Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2017 09:00 Lars Lagerbäck var niðurlútur í Belfast. vísir/getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta fékk martraðarbyrjun sem þjálfari Noregs þegar liðið tapaði, 2-0, fyrir Norður-Írlandi í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2018 undir stjórn Svíans. Mikil spenna ríkti í fyrsta skipti í Noregi fyrir leik norska liðsins í langan tíma enda Lagerbäck orðin stórstjarna á Norðurlöndum og víðar um Evrópu fyrir ævintýralegan uppgang strákanna okkar. Norskir sparkspekingar og fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu norska liðsins og skelltu margir skuldinni á Lagerbäck sem fékk aðeins nokkra daga til að reyna að rétta af norsku skútuna sem hefur verið að sökkva núna í ansi mörg ár. Fjórir bestu þjálfarar Noregs eru ekki jafn svartsýnir og/eða neikvæðir eftir þennan fyrsta leik Lagerbäcks og koma honum til varnar. Þetta eru Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Noregsmeistara Rosenborgar, Dag-Eilev Fagermo, þjálfari Odd, Ronny Deila, þjálfari Vålerenga og Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde.Kåre Ingebrigtsen, Ronny Deila, Ole Gunnar Solskjær og Dag-Eilev Fagermovísir/gettyBjóst ekki við neinu „Ég bjóst ekki við neinu fyrir leikinn, bara alls engu. Fótbolti er svo erfið íþrótt og þú kemur engu til skila á fimm dögum. Þessi undankeppni var búin fyrir okkur löngu áður en kom að leiknum á móti Norður-Írlandi,“ segir Ingebrigtsen en þjálfararnir voru settust niður og ræddu norsku úrvalsdeildina og landsliðið á TV2 í aðdraganda norsku deildarinnar sem hefst á morgun. „Ég er viss um að Noregur mun standa sig vel í næstu leikjum í undankeppninni. Þá fáum við að sjá hversu gott liðið er. Það datt engum í hug að Noregur myndi leika sér að Norður-Írlandi eftir fimm daga með nýjum þjálfara. Noregur er ekki stórveldi í fótbolta. Við þurfum aðeins að átta okkur á hvar við stöndum.“ Dag-Eilev Fagermo, þjálfari Odd, er hjartanlega sammála kollega sínum og skellir skuldinni á leikmennina. „Fyrri hálfleikurinn voru mikil vonbrigði. Það voru leikmenn sem skiluðu ekki neinu vinnuframlagi og fyrirliðinn var skelfilegur. Þegar Lagerbäck kynnist hópnum betur á þetta eftir að verða betra,“ segir hann. „Það eru margir leikmenn í norska liðinu sem eru einfaldlega ekki eins góðir og fólk heldur að þeir séu. Lagerbäck verður að byggja upp sterka heild en við, þjálfara liðanna í Noregi, verðum að framleiða betri leikmenn,“ segir Fagermo.Lars Lagerbäck reynir að útskýra frammistöðuna eftir tapið í Belfast.vísir/gettyEkki betri með betri þjálfar Ronny Deila, sem gerði Celtic þrisvar sinnum að Skotlandsmeistara áður en hann sneri aftur heim til Noregs fyrir komandi leiktíð, hefur mikla trú á Lagerbäck og telur að norska liðið komist í umspilið í þessari undankeppni. „Við verðum að gefa Lagerbäck meira en fimm daga til að koma hugmyndafræði sinni áleiðis til leikmanna,“ segir Deila sem er ósammála Fagermo um gæði norskra leikmanna. „Þetta eru hans orð. Það er mín trú að við erum með nógu góða leikmenn í Noregi. Aðalatriðið hjá Lagerbäck er að koma sínum leikstíl til skila og fá það besta út úr leikmönnunum,“ segir Deila. Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherji Manchester United og tvöfaldur Noregsmeistari sem þjálfari Molde, stendur líka með Lagerbäck og segir leikmennina þurfa að gera betur. „Það eru engar skyndilausnir í fótbolta. Leikmennirnir verða ekkert miklu betri bara með því að fá nýjan þjálfara. Lars verður að fá tíma til að láta liðið spila eins og hann vill. Þetta verður nýtt fyrir leikmennina og það er erfitt verk framundan hjá Lars að fá liðið til að rísa á ný,“ segir Ole Gunnar Solskjær. