Jóhann: Langar að prófa KR Smári Jökull Jónsson skrifar 8. apríl 2017 18:43 Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var afar sáttur með sína menn í dag. Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var alsæll í leikslok og stuðningsmenn Grindavíkur sungu stuðningssöngva honum til heiðurs þegar leiknum var lokið. Hann var afar ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu. „Þetta var bara príma, mjög gott. Ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna. Frammistaðan var fáránlega góð. Ég reiknaði ekki með nærri 40 stiga sigri en miðað við þróunina þá vorum við mikið betri og langaði þetta miklu meira. Maður var á kafla farinn að vorkenna þeim hvað þeir voru slakir, ég viðurkenni það,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi í leikslok. „Við vorum mikið betri allt einvígið og eigum þetta fyllilega skilið. Við settum annan leikinn upp sem úrslitaleik, fyrsti leikurinn var plús. Í leik tvö voru þeir komnir í erfiða stöðu og í kvöld sást það þegar við tókum forystu að það kom örvænting í þeirra leik.“ Grindvíkingar fengu mikið framlag frá öllu liðinu og meðal annars 37 stig af bekknum í dag. „Við erum að fá hörku framlag af bekknum. Þorsteinn, Ingvi og svo Jens sem skilar flottum mínútum. Síðustu 15 mínúturnar var þetta bara vitleysa. Þá hittum við úr öllu og það gekk ekkert hjá þeim. Mínir menn eiga hrós skilið og heildarframmistaðan og holningin á liðinu er mjög góð og það er jákvætt,“ bætti Jóhann við. Að lokum langaði blaðamanni að fá að vita hvort Jóhann vildi frekar mæta KR eða Keflavík í úrslitum en þar leiðir KR 2-1 í einvíginu eftir sigur í spennuleik í gær. „Mig langar að svara sígildri spurningu með sígildu svari en það væri bara lygi. Það er eitthvað við KR-liðið sem heillar mig. Með fullri virðingu fyrir Keflavík og því sem er í gangi þar, þar sem Friðrik Ingi er að gera flotta hluti og stemmningin frábær, þá er eitthvað við KR sem heillar mig og mig langar að prófa,“ sagði Jóhann og bætti við að Jón Axel Guðmundsson myndi ekki leika með liðinu í úrslitakeppninni eins og orðrómur hefur verið um. „Það var verið að ferma bróður hans og hann fer aftur út á mánudag,“ sagði Jóhann en Jón Axel leikur í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 69-104 | Grindavík í úrslit eftir yfirburðasigur Grindavík er komið í úrslit Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Grindavík vann alla þrjá leiki liðanna í einvíginu og mætir KR eða Keflavík í úrslitum. 8. apríl 2017 18:30 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var alsæll í leikslok og stuðningsmenn Grindavíkur sungu stuðningssöngva honum til heiðurs þegar leiknum var lokið. Hann var afar ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu. „Þetta var bara príma, mjög gott. Ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna. Frammistaðan var fáránlega góð. Ég reiknaði ekki með nærri 40 stiga sigri en miðað við þróunina þá vorum við mikið betri og langaði þetta miklu meira. Maður var á kafla farinn að vorkenna þeim hvað þeir voru slakir, ég viðurkenni það,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi í leikslok. „Við vorum mikið betri allt einvígið og eigum þetta fyllilega skilið. Við settum annan leikinn upp sem úrslitaleik, fyrsti leikurinn var plús. Í leik tvö voru þeir komnir í erfiða stöðu og í kvöld sást það þegar við tókum forystu að það kom örvænting í þeirra leik.“ Grindvíkingar fengu mikið framlag frá öllu liðinu og meðal annars 37 stig af bekknum í dag. „Við erum að fá hörku framlag af bekknum. Þorsteinn, Ingvi og svo Jens sem skilar flottum mínútum. Síðustu 15 mínúturnar var þetta bara vitleysa. Þá hittum við úr öllu og það gekk ekkert hjá þeim. Mínir menn eiga hrós skilið og heildarframmistaðan og holningin á liðinu er mjög góð og það er jákvætt,“ bætti Jóhann við. Að lokum langaði blaðamanni að fá að vita hvort Jóhann vildi frekar mæta KR eða Keflavík í úrslitum en þar leiðir KR 2-1 í einvíginu eftir sigur í spennuleik í gær. „Mig langar að svara sígildri spurningu með sígildu svari en það væri bara lygi. Það er eitthvað við KR-liðið sem heillar mig. Með fullri virðingu fyrir Keflavík og því sem er í gangi þar, þar sem Friðrik Ingi er að gera flotta hluti og stemmningin frábær, þá er eitthvað við KR sem heillar mig og mig langar að prófa,“ sagði Jóhann og bætti við að Jón Axel Guðmundsson myndi ekki leika með liðinu í úrslitakeppninni eins og orðrómur hefur verið um. „Það var verið að ferma bróður hans og hann fer aftur út á mánudag,“ sagði Jóhann en Jón Axel leikur í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 69-104 | Grindavík í úrslit eftir yfirburðasigur Grindavík er komið í úrslit Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Grindavík vann alla þrjá leiki liðanna í einvíginu og mætir KR eða Keflavík í úrslitum. 8. apríl 2017 18:30 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 69-104 | Grindavík í úrslit eftir yfirburðasigur Grindavík er komið í úrslit Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Grindavík vann alla þrjá leiki liðanna í einvíginu og mætir KR eða Keflavík í úrslitum. 8. apríl 2017 18:30