Fífill og fjall á 5.000 kall Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. mars 2017 00:00 Það eru ekki nema fimm ár síðan íslensk leikkona þóttist vera útlensk að njóta lífsins á Íslandi undir dillandi tónum Emilíu Torrini í Inspired by Iceland-myndbandinu fræga. Takmarkið var að auka ferðamannastrauminn og það tókst þó myndbandinu sé ekki einu að þakka. Það var einskonar upphaf þessarar ævintýralegu ferðamannabólu. Framtakssemin, hugmyndaauðgin og dugnaðurinn í íslenska ferðamannabransanum hefur skilað milljónum túrista hingað til lands og hjálpað til við að rétta af efnahag þjóðarinnar. Maður gengur ekki niður Laugaveginn lengur og heyrir íslenska tungu, þar eru ekkert nema gangandi evrur, dollarar og jen klædd í ull eða flís. En eins og alltaf í góðum hópi eru aular sem vilja allt eyðileggja. Menn og konur sem reyna eins og þau geta að skemma orðspor þjóðarinnar með græðgi. Það er nefnilega nóg af kjánum sem eru, eins og KK söng um, tilbúnir að selja fífil og fjall fyrir 5.000 kall. Nú síðast fréttum við af okurverði á íslensku sælgæti og leigubílstjórum sem svíkja og pretta gesti sem eru nýlentir. Að rukka fólk um rúman fimm þúsund kall fyrir leigubílaferð úr Leifsstöð inn í Keflavík er millitími á heimsmælikvarða í óheiðarlegheitum. Á meðan sumir svindla svona á gestum rukkum við svo ekki á eðlilegum og fjölförnum stöðum til að halda þeim aðlaðandi og hreinlega gangandi þótt það þekkist út um allan heim. Við virðumst ekki vilja heiðarlegar tekjur af náttúruperlum okkar en seljum svo vatnsflöskur sem eru svo dýrar að gangast þarf undir greiðslumat til að væta kverkar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Það eru ekki nema fimm ár síðan íslensk leikkona þóttist vera útlensk að njóta lífsins á Íslandi undir dillandi tónum Emilíu Torrini í Inspired by Iceland-myndbandinu fræga. Takmarkið var að auka ferðamannastrauminn og það tókst þó myndbandinu sé ekki einu að þakka. Það var einskonar upphaf þessarar ævintýralegu ferðamannabólu. Framtakssemin, hugmyndaauðgin og dugnaðurinn í íslenska ferðamannabransanum hefur skilað milljónum túrista hingað til lands og hjálpað til við að rétta af efnahag þjóðarinnar. Maður gengur ekki niður Laugaveginn lengur og heyrir íslenska tungu, þar eru ekkert nema gangandi evrur, dollarar og jen klædd í ull eða flís. En eins og alltaf í góðum hópi eru aular sem vilja allt eyðileggja. Menn og konur sem reyna eins og þau geta að skemma orðspor þjóðarinnar með græðgi. Það er nefnilega nóg af kjánum sem eru, eins og KK söng um, tilbúnir að selja fífil og fjall fyrir 5.000 kall. Nú síðast fréttum við af okurverði á íslensku sælgæti og leigubílstjórum sem svíkja og pretta gesti sem eru nýlentir. Að rukka fólk um rúman fimm þúsund kall fyrir leigubílaferð úr Leifsstöð inn í Keflavík er millitími á heimsmælikvarða í óheiðarlegheitum. Á meðan sumir svindla svona á gestum rukkum við svo ekki á eðlilegum og fjölförnum stöðum til að halda þeim aðlaðandi og hreinlega gangandi þótt það þekkist út um allan heim. Við virðumst ekki vilja heiðarlegar tekjur af náttúruperlum okkar en seljum svo vatnsflöskur sem eru svo dýrar að gangast þarf undir greiðslumat til að væta kverkar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun