Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. mars 2017 06:00 Freyr Alexendersson og kvennalandsliðið. Vísir/Getty Fótbolti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti í gær 23 manna leikmannahóp sem mætir Slóvakíu og Hollandi ytra í tveimur vináttuleikjum í byrjun næsta mánaðar. Í hópinn vantar fjóra fastamenn sem eru meiddir en það eru Dagný Brynjarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir. Sú síðastnefnda sleit krossband fyrir nokkrum vikum og á engan möguleika á að ná EM í Hollandi í sumar. Hinar eru líklegri en staðan er ekki góð. „Ég er auðvitað óánægður með að þurfa að glíma við þetta núna þegar það eru ekki nema rúmlega 100 dagar í Evrópumótið,“ sagði Freyr á fréttamannafundi í gær frekar svekktur með stöðuna á liðinu. Freyr gat stillt upp nánast sama liði alla undankeppnina þar sem stelpurnar unnu alla leiki nema einn en nú þegar styttist í mótið þarf hann að tækla þessi meiðslavandræði. „Það hafa aðrir leikmenn komið inn og fengið tækifæri. Ég hef fengið mörg jákvæð svör og er í heildina sáttur við undirbúninginn til þessa fyrir utan þessi meiðsli,“ sagði Freyr. Hann sagði að Dagný Brynjarsdóttir væri frá fram í apríl og gæti ekki spilað þessa stundina en lengra væri í Hólmfríði og Söndru Maríu.Sara Björk Gunnarsdóttir.Vísir/GettyHarpa ekki hætt Íslenska liðið hefur verið án Hörpu Þorsteinsdóttur, aðalframherja þess, frá því undankeppni EM 2017 lauk. Hún var markahæst í undankeppninni með tíu mörk og algjör lykilmaður í sóknarleiknum. Frá því að hún meiddist eru stelpurnar búnar að spila sjö leiki án þess að framherji sem byrjar leikinn skori mark. „Já, þetta er rétt hjá þér,“ sagði Freyr þegar þessi tölfræði var borin undir hann á fundinum í gær. „Ég get alveg viðurkennt það að ég hef ekki verið ánægður með öll þau svör sem ég hef fengið frá þeim leikmönnum sem hafa fengið tækifærið í fjarveru Hörpu en ég er ekki búinn að gefast upp á þeim.“ Harpa tók sér frí vegna barnsburðar en hennar annað barn kom í heiminn fyrir tveimur vikum. „Ég fundaði með Hörpu fyrir viku. Það var í fyrsta sinn sem við ræddum málin eftir barnsburðinn. Ég þurfti fyrst og fremst að fá svar við því hvort hún ætlar að halda áfram í fótbolta og svarið við því var jákvætt. Tíminn leiðir svo í ljós hvort hún verði komin í nægilega gott stand til að spila fyrir landsliðið,“ sagði Freyr.Margrét Lára Viðarsdóttir.Vísir/GettyBíður eftir þeim bestu Mark Sampson, kollegi Freys hjá enska landsliðinu, tilkynnir lokahópinn fyrir EM á mánudaginn en það ætlar Freyr svo sannarlega ekki að gera alveg strax. Hann veit hver sterkasti hópur hans er en getur ekki tekið ákvörðun vegna meiðslanna. „Ég mun bíða eftir lykilmönnum eins lengi og ég get. Það er alveg ljóst að ég þarf að bíða. Það vita allir hvaða leikmenn þetta eru og þetta eru leikmenn sem skipta máli,“ sagði Freyr en benti á stöðu karlalandsliðsins á EM í fyrra. „Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM en þeir skiluðu góðri frammistöðu. Ég lærði af undirbúningi karlaliðsins að tilkynna hópinn ekki of fljótt. Ég mun bíða eins lengi og ég get með lokahópinn til að sjá hvort okkar sterkustu póstar komi til baka.“Vísir/Getty EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Sjá meira
Fótbolti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti í gær 23 manna leikmannahóp sem mætir Slóvakíu og Hollandi ytra í tveimur vináttuleikjum í byrjun næsta mánaðar. Í hópinn vantar fjóra fastamenn sem eru meiddir en það eru Dagný Brynjarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir. Sú síðastnefnda sleit krossband fyrir nokkrum vikum og á engan möguleika á að ná EM í Hollandi í sumar. Hinar eru líklegri en staðan er ekki góð. „Ég er auðvitað óánægður með að þurfa að glíma við þetta núna þegar það eru ekki nema rúmlega 100 dagar í Evrópumótið,“ sagði Freyr á fréttamannafundi í gær frekar svekktur með stöðuna á liðinu. Freyr gat stillt upp nánast sama liði alla undankeppnina þar sem stelpurnar unnu alla leiki nema einn en nú þegar styttist í mótið þarf hann að tækla þessi meiðslavandræði. „Það hafa aðrir leikmenn komið inn og fengið tækifæri. Ég hef fengið mörg jákvæð svör og er í heildina sáttur við undirbúninginn til þessa fyrir utan þessi meiðsli,“ sagði Freyr. Hann sagði að Dagný Brynjarsdóttir væri frá fram í apríl og gæti ekki spilað þessa stundina en lengra væri í Hólmfríði og Söndru Maríu.Sara Björk Gunnarsdóttir.Vísir/GettyHarpa ekki hætt Íslenska liðið hefur verið án Hörpu Þorsteinsdóttur, aðalframherja þess, frá því undankeppni EM 2017 lauk. Hún var markahæst í undankeppninni með tíu mörk og algjör lykilmaður í sóknarleiknum. Frá því að hún meiddist eru stelpurnar búnar að spila sjö leiki án þess að framherji sem byrjar leikinn skori mark. „Já, þetta er rétt hjá þér,“ sagði Freyr þegar þessi tölfræði var borin undir hann á fundinum í gær. „Ég get alveg viðurkennt það að ég hef ekki verið ánægður með öll þau svör sem ég hef fengið frá þeim leikmönnum sem hafa fengið tækifærið í fjarveru Hörpu en ég er ekki búinn að gefast upp á þeim.“ Harpa tók sér frí vegna barnsburðar en hennar annað barn kom í heiminn fyrir tveimur vikum. „Ég fundaði með Hörpu fyrir viku. Það var í fyrsta sinn sem við ræddum málin eftir barnsburðinn. Ég þurfti fyrst og fremst að fá svar við því hvort hún ætlar að halda áfram í fótbolta og svarið við því var jákvætt. Tíminn leiðir svo í ljós hvort hún verði komin í nægilega gott stand til að spila fyrir landsliðið,“ sagði Freyr.Margrét Lára Viðarsdóttir.Vísir/GettyBíður eftir þeim bestu Mark Sampson, kollegi Freys hjá enska landsliðinu, tilkynnir lokahópinn fyrir EM á mánudaginn en það ætlar Freyr svo sannarlega ekki að gera alveg strax. Hann veit hver sterkasti hópur hans er en getur ekki tekið ákvörðun vegna meiðslanna. „Ég mun bíða eftir lykilmönnum eins lengi og ég get. Það er alveg ljóst að ég þarf að bíða. Það vita allir hvaða leikmenn þetta eru og þetta eru leikmenn sem skipta máli,“ sagði Freyr en benti á stöðu karlalandsliðsins á EM í fyrra. „Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM en þeir skiluðu góðri frammistöðu. Ég lærði af undirbúningi karlaliðsins að tilkynna hópinn ekki of fljótt. Ég mun bíða eins lengi og ég get með lokahópinn til að sjá hvort okkar sterkustu póstar komi til baka.“Vísir/Getty
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Sjá meira