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta fékk martraðarbyrjun sem þjálfari Noregs þegar liðið tapaði, 2-0, fyrir Norður-Írlandi í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2018 undir stjórn Svíans. Mikil spenna ríkti í fyrsta skipti í Noregi fyrir leik norska liðsins í langan tíma enda Lagerbäck orðin stórstjarna á Norðurlöndum og víðar um Evrópu fyrir ævintýralegan uppgang strákanna okkar. Norskir sparkspekingar og fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu norska liðsins og skelltu margir skuldinni á Lagerbäck sem fékk aðeins nokkra daga til að reyna að rétta af norsku skútuna sem hefur verið að sökkva núna í ansi mörg ár. Fjórir bestu þjálfarar Noregs eru ekki jafn svartsýnir og/eða neikvæðir eftir þennan fyrsta leik Lagerbäcks og koma honum til varnar. Þetta eru Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Noregsmeistara Rosenborgar, Dag-Eilev Fagermo, þjálfari Odd, Ronny Deila, þjálfari Vålerenga og Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde.Kåre Ingebrigtsen, Ronny Deila, Ole Gunnar Solskjær og Dag-Eilev Fagermovísir/gettyBjóst ekki við neinu „Ég bjóst ekki við neinu fyrir leikinn, bara alls engu. Fótbolti er svo erfið íþrótt og þú kemur engu til skila á fimm dögum. Þessi undankeppni var búin fyrir okkur löngu áður en kom að leiknum á móti Norður-Írlandi,“ segir Ingebrigtsen en þjálfararnir voru settust niður og ræddu norsku úrvalsdeildina og landsliðið á TV2 í aðdraganda norsku deildarinnar sem hefst á morgun. „Ég er viss um að Noregur mun standa sig vel í næstu leikjum í undankeppninni. Þá fáum við að sjá hversu gott liðið er. Það datt engum í hug að Noregur myndi leika sér að Norður-Írlandi eftir fimm daga með nýjum þjálfara. Noregur er ekki stórveldi í fótbolta. Við þurfum aðeins að átta okkur á hvar við stöndum.“ Dag-Eilev Fagermo, þjálfari Odd, er hjartanlega sammála kollega sínum og skellir skuldinni á leikmennina. „Fyrri hálfleikurinn voru mikil vonbrigði. Það voru leikmenn sem skiluðu ekki neinu vinnuframlagi og fyrirliðinn var skelfilegur. Þegar Lagerbäck kynnist hópnum betur á þetta eftir að verða betra,“ segir hann. „Það eru margir leikmenn í norska liðinu sem eru einfaldlega ekki eins góðir og fólk heldur að þeir séu. Lagerbäck verður að byggja upp sterka heild en við, þjálfara liðanna í Noregi, verðum að framleiða betri leikmenn,“ segir Fagermo.Lars Lagerbäck reynir að útskýra frammistöðuna eftir tapið í Belfast.vísir/gettyEkki betri með betri þjálfar Ronny Deila, sem gerði Celtic þrisvar sinnum að Skotlandsmeistara áður en hann sneri aftur heim til Noregs fyrir komandi leiktíð, hefur mikla trú á Lagerbäck og telur að norska liðið komist í umspilið í þessari undankeppni. „Við verðum að gefa Lagerbäck meira en fimm daga til að koma hugmyndafræði sinni áleiðis til leikmanna,“ segir Deila sem er ósammála Fagermo um gæði norskra leikmanna. „Þetta eru hans orð. Það er mín trú að við erum með nógu góða leikmenn í Noregi. Aðalatriðið hjá Lagerbäck er að koma sínum leikstíl til skila og fá það besta út úr leikmönnunum,“ segir Deila. Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherji Manchester United og tvöfaldur Noregsmeistari sem þjálfari Molde, stendur líka með Lagerbäck og segir leikmennina þurfa að gera betur. „Það eru engar skyndilausnir í fótbolta. Leikmennirnir verða ekkert miklu betri bara með því að fá nýjan þjálfara. Lars verður að fá tíma til að láta liðið spila eins og hann vill. Þetta verður nýtt fyrir leikmennina og það er erfitt verk framundan hjá Lars að fá liðið til að rísa á ný,“ segir Ole Gunnar Solskjær.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira