Brexit – hvað gerist næst? Árni Páll Árnason skrifar 30. mars 2017 07:00 Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því ég skrifaði fyrri greinar mínar um Brexit. Bresk stjórnvöld hafa nú virkjað hina margfrægu 50. gr. stofnsáttmála ESB. Þar með er hafið ferli sem mun leiða til þess að eftir rétt tvö ár verða Bretar ekki lengur meðlimir ESB, óháð því hvort tekist hafi að greiða úr öllum samningum um framtíðarviðskiptafyrirkomulag milli ESB og Bretlands þegar þar að kemur. Samningarnir næstu tvö árin verða flóknir og tímafrekir og niðurstaða mjög óljós, en hvorki hinn skammi tími né pólitískar aðstæður í lykilríkjum ESB vinna með Bretum.Peningar verða fyrsta mál á dagskrá Fyrsta málið sem á að taka á dagskrá skv. 50. greininni eru skilnaðarkjör útgönguríkisins. Í því felst uppgjör hlutdeildar Breta í sameiginlegum skuldbindingum ESB. Af opinberum yfirlýsingum aðila undanfarið er ljóst að þar mun væntanlega bera mikið á milli. Bretar vilja samhliða hefja tafarlaust samninga um viðskiptakjör eftir útgöngu, enda vinnur tíminn ekki með þeim eins og áður sagði. Flest bendir hins vegar til að ríki ESB muni halda fast við að ljúka fyrst samningum um skilnaðarkjörin, áður en framtíðarviðskiptatengsl verða rædd. Leiðtogar ESB munu ekki samþykkja umboð til aðalsamningamanns fyrr en í lok apríl og svo má búast við að fremur lítið gerist í samningaviðræðum fyrr en eftir þingkosningar í Þýskalandi á hausti komanda. Ef peningamálin standa í aðilum, getur því hæglega liðið hálft til eitt ár áður en hafist er handa um samninga um viðskiptakjörin.Bretar vilja alveg út ... Það markaði tímamót í janúarlok þegar Theresa May, forsætisráðherra Breta, kvað loks upp úr um það að Bretar myndu ekki æskja sambærilegrar aðildar að innri markaði ESB og t.d. Ísland og Noregur njóta nú með EES-samningnum. Þannig er það orðið ljóst að bresk stjórnvöld vilja setja hömlur á frjálsa för fólks í öndvegi samningsmarkmiða og eru tilbúin að fórna fyrir það hindrunarlausri aðild að einstökum þáttum innri markaðarins. Markmið þeirra í samningunum munu væntanlega verða þau að freista þess að halda eins miklu af þeim markaðsaðgangi sem Bretar nú njóta, áfram eftir að aðild lýkur. Það er hins vegar ekki einfalt úrlausnar, þótt það hljómi vandræðalaust. Markaðsaðgangur að innri markaði ESB og EES er almennt skilyrtur því að ríki viðurkenni sameiginlegar reglur um markaðssetningu vöru og þjónustu og lúti eftirliti með því að þær séu virtar, eins og raunin er innan EES. Eitt helsta vígorð breskra útgöngusinna hefur verið að ?ná aftur stjórn? (e. Take back control). Það verður ekki einfalt fyrir May að sannfæra þá um ágæti útgöngusamnings sem gerir ráð fyrir að Bretar viðurkenni ESB-reglur á einstökum sviðum (t.d. í fjármálaþjónustu eða sjávarútvegi) og sæti eftirliti ESB eftirlitsaðila með því um ófyrirsjáanlega framtíð.... en hvað má það kosta? Stóri óvissuþátturinn er hvernig viðskiptasambandi Breta við Evrópu verður háttað til lengri tíma litið. Sú óvissa er meiri þar sem Bretar hafa ákveðið að sækjast ekki eftir sambærilegum aðgangi að innri markaðnum og Ísland og Noregur njóta á grundvelli EES. Nú þegar er óvissa meðal breskra fyrirtækja í flugi og fjármálaþjónustu um aðgang þeirra að Evrópumarkaði og a.m.k. einhverjar líkur á að þau muni þurfa að flytja höfuðstöðvar sínar til ESB landa eftir Brexit. Flest slík fyrirtæki eru nú þegar byrjuð að teikna upp ýmsar sviðsmyndir, enda óvissan um endanlega niðurstöðu mikil og tíminn fram að útgöngu stuttur. Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, hefur varað Breta við að menn hafi í reynd ekki lagt niður fyrir sér hvernig það eigi að geta gengið upp að ganga úr ESB og út af innri markaðnum, en halda samt óbreyttu mynstri viðskipta við Evrópu. Hann spurði sem dæmi hvernig menn ætluðu að fara að því að fara út úr því rafræna upplýsingakerfi sem nú gerir 12.000 breskum vöruflutningabílum á dag kleift að fara hindrunarlaust til annarra ESB-ríkja. Svarið við þeirri spurningu hefur gríðarlega þýðingu fyrir þau íslensku fyrirtæki sem landa vöru í Bretlandi og aka til Evrópu.Þýðingin fyrir Ísland Brexit mun án efa hafa áhrif á íslenska viðskiptahagsmuni. Við njótum nú þegar fullkomins aðgangs að breskum markaði og þau viðskiptakjör geta því trauðla batnað. Áhrifin geta orðið mjög ólík eftir atvinnugreinum. Í stöðunni eru ýmsar hættur fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, en að sama skapi tækifæri fyrir fyrirtæki sem eru í beinni samkeppni við bresk fyrirtæki á Evrópumarkaði. Þá getur innlend ferðaþjónusta og fjármálaþjónusta orðið fyrir neikvæðum áhrifum. Samningar Breta við ESB og sú innlenda löggjöf sem þeir munu taka upp í kjölfarið mun skera úr um þetta. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því ég skrifaði fyrri greinar mínar um Brexit. Bresk stjórnvöld hafa nú virkjað hina margfrægu 50. gr. stofnsáttmála ESB. Þar með er hafið ferli sem mun leiða til þess að eftir rétt tvö ár verða Bretar ekki lengur meðlimir ESB, óháð því hvort tekist hafi að greiða úr öllum samningum um framtíðarviðskiptafyrirkomulag milli ESB og Bretlands þegar þar að kemur. Samningarnir næstu tvö árin verða flóknir og tímafrekir og niðurstaða mjög óljós, en hvorki hinn skammi tími né pólitískar aðstæður í lykilríkjum ESB vinna með Bretum.Peningar verða fyrsta mál á dagskrá Fyrsta málið sem á að taka á dagskrá skv. 50. greininni eru skilnaðarkjör útgönguríkisins. Í því felst uppgjör hlutdeildar Breta í sameiginlegum skuldbindingum ESB. Af opinberum yfirlýsingum aðila undanfarið er ljóst að þar mun væntanlega bera mikið á milli. Bretar vilja samhliða hefja tafarlaust samninga um viðskiptakjör eftir útgöngu, enda vinnur tíminn ekki með þeim eins og áður sagði. Flest bendir hins vegar til að ríki ESB muni halda fast við að ljúka fyrst samningum um skilnaðarkjörin, áður en framtíðarviðskiptatengsl verða rædd. Leiðtogar ESB munu ekki samþykkja umboð til aðalsamningamanns fyrr en í lok apríl og svo má búast við að fremur lítið gerist í samningaviðræðum fyrr en eftir þingkosningar í Þýskalandi á hausti komanda. Ef peningamálin standa í aðilum, getur því hæglega liðið hálft til eitt ár áður en hafist er handa um samninga um viðskiptakjörin.Bretar vilja alveg út ... Það markaði tímamót í janúarlok þegar Theresa May, forsætisráðherra Breta, kvað loks upp úr um það að Bretar myndu ekki æskja sambærilegrar aðildar að innri markaði ESB og t.d. Ísland og Noregur njóta nú með EES-samningnum. Þannig er það orðið ljóst að bresk stjórnvöld vilja setja hömlur á frjálsa för fólks í öndvegi samningsmarkmiða og eru tilbúin að fórna fyrir það hindrunarlausri aðild að einstökum þáttum innri markaðarins. Markmið þeirra í samningunum munu væntanlega verða þau að freista þess að halda eins miklu af þeim markaðsaðgangi sem Bretar nú njóta, áfram eftir að aðild lýkur. Það er hins vegar ekki einfalt úrlausnar, þótt það hljómi vandræðalaust. Markaðsaðgangur að innri markaði ESB og EES er almennt skilyrtur því að ríki viðurkenni sameiginlegar reglur um markaðssetningu vöru og þjónustu og lúti eftirliti með því að þær séu virtar, eins og raunin er innan EES. Eitt helsta vígorð breskra útgöngusinna hefur verið að ?ná aftur stjórn? (e. Take back control). Það verður ekki einfalt fyrir May að sannfæra þá um ágæti útgöngusamnings sem gerir ráð fyrir að Bretar viðurkenni ESB-reglur á einstökum sviðum (t.d. í fjármálaþjónustu eða sjávarútvegi) og sæti eftirliti ESB eftirlitsaðila með því um ófyrirsjáanlega framtíð.... en hvað má það kosta? Stóri óvissuþátturinn er hvernig viðskiptasambandi Breta við Evrópu verður háttað til lengri tíma litið. Sú óvissa er meiri þar sem Bretar hafa ákveðið að sækjast ekki eftir sambærilegum aðgangi að innri markaðnum og Ísland og Noregur njóta á grundvelli EES. Nú þegar er óvissa meðal breskra fyrirtækja í flugi og fjármálaþjónustu um aðgang þeirra að Evrópumarkaði og a.m.k. einhverjar líkur á að þau muni þurfa að flytja höfuðstöðvar sínar til ESB landa eftir Brexit. Flest slík fyrirtæki eru nú þegar byrjuð að teikna upp ýmsar sviðsmyndir, enda óvissan um endanlega niðurstöðu mikil og tíminn fram að útgöngu stuttur. Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, hefur varað Breta við að menn hafi í reynd ekki lagt niður fyrir sér hvernig það eigi að geta gengið upp að ganga úr ESB og út af innri markaðnum, en halda samt óbreyttu mynstri viðskipta við Evrópu. Hann spurði sem dæmi hvernig menn ætluðu að fara að því að fara út úr því rafræna upplýsingakerfi sem nú gerir 12.000 breskum vöruflutningabílum á dag kleift að fara hindrunarlaust til annarra ESB-ríkja. Svarið við þeirri spurningu hefur gríðarlega þýðingu fyrir þau íslensku fyrirtæki sem landa vöru í Bretlandi og aka til Evrópu.Þýðingin fyrir Ísland Brexit mun án efa hafa áhrif á íslenska viðskiptahagsmuni. Við njótum nú þegar fullkomins aðgangs að breskum markaði og þau viðskiptakjör geta því trauðla batnað. Áhrifin geta orðið mjög ólík eftir atvinnugreinum. Í stöðunni eru ýmsar hættur fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, en að sama skapi tækifæri fyrir fyrirtæki sem eru í beinni samkeppni við bresk fyrirtæki á Evrópumarkaði. Þá getur innlend ferðaþjónusta og fjármálaþjónusta orðið fyrir neikvæðum áhrifum. Samningar Breta við ESB og sú innlenda löggjöf sem þeir munu taka upp í kjölfarið mun skera úr um þetta. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar