Sunna: Trúi því að pabbi og systir mín berjist með mér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. mars 2017 19:30 Sunna Rannveig Davíðsdóttir barðist sinn annan atvinnumannabardaga í Kansas City um síðustu helgi. Hún hafði þá betur gegn hinni bandarísku Mallory Martin í hörkubardaga hjá Invicta-bardagasambandinu. Bardagi Sunnu og Martin var rosalegur og kom það fáum á óvart að bardagi þeirra hafi verið valinn bardagi kvöldsins. Sunna vann fyrstu lotuna en Martin kom sterk til baka í annarri lotu og náði þá að vanka Sunnu og héldu margir að okkar kona væri þá búin að vera. Hún fann samt einhvern ótrúlegan kraft fyrir lokalotuna sem hún vann en hvar fann hún þetta aukabensín á tankinn? „Ég hugsa til dóttur minnar sem er að horfa og þeirra sem styðja við bakið á mér. Ég hef gengið í gegnum ýmislegt um tíðina. Ætli það séu ekki þær stundir sem maður hugsar um. Þegar maður hefur þurft að standa upp aftur,“ segir Sunna alvarleg og einlæg. „Ég hef misst pabba minn og systur mína. Ég hugsa til þeirra og sæki kraft til þeirra. Ég hugsa að þau séu að berjast með mér. Ég trúi því að þau séu hjá mér. Þegar á móti blæs þá koma þau sterk inn og berjast fyrir mig ef eitthvað er.“Sunna sendir hjarta heim eftir bardagann.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirSunna á sér stóra drauma og hefur sett stefnuna á að komast að hjá stærsta bardagasambandi heims, UFC. „Ég hugsa að dyrnar séu að opnast ef þær eru ekki opnar nú þegar. Ég nýt þess samt í tætlur að berjast þar sem ég er núna. Þangað stefndi ég lengi og er að njóta hvers augnabliks.“ Jón Viðar Arnþórsson, þjálfari Sunnu og formaður Mjölnis, hefur gríðarlega trú á sinni konu og telur að hún muni fara langt. „Ef hún vinnur næstu einn til þrjá bardaga hjá Invicta að þá mun UFC banka á dyrnar. Hún er strax orðin mjög vinsæl hjá Invicta. Það vildu allir taka myndir af henni eftir bardagann. Hún fer fljótt í UFC ef vel gengur þarna,“ segir Jón Viðar og bætir við að hann sé þegar búin að ræða við fólk frá UFC um Sunnu enda þekkir hann vel til þar eftir að hafa verið í horni Gunnars Nelson frá upphafi. Sjá má fréttina hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00 Sunna Rannveig með sigur í hörðum bardaga Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. 26. mars 2017 04:23 Mamma hætti að horfa í annarri lotu Sunna Rannveig Davíðsdóttir barðist sinn annan atvinnumannabardaga um helgina. Hún hafði sigur eftir þrjár rosalegar lotur gegn hinni bandarísku Mallory Martin. Móðir Sunnu hafði ekki taugar í að horfa á bardagann. 27. mars 2017 06:00 Sjáðu það helsta úr bardaga Sunnu Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir vann sinn annan atvinnumannabardaga í gær er hún hafði betur gegn Mallory Martin í frábærum bardaga. 26. mars 2017 15:18 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir barðist sinn annan atvinnumannabardaga í Kansas City um síðustu helgi. Hún hafði þá betur gegn hinni bandarísku Mallory Martin í hörkubardaga hjá Invicta-bardagasambandinu. Bardagi Sunnu og Martin var rosalegur og kom það fáum á óvart að bardagi þeirra hafi verið valinn bardagi kvöldsins. Sunna vann fyrstu lotuna en Martin kom sterk til baka í annarri lotu og náði þá að vanka Sunnu og héldu margir að okkar kona væri þá búin að vera. Hún fann samt einhvern ótrúlegan kraft fyrir lokalotuna sem hún vann en hvar fann hún þetta aukabensín á tankinn? „Ég hugsa til dóttur minnar sem er að horfa og þeirra sem styðja við bakið á mér. Ég hef gengið í gegnum ýmislegt um tíðina. Ætli það séu ekki þær stundir sem maður hugsar um. Þegar maður hefur þurft að standa upp aftur,“ segir Sunna alvarleg og einlæg. „Ég hef misst pabba minn og systur mína. Ég hugsa til þeirra og sæki kraft til þeirra. Ég hugsa að þau séu að berjast með mér. Ég trúi því að þau séu hjá mér. Þegar á móti blæs þá koma þau sterk inn og berjast fyrir mig ef eitthvað er.“Sunna sendir hjarta heim eftir bardagann.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirSunna á sér stóra drauma og hefur sett stefnuna á að komast að hjá stærsta bardagasambandi heims, UFC. „Ég hugsa að dyrnar séu að opnast ef þær eru ekki opnar nú þegar. Ég nýt þess samt í tætlur að berjast þar sem ég er núna. Þangað stefndi ég lengi og er að njóta hvers augnabliks.“ Jón Viðar Arnþórsson, þjálfari Sunnu og formaður Mjölnis, hefur gríðarlega trú á sinni konu og telur að hún muni fara langt. „Ef hún vinnur næstu einn til þrjá bardaga hjá Invicta að þá mun UFC banka á dyrnar. Hún er strax orðin mjög vinsæl hjá Invicta. Það vildu allir taka myndir af henni eftir bardagann. Hún fer fljótt í UFC ef vel gengur þarna,“ segir Jón Viðar og bætir við að hann sé þegar búin að ræða við fólk frá UFC um Sunnu enda þekkir hann vel til þar eftir að hafa verið í horni Gunnars Nelson frá upphafi. Sjá má fréttina hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00 Sunna Rannveig með sigur í hörðum bardaga Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. 26. mars 2017 04:23 Mamma hætti að horfa í annarri lotu Sunna Rannveig Davíðsdóttir barðist sinn annan atvinnumannabardaga um helgina. Hún hafði sigur eftir þrjár rosalegar lotur gegn hinni bandarísku Mallory Martin. Móðir Sunnu hafði ekki taugar í að horfa á bardagann. 27. mars 2017 06:00 Sjáðu það helsta úr bardaga Sunnu Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir vann sinn annan atvinnumannabardaga í gær er hún hafði betur gegn Mallory Martin í frábærum bardaga. 26. mars 2017 15:18 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira
Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00
Sunna Rannveig með sigur í hörðum bardaga Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. 26. mars 2017 04:23
Mamma hætti að horfa í annarri lotu Sunna Rannveig Davíðsdóttir barðist sinn annan atvinnumannabardaga um helgina. Hún hafði sigur eftir þrjár rosalegar lotur gegn hinni bandarísku Mallory Martin. Móðir Sunnu hafði ekki taugar í að horfa á bardagann. 27. mars 2017 06:00
Sjáðu það helsta úr bardaga Sunnu Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir vann sinn annan atvinnumannabardaga í gær er hún hafði betur gegn Mallory Martin í frábærum bardaga. 26. mars 2017 15:18