samt ekki í veg fyrir að lærisveinar Heimis Hallgrímssonar færðust upp um tvö sæti þar sem svo mörg lið í kringum íslenska liðið töpuðu mun fleiri stigum. Ísland er nú hvorki meira né minna en ellefu sætum fyrir ofan hollenska landsliðið en það mikla fótboltastórveldi fellur um ellefu sæti niður í 31. sæti. Holland hefur aldrei verið neðar á heimslistanum en neðst fór það í 26. sæti í júlí í fyrra. Tvær Norðurlandaþjóðir; Danmörk og Noregur, eru líka í sinni verstu stöðu í sögunni. Danir falla um þrjú sæti niður í 51. sæti en versta staða þeirra var 50. sæti í fyrra.Strákarnir eru áfram langbestir á Norðurlöndum.vísir/gettySvíar sækja á Norska liðið hans Lars Lagerbäck, sem tapaði í frumraun Svíans á móti Norður-Írlandi, fer niður um fimm sæti í 86. sætið. Það er versta staða liðsins í sögunni en lengst féll það niður í 84. sæti í nóvember á síðasta ári. Sænska landsliðið tekur stærsta stökk allra á meðal 50 efstu þjóðanna en Svíarnir fara upp um ellefu sæti eftir sigra gegn Hvíta-Rússlandi og Portúgal í síðustu landsleikjaviku. Svíar eru áfram næstbestir á Norðurlöndum en þeir eru nú í 34. sæti, þrettán sætum á eftir konungum norðursins, strákunum okkar. Eftir frábært gengi að undanförnu í undankeppni HM 2018 er Brasilía búin að endurheimta efsta sæti heimslistans en liðið hefur sætaskipti við Argentínu. Þýskaland er í þriðja sæti, Síle í fjórða og Kólumbía í fimmta sæti. Króatíska landsliðið, sem Ísland mætir á Laugardalsvelli í júní, fer niður um tvö sæti í 18. sætið þrátt fyrir sigur á Úkraínu í síðustu leik liðsins í undankeppni HM 2018. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Allt það flottasta úr leikjum vikunnar í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í 21. sæti á nýjum heimslista FIFA þegar hann verður gefinn út 6. apríl. Vefsíðan Football Rankings er búin að reikna út stöðuna eftir síðustu landsleikjaviku og er þetta staða strákanna okkar. Ísland var í 23. sæti á listanum í mars en það féll þá niður um þrjú sæti eftir að ná 20. sæti í febrúar. Það var besta staða íslenska liðsins á heimslistanum frá upphafi en á þeim tímapunkti átti Ísland karla- og kvennalandslið sem voru á meðal þeirra 20 bestu í heiminum.Á þeim tíma var Ísland á meðal átta fótboltastórvelda sem voru með karla- og kvennaliðin inn á topp 20 en hinar þjóðirnar voru og eru Brasilía, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Sviss, England og Ítalía.Heimir Hallgrímsson er aðeins búinn að tapa einum mótsleik síðan hann tók við einn.vísir/gettyTíu sætum fyrir ofan Holland Strákarnir okkar spiluðu tvo leiki í síðustu landsleikjaviku og unnu þá báða. Þeir unnu Kósóvó, 2-1, á útivelli í undankeppni HM 2018 og lögðu svo Írland í fyrsta sinn í Dyflinni, 1-0, með fallegu aukaspyrnumarki Harðar Björgvins Magnússonar. Þrátt fyrir tvo sigra tapaði Ísland þremur stigum á listanum. Það kom samt ekki í veg fyrir að lærisveinar Heimis Hallgrímssonar færðust upp um tvö sæti þar sem svo mörg lið í kringum íslenska liðið töpuðu mun fleiri stigum. Ísland er nú hvorki meira né minna en ellefu sætum fyrir ofan hollenska landsliðið en það mikla fótboltastórveldi fellur um ellefu sæti niður í 31. sæti. Holland hefur aldrei verið neðar á heimslistanum en neðst fór það í 26. sæti í júlí í fyrra. Tvær Norðurlandaþjóðir; Danmörk og Noregur, eru líka í sinni verstu stöðu í sögunni. Danir falla um þrjú sæti niður í 51. sæti en versta staða þeirra var 50. sæti í fyrra.Strákarnir eru áfram langbestir á Norðurlöndum.vísir/gettySvíar sækja á Norska liðið hans Lars Lagerbäck, sem tapaði í frumraun Svíans á móti Norður-Írlandi, fer niður um fimm sæti í 86. sætið. Það er versta staða liðsins í sögunni en lengst féll það niður í 84. sæti í nóvember á síðasta ári. Sænska landsliðið tekur stærsta stökk allra á meðal 50 efstu þjóðanna en Svíarnir fara upp um ellefu sæti eftir sigra gegn Hvíta-Rússlandi og Portúgal í síðustu landsleikjaviku. Svíar eru áfram næstbestir á Norðurlöndum en þeir eru nú í 34. sæti, þrettán sætum á eftir konungum norðursins, strákunum okkar. Eftir frábært gengi að undanförnu í undankeppni HM 2018 er Brasilía búin að endurheimta efsta sæti heimslistans en liðið hefur sætaskipti við Argentínu. Þýskaland er í þriðja sæti, Síle í fjórða og Kólumbía í fimmta sæti. Króatíska landsliðið, sem Ísland mætir á Laugardalsvelli í júní, fer niður um tvö sæti í 18. sætið þrátt fyrir sigur á Úkraínu í síðustu leik liðsins í undankeppni HM 2018.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Allt það flottasta úr leikjum vikunnar í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira